Kvennalistinn - 01.04.1983, Blaðsíða 23
Aprfl 1983
SÍÐA 23
Hver var
Hallveig Fróðadóttir?
Frá vöggu til grafar, vetur, sumar, vor og haust
drögumst við konur með arfinn frá Evu formóður,
sem varð þess valdandi að Adam fékk ekki að vera
lengur í Paradís, heldur hraktist út í lífsbaráttuna og
þurfti að fara að höggva grjót.
Pað var Evu að kenna að Adam fékk ekki að lifa í
eilífri sœlu til enda veraldar.
Framhaldið þekkjum við, en
það er saga okkar vestrænu
menningar, saga ófriðar, saga
valdabaráttu, saga karla.
Þegar ég var stelpa í barna-
skóla var ég m.a. látin lesa ís-
landssögu, það var fyrsta alvöru
Iesgreinin og ég eins og aðrir í
bekknum var ógurlega spennt að
fá nú eitthvað að vita um formæð-
ur mínar og feður! En spennan
hvarf fljótt, því ekkert almenni-
legt fengum við að vita og fljót-
lega komumst við að því að konur
í íslandssögunni eru eins vand-
fundnar og saumnálar í hey-
stakki.
Við teiknuðum, allar stelpurn-
ar, samviskusamlega á vinnubók-
arblöðin okkar, karla kasta spjó-
tum og grjóti hver á annan, vest-
ur í Vatnsfirði eða austur í Flóa,
karla bera eld að híbýlum ná-
grannanna, karla halda þrumu-
ræður yfir lýðnum fátækum og fá-
vísum, karla skrifa doðranta við
kertaljós úti í fjósi, karla höggva
höfuð og fætur hvor af öðrum og
þannig mætti lengi telja, rétt eins
og aldrei hefði nokkur kona stig-
ið fæti sínum á þetta land á
landnámsöld.
Mikið þótti það merkilegt að
Ingólfur Arnarson nam land í
Reykjavík. Merkilegra þykir mér
þó að til að komast að því að ást-
kær eiginkona hans, Hallveig
Fróðadóttir, var með í för, þurfti
að leita á önnur mið, þó ekki
hin sömu og fengsæl nafna henn-
ar í togaraflota karlanna hefur
sótt á til að draga björg í bú svo
afkomendur þeirra Ingólfs
þrauki.
Mikið hefur karlinum, sem
skrifaði íslandssögu handa barna
skólum fyrir 30 árum tekist að
blekkja okkur og alla krakka sem
á undan okkur og eftir komu.
Pegar mannkynssagan tók við,
nokkrum bekkjum ofar, var ég
enn ung, bjartsýn og spennt, því
hver er ekki spenntur fyrir sögu
mannkynsins? En sagan sú var
öllu verri lesning en íslands-
sagan, því nú var farið á kostum
vítt og breitt um hinn vestræna
menningarheim, þó aðallega um
Vestur-Evrópu og skýrt frá orr-
ustum smáum .sem stórum.
Orrustum í fjörum, dalverp-
um, á fjallatindum og í skógum.
Það voru orrustur um klaustur og
kirkjur, hallir og borgir, konur og
peninga. Oft á tíðum datt mér í
hug að ég væri komin í herskóla,
það eina sem á vantaði var verk-
lega kennslan, en hana vantaði
nú reyndar í öllum öðrum grein-
um. Ekki var svo kennarinn af
verri endanum, því hann stóð
með prikið upp við töflu, dró
okkur upp að púlti eitt og eitt í
einu, og lét okkur þylja kaflana
utanbókar!
Er svo nokkur hissa á því að við
konur séum orðnar þreyttar? Að
við viljum hugarfarsbreytingu?
Hversvegna hefur okkar saga
aldrei verið skráð? Þykir hún
kannski ekki nógu merkileg?
Þessu viljum við breyta. Við
viljum auka veg og virðingu allra
kvenna á þeirra eigin forsendurrt.
Við viljum að okkar reynsla og
formæðra okkar verði tekin upp
úr malpokunum þar sem ráðum
er ráðið, þar sem sagan er skráð.
Til þess að vekja máls á þessu
höfum við brugðið á það ráð að
bjóða fram sérstaka kvennalista í
næstu alþingiskosningum og nú
er ykkar að velja, kjósendur.
Konur, af því þær eru konur, af
því þær hafa hæfileika, af því að
þær hafa reynslu, af því að þær
hafa sitt til málanna að leggja.
Kjósum því konur á þing.
Gyða Gunnarsdóttir
Hafnárfirði.
FÍNTSKAL
ÞM)VERA
FRÁ
KCDAK
ÞÚVELUR
GLANS
MA3T
ÁFERÐ Á KODAK MYNDIRNAR
ÞÍNÁR!
HfiNS PETERSEN HF
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
Peysan sf.
Bolholti6s. 37713.
Ný íslensk Sól
Sólskinslampinn sem framleiddur er á Húsavík er mun
ódýrari en innfluttur. Það er auðvelt að færa hann alveg
upp að lofti. Það er líka auðvelt að færa hann að
kroppnum, jafnvel þó það sé bara dýna á gólfinu.
Það er gott að slappa af á góðu undirleggi og hafa sólina
og hitann yfir sér. Jafnvel vöðvabólgan þolir ekki slíkt
álag. Þaðerlíkahægt að hallahonumaðvildt.d. nær
fótum og fjær andliti.
Tæknilegar upplýsingar:
10 st. UV-A 100 W PHILIPS fluorperur 220 V 7 A.
Lengd 185,5 cm breidd 54 cm.
Litur antik hvítur.
Framiciðandi Grímur Leifsson
löggiltur rafvirkjameistari
Túngötu 1, Húsavík, sfmi 41410.
Söluumboð á Suðurlandi
Fönix S/F Hátúni 6a, sími 24420.
Útsala
Vegna flutnings verslunarinnar hefst útsala 5.
apríl.
Mjög góður afsláttur.
Tískuverslunin Sjö-Sjö
Strandgötu 11
s. 24396
9 KÓPAVOGSBÚAR
Við aukum þjónustuna
Opnum afgreiðslu bæjarskrifstofanna kl. 8.30 frá og með
mánudeginum7. mars.
Afgreiðsla bæjargjaldkera verður því eftirleiðis opin
8.30-15.00.
Ennfremur hefur verið dreift sérprentuðum gíróseðlum
kaupstaðarins í bankastofnanir í Kópavogi og aðalbanka
Búnaðarbankans.
Bæjarstjórinn í Kópavogi
K x*>
XV *<
X * y
y* v vvxv
V v y
KJK^XXX vw v xx
X \ V'x’*
5 v v y
X k v * ✓.
x x < y
X x x X
yv
Xv*
< X' xw X