Kvennalistinn - 01.04.1983, Blaðsíða 7
Aprfl 1983
§5
SIÐA 7
Rödd íslands á að
hljóma í þágu friðar
Hvers vegna starfar ekki öflug friðarhreyfing á ís-
landi? Hvers vegna sameinast fólk ekki í baráttu gegn
þeim vígbúnaði sem er aðfinna hér á landi? Hvers vegna
mótmœlum við því ekki harðlega að vera tindátar í
stríðsleik stórveldanna, þegar milljónir manna í Evrópu
og N-Ameríku slíta skósólunum á götum úti í tilraunum
sínum til að stöðva vígbúnaðarkapphlaupið og koma
vitinufyrir stjórnmálamenn heimsins? Hvers vegna sitj-
um við hjá, meðan tekist er á um líf eða dauða mann-
kynsins?
Svörin eru eflaust mörg, en ég
efast ekki um að 34 ára aðild að
hernaðarbandalaginu NATO eigi
þar drýgstan hlut að máli. í þessi 34
ár hefur verið hart deilt um aðild
eða úrsögn, veru eða brottför hers,
án þess að nokkru hafi verið um
þokað. Allir stjórnmálaflokkar
landsins hafa á stefnuskrá sinni að
ekki skuli vera her á íslandi á
friðartímum, en þrátt fyrir 38 ára
vopnahlé í Evrópu hefur ekkert
verið hróflað við þeim erlenda her
sem hér dvelst, ýmist vegna þjónk-
unar við hernaðarbandalagið eða
vegna mjúku ráðherrastólanna
sem freista svo margra. Á meðan
hefur æ öflugri og hættulegri víg-
búnaði verið komið fyrir hér á
landi og fsland er mikilvægur
hlekkur í hernaðarnetinu sem
liggur um Atlanshafið norðanvert.
í Keflavík er stjórnstöð fyrir kaf-
bátahernað, þar eru staðsettar
AWACS-flugvélar sem eru hreint
ekki nein varnartól, héðan er fylgst
með ferðum sovéskra kafbáta og
umhverfis landið ösla kjarnorkuk-
afbátar stórveldanna. Talsmenn
NATO hafa aldrei fengist til að
svara því hvort hér séu kjarnorku-
vopn eða ekki, en vitað er að hér á
landi er allur viðbúnaður til að taka
við þeim. Þannig horfir málið við
þegar litið er á vígbúnaðinn á ís-
landi, spurningin er viljum við hafa
hann eða ekki, viljum við stuðla að
friði í heiminum með því að hafna
honum eða ekki? Getum við ekki
tryggt öryggi okkar og hlutleysi á
annan hátt en þann að gera land
okkar að víghreiðri? Tortímingar-
vopn stórveldanna hlaðast upp og
duga til að eyða Óllu lífi margfald-
lega. Komi til átaka verður Island
að líkindum eitt fyrsta skotmarkið,
því Rússar verða að komast fram
hjá eftirlitsstöðvunum sem hér eru
með kafbátaflota sinn.
Friðarhreyfingar í Evrópu og N-
Ameríku hafa mótað stefnu sem
miðar að afvopnun og varanlegum
friði. Megininntak hennar er í
fyrsta lagi að koma í veg fyrir
staðsetningu nýrra vopna sem
koma til með að magna vígbún-
aðarkapphlaupið enn meir. I öðru
lagi hefur friðarbaráttan verið
tengd umræðum um kúgun og mis-
rétti ekki síst í þriðja heiminum og í
Austur-Evrópu, þar sem friðar-
sinnar eru umsvifalaust settir undir
lás og slá. í þriðja lagi hefur sú
hugmynd orðið ofan á, að eigi að
takast að tryggja frið og hefja af-
vopnun verði Evrópa að móta sér
eigin stefnu, brjóta niður vald risa-
veldanna tveggja sem hafa deilt og
drottnað í heiminum frá lokum síð-
ari heimstyrjaldarinnar. í tvískipt
ingu heimsins er falin sú ógn sem
innan tíðar getur kallað yfir okkur
ragnarök.
Fólk um allan heim skynjar að
mannkynið er á villigötum og að
eina leiðin inn á réttar brautir er að
almenningur taki höndum saman,
knýi fram stefnubreytingu, stöðvi
vitfirringuna og leggi aftur á bratt-
ann í átt til betra og öruggara
mannlífs þar sem friður og réttlæti
ríkja.
