Kvennalistinn - 01.04.1983, Blaðsíða 12

Kvennalistinn - 01.04.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA Apríl 1983 Kvennalistinn stefnir að samfé- lagi þar sem virðing fyrir lífi og samábyrgð sitja í öndvegi. Við setj- um á oddinn hugmyndir um kven- frelsi sem fela í sér rétt kvenna til að vera metnar á sínum eigin fors- endum til jafns á við karla. Við leggjum til hliðar hugmyndir um jafnrétti sem fela í sér rétt kvenna til þess að fá að vera eins og karlar. Konur eru mótaðar af því hlutverki að ala börn og annast, við vinnum önnur störf og búum því yfir ann- arri reynslu en karlar. Reynsla kvenna leiðir af sér annað verð- mætamat, önnur lífsgildi, en þau sem ríkja í veröld karla. Konur líta þar af leiðandi öðrum augum á málin. Konur hafa ótal margt fram að færa sem getur gagnast okkur til þess að snúa af vegi eyðingar og ógnar, inn á braut friðar og frelsis. í aldanna rás hefur hver kynslóð manna átt það takmark að tryggja framtíð barna sinna og búa þeim betra líf. Nú virðist sem sá hluti mannkyns er býr á norðurhveli jarðar hafi misst sjónar á þessu markmiði. Heimsbyggðinni, ko- mandi kynslóðum, og náttúrunni er ógnað af vígbúnaði, auðlinda- þurrð, eyðingu lands, iðnaðarm- engun, óstjórn og græðgi. Fátækt og misrétti í heiminum fer vaxandi þrátt fyrir tækniframfarir, vopnm eru látin tala og valdi er óspart beitt til þess að kúga einstaklinga og þjóðir. Þau sjónarmið sem lögð hafa verið til grundvallar við stjórnun heimsins hafa einkennst af blindri ásókn í stundargróða og síaukin völd. Ofuráhersla hefur verið lögð á efnahagsleg verðmæti á kostnað mannlegra samskipta, náttúru og umhverfis. Konur hafa staðið utan við valdakerfið. Skv. skýrslu S.Þ. árið 1980 var séreign kvenna aðeins 1% af eignum jarðarinnar, en þær unnu hins vegar um 2/3 hluta af öllum vinnustundum í heiminum. Konur eru misrétti beittar bæði leynt og ljóst jafnt á vinnumarkaði sem í lagasetningu og hæfileikar þeirra hafa verið van- metnir. Ofbeldi gegn konum verð- ur æ sýnílegra og margslungnara. Við svo búið má ekki standa. Nú verða konur að láta til sín taka þar sem ráðum er ráðið. Við verðum sjálfar að berjast fyrir rétti okkar og betri heimi, aðrir gera það ekki fyrir okkur. Við verðum sjálfar að reka okkar kvennapóliík, póliík sem leggur verðmætamat og lífs- gildi kvenna til grundvallar og felst í því að skoða öll mál út frá sjónar- hóli kvenna. Nú er ljóst að íslenskir stjórn- málaflokkar hvorki hlusta á konur né vilja konur inn á alþingi og þeir sinna ekki baráttumálum kvenna. Til þess að breyta því er aðeins eitt ráð, að konur standi saman og bjóði fram einar og sér til alþingis. Á alþingi íslendinga verður það hlutverk okkar að standa vörð um hagsmuni kvenna og barna. Konur eiga hagsmuna að gæta á öllum sviðum íslensks samfélags. Öll mál, jafnt efnahgasmál sem upp- eldismál koma konum við sem þátttakendum í íslensku þjóðlífi. Öll mál eru því kvennamál. Við viljum skoða og skilgreina heiminn út frá okkar eigin forsendum. Við viljum að sameiginleg reynsla og verðmætamat kvenna verði metið til jafns við reynslu og verðmætamat karla sem stefnum- ótandi afl í samfélaginu. Við viljum að mannleg verðmæti verði fyrst og fremst lögð til grundvallar þear ák- varðanir eru teknar í þjóðmálum. Við viljum samfélag þar sem allir, konur, karlar og börn eru jafnvirtir og jafnréttháir. Við viljum hugar- farsbyltingu. Til þess að ná þessummark- Kvennamál 9 Aðstaða þeirra er á okkar ábyrgð Hér eru börnin okkar ****£?$

x

Kvennalistinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.