Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Qupperneq 20
20
SITJA STELPUR VIÐ STJÓRNVÖLINN?
Mynd: Þórhlldur Garðarsdóttir
Já að sjálfsögðu skiptir það
máli en í raun skiptir það
mestu máli að þeir sem þar
starfa sinni hagsmunum nem-
enda.
— Hvemig finnst þér að hafa
einungis stráka eða stelpur í
stjórn nemendafélaga?
Mér finnst mjög einhæft að
hafa einungis annað kynið í
stjórn þar sem sjónarmið þess
geta orðið þröngsýn í garð hins
kynsins.
— Geturðu ímyndað þér
hvers vegna stelpur veljast síð-
ur í stjómir og trúnaðarstörf
skólafélaganna heldur en
strákar?
Mér finnst stelpur þurfa að
hafa meira fyrir hlutunum.
Einnig finnst mér þær yfirleitt
samviskusamari en stákar.
Þetta er þó mjög einstaklings-
bundið.
Katrín Ósk Einarsdóttir,
Flensborgarskóla.
— Hefur þú hugleitt að taka
að þér trúnaðarstörf á vegum
skólans?
Já, kannski seinna því ég
hef mikinn áhuga á félags-
störfum.
- Finnst þér skipta ein-
hveiju máli hvort strákar eða
stelpur eru í stjórn eða trúnað-
arstörfum fyrir félagið?
Ég held að strákar og stelpur
standi sig alveg jafn vel í
þessu.
— Hvernig finnst þér að hafa
einungis stráka eða stelpur í
stjórn nemendafélaga?
Mér finnst nauðsynlegt að
það séu bæði stelpur og strák-
ar í stjórninni.
— Geturðu ímyndað þér
hvers vegna stelpur veljast síð-
ur í stjórnir og trúnaðarstörf
skólafélaganna heldur en
strákar?
Ætli krakkar haldi ekki að
strákar þori meira heldur en
stelpur.
IMenntaskólanum við
Sund stunda hátt á ní-
unda hundrað nemend-
ur nám og em álíka
margar stelpur og
strákar. Stjórn skólafélagsins
er einungis skipuð strákum og
stelpur eru innan við 20%
þeirra sem gegna trúnaðar-
störfum fyrir hönd nemenda.
Ætli þetta sé dæmigert fyrir
þátttöku stelpna í stjórnum og
nefndum á vegum skólafélaga?
Skiptir ef til vill engu máli
hvort stelpur eru með í þess-
um stjórnum? Þessum spurn-
ingum verður svarað hér á eft-
ir.
Hlutverk skólafélaganna er
að sjá um félagslífið í skólun-
um. Félagslífið er oft æði fjöl-
breytt, skemmtanir, menning-
ardagskrár og íþróttaviðburð-
ir. Félagslífið teygir sig jafnvel
út fyrir veggi skólans, t.d.
kannast flestir við spurninga-
keppni og ræðukeppni fram-
haldsskólanna. Trúnaðarstörf-
um á vegum skólafélaga fylgir
því mikil ábyrgð og þau veita
nemendum mikla innsýn í
stjórnunarstörf.
Til að fá hugmyndir um hlut
stelpna í trúnaðarstörfum var
kannaður fjöldi stelpna í 10
framhaldsskólum á höfuðborg-
arsvæðinu og 16 sérskólum og
fjöldi stelpna í trúnaðarstörf-
um. Misjafnt er eftir skólum
hversu margir gegna trúnaðar-
störfum enda er uppbygging
félaganna ekki alls staðar með
sama hætti. Könnunin leiddi
m.a. eftirfarandi í ljós:
Sex stelpur og einn kennari úr Menntaskólanum við Sund.
væg fyrirmynd og sjálfar öðlast
þær dýrmæta reynslu. Vilji
þær starfa að félags- eða
stjórnmálum seinna geta þær
nýtt sér fyrri reynslu sína. Þær
siyrkja einnig aðrar stelpur því
telja má fullvíst að stelpum
þyki eðlilegt að íhuga þátttöku
í trúnaðarstörfum þegar þær
sjá kynsystur sínar í þeim.
Oft heyrist sú skýring að
stelpur skorti bæði kjark og
löngun til að taka að sér trún-
aðarstörf. Vilji stelpur ekki
stelpur stelpur í formenn
alls trúnaðar-
störfum
Fjölbrautarsk. Ármúla 59 % 36 % strákur
Fjölbrautarsk. Breiðh. 58 % 47% stelpa
Fjölbrautarsk. Garðabæ 50 % 20% strákur
Flensborg 55 % 64 % stelpa
Kvennaskólinn 77 % 80 % stelpa
Menntask. í Kópavogi 50 % 30 % strákur
Menntask. í Hamrahlíð 59 % 43 % strákur
Menntask. í Reykjavík 56 % 20 % strákur
Menntask. við Sund 49 % 18 % strákur
Verslunarskólinn 51 % 33 % stelpa
(Heimild: Símanáman 90-91, símaskrá 10 framhaldsskóla)
Könnunin gefur vísbending-
ar sem draga má saman í þijá
liði:
1. Ef strákar eru í meirihluta
í nemendahópnum þá gegna
þeir melrlhluta trúnaðarstarf-
anna.