Þar með er ég aftur komin að
íslandi og okkar framlagi. Kvenn-
alistinn hefur mótað stefnu í
friðarmálum, sem gengur út frá því
að íslendingar eigi að taka afstöðu
gegn vígbúnaði bæði heima fyrir og
á alþjóða vettvangi, öllum vígbún-
aði, alls staðar. Við teljum að um-
ræðan um hermálið sé stöðnuð og
efumst stórlega um vilja stjórn-
málamanna til að breyta þar
nokkru um. Við viljum reyna að
nálgast málið á nýjan hátt, fá fram
upplýsingar og umræður, beina
sjónum manna að þeim vígbúnaði
sem er hér á landi, spyrja spurn-
inga um hlutverk herstöðvarinnar,
gera okkur grein fyrir því hvað her-
stöðvarsamningurinn og aðildin að
NATO hafa raunverulega að segja
fyrir efnahag landsins, er þar e.t.v.
að finna ástæðuna fyrir því að eng-
inn hreyfir hermálinu nema rétt
fyrir kosningar þegar þarf að smala
inn í réttirnar og eyrnamerkja.
Við kvennalistakonur viljum
tryggja að kjarnorkuvopn verði
aldrei leyfð á íslandi, við viljum
friða íslenska efnahagslögsögu
fyrir umferð kjarnorkuknúinna
farartækja. Við viljum að íslensk
stjórnvöld geri snarlega ráðstafanir
til að stöðva losun kjarnorkuúrg-
angs og annarra eiturefna í hafið
umhverfis ísland. Við viljum beita
okkur gegn hernaðarbandalögum,
fyrir friði og afvopnum.
Við erum þeirrar skoðunar að
öllu lífi sé ógnað af vígbúnaði og
hernaðaranda og við viljum sam-
QpttRAj£j»
UPPSKRIFTIR
INNANÍ PÖKKUNUM
100 gr GOURMET voru 1 kg ferskir sveppir^T
90% léttari, gómsætir, ijúffengir, næringar-
ríkir, geymsluþolnari, bragðsterkari, ódýrari.
Frostþurrkaðir villiætisveppir
úr skógum Mið-Evrópu
smjörsveppir /J ÞVZKA = Butterpilz í f LATÍNA = Boletus luteus KÓNGSSVEPPIR I ' J| ENSKA = Flap mushroom J I LATÍNA = Boletus edulis dJ ÍU FRANSKA = Cepes ÞYZKA = Steinpils
BLANDAÐIR SVEPPIR —'[■ SMJORSVEPPIR /J / 1 / BRODDSVEPPIR ./ ( ] \\\ HNEFASVEPPIR C ' ) KANTARILL FRANSKA = Girolles \J|/Jr ÞYZKA = Pfetterlinge ENSKA = Chantarelles J í LATINA = Chantharellus ^cibatius
( ÆTISVEPPIR FRANSKA = Champignion 1 ÞYZKA = Champignions \ \ ENSKA = Button mushroom LATINA = Agaricus-psalliota / Obs! V \taJ/ Munið: Sitronudropar 1 matreiftslu terskra og þurrkaftra sveppa ^ er nauftsyn!
Gourmet umboðið símar 31710 - 31711.
eina konur og karla í friðarbaráttu.
Við hljótum að byrja heima hjá
okkur, þar sem við fáum einhverju
um ráðið. Við viljum byrja á því að
koma í veg fyrir frekari umsvif
hersins meðan hann er hér, draga
úr efnahagslegum áhrifum hans og
við tökum undir þær hugmyndir að
Norðurlöndin, þar með talin ís-
land, Færeyjar og Grænland verði
lýst kjarnorkuvopnalaust svæði.
Við viljum byrja á því að taka af-
stöðu þar sem íslendingar geta
látið til sín heyra á alþjóða vet-
tvangi, hætta að sitja hjá þegar at-
kvæði eru greidd um stríð eða frið.
Rödd íslands á að hljóma í þágu
friðar, ekki í þágu hernaðarbanda-
laga sem halda öllum heiminum í
viðjum ótta og yfirgangs. Þetta er
okkar stefna, að þessu viljum við
vinna.
Kristín Astgeirsdóttir
Garn í úrvali - vefnaðarvara
Verslun Bergþóru
Nýborg
Strandgötu5, Hafnarfirði
Konur bílaúrvalið
er hjá okkur.
JODOTJ™I
BILA- OG BATASALAN
SÍMI 53233
J/
óy Notaðir
Cg>/ bilar
Allar tegundir notaðra bíla.
Traustir sölumenn.
Bílakjallarinn
Fordhúsinu.
AÐVORUN
Samkvæmt heimild í heilbrigðisreglugerð og lögreglusamþykkt
Hafnarfj arðarkaupstaðar munu nú og framvegis allar
númeralausar bifreiðar, sem standa á götum, bílastæðum og
óbyggðum lóðum í Hafnarfirði verða fluttar í port Vöku h/f,
Stórhöfða3, Reykjavík.
Hafi eigendur ekki vitjað þeirra innan tveggja mánaða frá
tökudegi, verða þær teknar til greiðslu áfallins kostnaðar.
Heiibrigðiseftirlitið
X > X x
k ^ x x
V v V A
< Xv
< v x
vxvV /V ' »
* * < x * N
« XV í <
< v <- < V
* •» V X X
A A V v