Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Qupperneq 12

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Qupperneq 12
VOPNIN KVÖDD Mynd úr febrúarheftl HOT PRESS vaða afstöðu hafið þið til utanríkis- mála?“ vorum við Kvenna- listakonur stundum spurðar um það leyti er fyrsta stefnu- skrá okkar leit dagsins ljós á vordögum 1983. Oft svöruðum við með tilvísun í stefnuskrána okkar: „Við viljum að íslensk stjórnvöld taki afstöðu gegn vígbúnaði, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi, því ógnar- jafnvægi leiðir ekki til öryggis. Við viljum að stjómvöld beiti áhrifum sínum hjá alþjóða- samtökum til eílingar friði og alþjóðlegri réttarvemd.“ Viðbrögð manna við stefnu okkar vom æði misjöfn. Við vomm vændar um að reka ekki alvöru utanríkispólitík. Friðarmál töldust á þeim tíma ekki með alvömstjómmálum. Ekki hvarflaði það að mönnuro á þessum ámm að Berlínar- múrinn yrði fallinn innan ára- tugar og kalda stríðinu lyki. Það færi að minnsta kosti „í frí“, og friðarmál kæmust á ný í brennidepil. Allt gerðist þetta þó og um stund trúðu menn því að hægt væri að búa við annað ástand en tvö stórveldi grá fyrir járn- um hvórt á móti öðm, með kjamorkuvopnabirgðir sem duga til að eyða mannkyninu þúsund sinnum. í Evrópu eygðu menn loks von um að vopnum yrði eytt, stríð stöðv- uð — bæði heit og köld — og vopnaframleiðendur snem sér jafnvel að framleiðslu eftirlits- búnaðar með friðinum eða ein- hveiju enn nytsamlegra. Hug- arfar hermennskunnar átti ekki upp á pallborðið lengur. Margra ára hernaðarhyggja skildi því miður eftir sig ban- vænan arf í vopnum og við- horfum. Vopnum hefði aldrei verið beitt í styijöldinni við Persailóa nema vegna þess að enn vom of margir sýktir af hugarfari hermennskunnar: Því hugarfari að ef menn ágimast eitthvað sé réttlætan- legt að drepa til að öðlast það. Efast nokkur um að stríð snú- ist um verslun og viðskiptl, en ekki frið og frelsi? Því hugarfari að hægt sé að „sigra“ í styijöld. Að kvöldi fyrsta dags stríðslns við Persa- flóa hittl ég tvo ellefu ára stráka, son minn og vln hans, og spurði þá varlega hvort eitt- hvað væri rætt um stríðið í skólanum þeirra. „Er það ekki búið núna? Pabbi eins stráks- ins í okkar bekk sagði að það yrði búið áður en við kæmum heim úr skólanum.“ Mér fannst þetta barnalega sagt en þegar ég opnaði fyrir fjölmiðl- ana heyrði ég virtustu sérfræð- inga landsins taka undir þá barnalegu heimsmynd sem endurspeglast í þessum orð- um. Menn héldu að eins dags stríðsleik væri lokið og dásöm- uðu þessa stílhreinu „lausn“ sem var svo miklu einfaldari en að setjast að samningaborð- inu og glíma við margra ára óleystan vanda Miðaustur- landa. Nú vita menn að þessi sýn var heimskuleg. Stríðið hefur þegar kostað hörmungar og eyðileggingu. Saklausir borg- arar hafa falllð, hatur og tor- tíming em fylgifiskur þessa stríðs eins og allra annarra stríða. Vilji menn frið á nýjan leik þarf annað hugarfar en það sem birtist í herskáum yfirlýs- ingum ráðamanna styijaldar- þjóðanna og endurspeglast í stríðssíbyljunni sem dynur á landsmönnum gegnum sjón- varpsrásimar. Konur hafa alla tíð mælt fyrir friði og haft það hlutverk í samfélaginu að hlúa að lífinu, ungviðinu og vemda það. Konur um allan heim em reiðubúnar til að taka höndum saman til að snúa gangi mála við og vinna að friði. Þær vilja ekki að í framtíðinni leysi böm þeirra samskiptavandamál sín með ofbeldi. Slíkt mun aðeins leiða stríð yfir komandi kyn- slóðir, stríð sem felur í sér tor- tímingu og jafnvel gereyð- ingu. ANNA ÓLAFSDÓTTIR BJÖRNSSON Höfundur er þingkona og skipar efsta sæti Kvennalistans I ReykJanesKiördæmi í komandi kosningum. í söludeildum Pósts og síma býðst pér gott úrval af vönduðum símtœkjum auk alhliða símaþjónustu Söludeildir Pósts og síma um land allt bjóða eingöngu viðurkenndan úrvalsbúnað og örugga viðgerðar- og viðhaldsþjónustu. Hjá okkur færðu gott úrval af allskyns símtækjum og aukabúnaði á góðum greiðslukjörum. PÓSTUR OG SÍMI Póst- og símstöðvar um land allt og söludeildir Kringlunni, Kirkjustræti og Ármúla 27.

x

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans
https://timarit.is/publication/1231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.