2. Þótt stelpur séu í meiri-
hluta í nemendahópnum er
sjaldgæft að þær gegni meiri-
hluta trúnaðarstarfanna.
3. Hafi skólar bæði kynin í
nemendahópnum gegna stúlk-
ur ávallt hluta trúnaðarstarf-
anna.
í heild má draga þá almennu
niðurstöðu að samhliða því
sem stúlkum hefur fjölgað í
framhaldsnámi hafa þær í
auknum mæli tekið að sér
trúnaðarstörf á vegum skólafé-
laganna. Þeirra hlutur er þó
rýrarl en hlutur strákanna í
flestum tllfellum. Þótt hér hafí
einungis verið litið á nokkra
skóla, aðallega á höfuðborgar-
svæðlnu, má ætla að það sama
gildi um allt land.
Stelpur sem gegna trúnaðar-
störfum á vegum skólafélags-
ins eru öðrum stelpum mikil-
bjóða sig fram til trúnaðar-
starfa má spyija hvort ástæðan
gæti verið skipulagning skóla-
félaganna. í mörgum skólum
byggja skólafélögin á gamalli
hefð frá því að strákar réðu
einir ríkjum. Vera má að félög-
in höfði því ekki nógu vel til
stelpnanna. Með þátttöku í
trúnaðarstörfum geta stelpur
haft áhrif á starfsaðferðír og
verksvið félaganna. Þær geta
dregið sjónarmið og viðhorf
stelpna upp á yfirborðið.
Hlutur stelpna í trúnaðar-
störfum í skólum er ekki stór
en rödd þeirra heyrist þó.
Miklu máli skiptir að stelpur
prjóni sig áfram innan skólafé-
laganna. Þannig öðlast þær
reynslu sem einstaklingar, eru
öðrum fyrirmynd og koma
reynsluheimi stelpna á fram-
færi.
Sigurrós Erlingsdóttir
Höfundur er framhaldsskólakenn-
ari og kvennalistakona.
Hér á eftir birtast svör fjög-
urra framhaldsskólastúlkna
við nokkrum spurningum
varðandi skólafélög og þátt-
töku stelpna í þeim. Tvaer
þeirra stunda nám í Mennta-
skólanum við Sund þar sem
hlutur stelpna í stiómum og
ráðum er rnjög Ktil. Hinar tvær
eru nemendur í Flensborg en
þar er stelpa formaður skóla-
félagsins og hlutur stelpna í
stjómum og ráðum stærri en
hlutur stráka.
Stella María Óladóttir,
4. bekk MS
— Hefur þú hugleítt að taka
að þér trúnaðarstörf á vegum
skólans?
Nei!
— Finnst þér skipta ein-
hveiju máli hvort strákar eða
stelpur eru í stjórn eða trúnað-
arstörfum fyrir félagið?
Það skiptir kannski ekki
höfuðmáli en það væri æski-
legt að bæði kynin gegndu
trúnaðarstörfunum því strák-
ar eru oft kærulausari en
stúlkur.
— Hvemig finnst þér að hafa
einungis stráka í stjórn félags-
ins?
Mér finnst það ekki nógu
gott.
— Geturðu ímyndað þér
hvers vegna stelpur veljast síð-
ur í stjórnir og trúnaðarstörf
skólafélaganna heldur en
strákar?
Það em miklu færri stelpur
sem bjóða sig fram því það
virðlst ennþá vera við lýði að
karlmenn veljist í stjómunar-
stöður; það er helst að stúlkur
bjóði sig fram til ritara.
Hanna Margrét Einarsdóttir,
2. bekk MS
— Hefur þú hugleitt að taka
að þér trúnaðarstörf á vegum
skólans?
Nei!
— Finnst þér skipta ein-
hverju máli hvort strákar eða
stelpur em í stjórn eða trúnað-
arstörfum fyrir félagið?
Nei! Mér finnst bara að hæf-
ustu einstaklingarnir hveiju
sinni eigi að vera í stjórn eða
trúnaðarstörfum óháð hvom
kyninu þeir tilheyra.
- Hvemig finnst þér að hafa
einungis stráka í stjórn félags-
ins?
Svo framarlega sem því er vel
stjórnað skiptir það mig engu
máli.
— Geturðu ímyndað þér
hvers vegna stelpur veljast síð-
ur í stjórnir og trúnaðarstörf
skólafélaganna heldur en
strákar?
Mun færri stelpur bjóða sig
fram heldur en strákar. Ég trúi
því að fólk kjósi ekki eftir kyni.
Kannski kjósa strákar frekar
stráka en fyrir mitt leyti kýs ég
ekki fólk eftir kyni.
Helga Laufey Guðmundsdóttir,
Flensborgarskóla.
— Hefur þú hugleitt að taka
að þér trúnaðarstörf á vegum
skólans?
Ég hef gert það. Ég er núna
oddviti nemendafélags Flens-
borgarskóla og var formaður
nemendafélagsins í Öldutúns-
skóla veturinn 1985-’86. Ég
hef líka starfað mikið í nefnd-
um á vegum skólans.
— Finnst þér skipta ein-
hverju máli hvort strákar eða
stelpur eru í stjórn eða trúnað-
arstörfum fyrir félagið?