Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Síða 14

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Síða 14
KOLD ERU KARLARAÐ Iallri opinberri umræðu um Efnahagsbandalag Evrópu hér á landi hef- ur fiskurinn leikið aðal- hlutverkið. Ef horft er á málið frá öðru sjónarhorni fæst víðari sýn þó á því verði ef til vill engin eðlisbreyting. Tök- um sem dæmi sjónarhom kvenna. —Áður en lengra er haldið er óhætt að fullyrða að EB var ekki búið til af konum fyrir konur. Það em hagsmunir fyr- irtækja og fjármagnseigenda sem liggja að baki EB og hafa sett mark sitt á þróun banda- lagsins til þessa. Það sem byrj- aði sem kola- og stálbandalag er nú á góðri leið með að verða að pólitískri og efnahagslegri einingu ólíkra þjóðrfkja. Hinn margumtalaði Innri markaður sem taka á gildi 1992 er skref á þelrri leið. Með honum á að ryðja burt síðustu hindmnum í vegi þess að fjár- magn, vömr, vinnuafl og þjón- usta geti flætt fijálst milli að- ildarríkjanna. Áætlunin um Innrl markað byggir á Cecchini-skýrslunni en hún er mat 11.000 fýrirtækjastjóm- enda á því hvemig styrkja megi EB í samkeppninni við Bandaríkin og Japan. Það hefði óneitanlega verið gaman að vita hver svör 11.000 kvenna hefðu orðið við ámóta spumingu! Lausnarorð fyrirtækjastjórn- endanna vom aukin sam- keppni, aukin neysla og þar með aukinn hagvöxtur. En hver er fómarkostnaðurinn? Aukin samkeppnl hefur ævin- lega í för með sér að þeir fara halloka sem hafa slæma sam- keppnisstöðu. Á vinnumarkað- inum em það konur af þeirri einföldu ástæðu að þær em bundnari af börnum og heim- ili en karlar og því ekki eins hreyfanlegt vinnuafl. Aukin samkeppni á að leiða til lægra vömverðs og þ.a.l. aukinnar neyslu. Slík hagvaxtarsókn hefur hins vegar í för með sér aukna sóun verðmæta og harð- ari sókn í þann höfuðstól sem liggur í auðlindum Jarðar. í Cecchini-skýrslunni er því haldlð fram að störfum sem ekki em talin „dæmigerð“ geti fjölgað. Þama er um að ræða árstíðabundin störf og hluta- störf sem em einmitt „dæmi- gerð“ fyrir atvinnuþátttöku kvenna. Þessum störfum fylgja hins vegar engin félagsleg rétt- indi og þau sem við þau starfa njóta engrar vemdar á vinnu- markaði. Verkalýðshreyfingln hefur á undanfömum ámm lagt áherslu á að auka hinn félags- lega þátt bandalagsins. Félags- málasamningur EB var sam- þykktur árið 1989 og á að tryggja almenn félagsleg gmnn- réttindl. En eins og annað inn- an EB miðast hann við æðsta guð okkar tíma — markaðinn. Hann snýst með öðmm orðum um þá sem tengjast vinnu- markaðinum með einum eða öðmm hætti. Rökin em þau að þannig megi ná til flestra þar sem „vinnandi fólk“ (heima- vinnandi fólk vinnur ekki!) sé í meirihluta innan EB. Þetta er alls ekki rétt. fbúar EB em 324 milljónir og þar af em 184 milljónir ekki á vinnumarkaði eða 57%. Konur sem búa í aðildarríkj- um EB hafa auðvitað reynt að hafa áhrif á þróun mála innan bandalagsins. Það er alsiða hjá hagsmuna- og þrýstihópum að ráða sér svokallaða „lobbyista“ sem staðsettir em í Bmssel og hafa þann einn starfa að reyna að hafa áhrif á ákvarðanir framkvæmdastjómar banda- lagsins. Tvær konur vinna nú sérstaklega að því að halda hagsmunum kvenna á lofti. Til samanburðar má geta þess að bílaiðnaðurinn rekur 20 skrif- stofur með aragrúa starfsfólks sem hefur það eitt verkefni að gæta hagsmuna bílaframleið- enda. Stjómkerfi EB er karlstýrt eins og stjómkerfi annarra ríkja. En þar við bætist að það er bæði miðstýrðara og ólýð- ræðislegra. Kjömir fulltrúar fólksins á þingi EB hafa mjög takmörkuð völd. Á þessu stigi í FRAMTÍÐ LANDBÚNAÐAR Á ÍSLANDI L_ er ekki elns illa staddur og oft er látið í veðri vaka. Aðeins tvær framleiðslugreinar, sauð- fjárrækt og loðdýrarækt, em í vemlegum vanda. Framtíðarsýn Kvennalistans er að landbúnaður standi und- ir sér eins og hver önnur at- vinnugrein í landinu, að ís- lendingar verði sjálfum sér nógir í framleiðslu þeirra matvara sem hægt er að fram- leiða hér á landi og að tryggt verði að landið verði hvergi of- nýtt. Miðstýrður landbúnaður með flóknum gjalda- og sjóða- kerfum er að dmkkna í eigin kerfi. Það er í hæsta máta óeðlilegt að hafa ein sjö fram- leiðslugjöld: Framleiðsluráðs- gjald, bjargráðasjóðsgjald, neytenda- og jöfnunargjald, búnaðarmálasjóðsgjald, stofn- lánadeildargjald, matsgjald á kartöflur og rófur og lífeyris- sjóðsgjald. Auk þessara gjalda em níu sjóðir í landbúnaðar- kerfinu. Það er tímabært að stokka þetta fyrirkomulag upp. Af- skipti ríkisvaldsins eiga að vera sem minnst og skipulag landbúnaðarins á að vera í höndum bænda sjálfra. í mjólkur- og kindakjöts- framleiðslu er fullvirðisréttur. Hann þarf að afnema í áföng- um. Aðlögunartímann verður að brúa með gerð búvöm- samnings sem tekur mið af neysluþörf landsmanna og skipting fullvirðisréttar á að vera í höndum hagsmunasam- taka bænda. Það ætti að vera hlutverk framleiðenda að fram- leiða í takt við eftirspurn. Fullvinnsla landbúnaðarvara ætti að vera sem næst fram- leiðslustað, þannig skapast at- vinna á viðkomandi svæði og vörumerki tengjast svæðinu. Fækkun bænda næstu ár verður að mæta með annarri atvinnuuppbyggingu. Þá upp- byggingu á að miða við fmm- kvæði heimamanna, ekki fjar- stýra henni að sunnan eins og gert hefur verið síðustu ár með hörmulegum afleiðingum og á ég þá við loðdýramartröðina. Fyrir þremur ámm vom stjórnvöld enn að hvetja bænd- ur út í loðdýrarækt. Fólk trúði og treysti stjómvöldum, fór út í þennan búskap, en situr nú eftir á köldum klaka. Sérstak- lega þarf að huga að fmm- kvæði kvenna því þær eiga undir högg að sækja. Raddir em uppi um frelsi í innflutningi landbúnaðarvara, einnig þeirra sem hægt er að framleiða hér á landi. Rökin em þau að íslenskar vömr séu dýrarl en vömr í nágranna- löndum okkur. Ástæðan er m.a. sú að bændur hér á landi búa ekki við sömu rekstrar- skilyrði og bændur erlendis. Þeim verður að sumu leyti ekki breytt vegna þess að gripi á ís- landi þarf að hýsa lengur en í nágrannalöndunum, vaxta- hraði plantna er minni hjá okkur og sumrin styttri. Þetta er og verður íslenskum bænd- um óhagstætt. Aftur á móti er hægt að bæta samkeppnisað- stöðu íslenskra bændi með því að flytja inn fósturvísa af sömu kúastofnum og erlendir bænd- ur hafa. Við óheftan innflutning á landþúnaðarvömm og inn- flutning á nýjum stofnum er næsta víst að sjúkdómar berist til landsins með ófýrirsjáanleg- um afleiðingum. fslenskar kýr yrðu tæpast samkeppnishæfar við erlendar kýr hvað varðar af- köst. Allir myndu skipta yfir í erlendar kýr og hvað verður þá um íslensku kúna sem aðlag- ast hefur íslenskum aðstæðum frá landnámsöld? Hætt er við að hún myndi deyja út og við myndum ekki einu sinni vlta hvað við mlsstum því litlar sem engar rannsóknir hafa verið gerðar á eiginleikum ís- lensku kýrinnar. Hvemig myndu erlendu kynin bregðast við skammdeginu, langri inni- stöðu, íslensku fóðri o.s.frv.? Hætt er við að fijósemi myndi dala, fótaveiki aukast og afköst minnka miðað við getu í þeirra heimalandi. Auk þess yrði að breyta fjósum því erlendar kýr em yfirleitt stærri en íslensk- ar. Við sjáum það ekki í hendi okkar að nettóhagnaður yrði mikill fýrir þjóðarbúið. Víð vilj- um að ínnflutningur landbún- aðarafurða verði því aðeins leyfður að innanlandsfram- leiðsla anni ekki eftirspum og við innflutning verði gerðar ítmstu kröfur um heilbrigði og sjúkdómavarnir. Metnaður okkar íslendinga ætti að felast í því að vera sjálf- um okkur nóg á sem flestum sviðum landbúnaðar, það veit- ir okkur visst öryggi. Við ætt- um að varast að láta stundar- hagsmuni ráða á meðan ekki er vitað hver fómin er. SIGURBORG DAÐADÓTTIR Höfundur er dýralæknir á Akur- eyri og skipar 2. sæti Kvennalist- ans á Norðurlandi eystra í kom- andi kosningum. I EB stjórnkerfinu em konur 18.4% fulltrúanna. Ráðherraráðið er hin eiginlega löggjafarsam- kunda EB en það fer eftir málaflokkum hveijir sitja þar hveiju sinni. Það þarf þó ekki annað en að skoða ríkisstjórn- ir aðildarríkjanna til að ljóst verði að konur em álíka sjald- séðar í ráðherraráðinu og hvít- ir hrafnar. Hið eiginlega fram- kvæmdavald er hjá embættis- mönnum. Á þeim stað í stjórnkerfinu em konur innan við 5%. Vegna alls þessa er ekki nema eðlilegt að konur gjaldi varhug við aðlld að EB. Sjálf- stæðisbarátta kvenna vinnst ekki í gegnum ríkjaheildir eða alþjóðastofnanir heldur á heimavelli. Ef við viljum ná til valdsins verður það að vera innan seilingar. Hitt er svo annað mál að hafi EB upp á eitthvað að bjóða sem er kon- um til hagsbóta þá er ekkert því til fyrirstöðu að íslensk stjómvöld taki það til eftir- breytni. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Höfundur skipar 1. sætið á fram- boðslista Kvennalistans í ReyKja- vík í komandi kosningum. EINIMIBIL ÓÞARFA EYÐSLA FERÐUMST FLEIRI SAMAN SPÖRUM BENSÍN STRÆTISVAGNAR REYKJAVÍKUR

x

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans
https://timarit.is/publication/1231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.