Kvennalistinn - 01.04.1983, Blaðsíða 2

Kvennalistinn - 01.04.1983, Blaðsíða 2
2. SÍÐA Aprfl 1983 ...eg trui því að þetta sé raunhæf leið Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir skipar 1. sæti á lista Kvennalistans í Reykjavík. Hún er gift Hjálmari Ragnarssyni tón- skáldi og eiga þau einn son. Hvernig er þinn nánisfcrill? Ég lauk stúdentsprófi frá M.R. 1972 og fór um haustið út til Bret- lands til náms í mannfræði við London School of Economics and Political Science og lauk það- an prófi vorið 1975. Þá kom ég heim og kenndi á ísafirði vetur- inn ’75 - ’76. Síðan fór ég utan aftur til framhaldsnáms í mann- fræði og var fyrst í París í einn vetur og síðan tvö ár í Bandaríkj- unum. Eg kom heim í árslok 1979 og byrjaði þá að kenna mann- fræðj við félagsvísindadeild Há- skóla íslands og þar hef ég starfað síðan. Af hverju valdirðu mann- fræSi? í upphafi renndi ég blint í sjó- inn eins og sjálfsagt flestir við val á framhaldsnámi. Ég hafði ein- hvern veginn áhuga á svo mörgu og hafði raunar þungar áhyggjur af því þarna um tvítugt að ég hefði áhuga á allt of mörgu. Ætli ég hafi ekki valið mannfræði vegna þess að mér fannst hún veita mér nauðsynlegt svigrúm. Sumt af því sem ég hafði í upphafi ímyndað mér um mannfræði reyndist rétt, annað ekki eins og gengur, en ég varð fljótlega hug- fangin af greininni og hef unað mér vel á þeim vettvangi síðan. Er mannfræði kvennafag? Áður fyrr voru karlar í miklum meirihluta í þessari fræðigrein sem öðrum en undanfarið hefur konum fjölgað mjög í mannfræði og það hefur m.a. leitt af sér ný sjónarmið og að ýmsu leyti ann- ars konar umfjöllun en áður var. Konur í mannfræði hafa spurt annarra spurninga en karlar og hafa lagt mun meiri áherslu á að athuga hvernig lífi kvenna í mis- munandi samfélögum er háttað. Það má rekja þessar áherslu- breytingar að nokkru leyti til öflugrar kvennabaráttu á Vestur- löndum undanfarinn áratug eða svo. Fræðimenn lifa ekki ein- angraðir í lofttæmdum hylkjum og þær hugmyndir sem eru ofar- lega á baugi í hverju samfélagi berast ávallt á einhvern máta inn í fræðigreinarnar jafnóðum. Hvernig hafa niðurstöður kvcnmannfræðinga verið öðru- vísi en karlmannfræðinga? Þegar mannfræðingar fóru að athuga sérstaklega stöðu og hlut- verk kvenna í hinum ýmsu samfé- lögum ráku þeir sig fljótt á það að þær heimildir sem við höfum í mannfræði þ.e. lýsingar og greiningar á hinum ýmsu samfé- lögum, fjalla aðeins að litlum hluta til um konur. Skoðuð á þennan máta virtist mannfræðin fjalla um karla og samfélög þeirra. Menn fóru að velta því fyrir sér hvernig á þessu stæði og ráku þá fyrst augun í þá staðreynd að mannfræðingar hefðu í miklum meirihluta verið karlmenn og því ef til vill fært sínar eigin hugmyndir um konur, t.d. að konur væru óvirkar í opin- beru félagslegu lífi, yfir á konur í legar út frá okkar eigin skynjun á því sem kallað er veruleiki, og hins vegar að fá þann skilning okkar almennt viðurkenndan. Hvernig tengist mannfræði- menntun þingstörfum? Mannfræðin fjallar um menn og samfélag í öllum sínum fjöl- breytileika og á Alþingi fslend- inga er einnig verið að fjalla um merin og samfélag vænti ég. Ann- ars finnst mér þetta óþægileg spurning því ég stend ekki með öðrum konum í þingframboði vegna þess að ég er mannfræðing- ur, heldur vegna þess að ég trúi því að þetta sé raunhæf leið í ís- lenskri kvennabaráttu. Hvernig samræmist það að vera húsmóðir, mannfræðikenn- ari og frambjóðandi til Alþingis? Hefurðu ekki nógu slæmt sam- viskubit fyrir manneskja? Jú, auðvitað hef ég það eins og flestar konur sem þurfa að velja á milli starfsins og barnanna sinna oft á dag. Enda er þetta sam- viskubit kvenna sterkasta vopn samfélagsins til að halda konum heima hvort sem þær í rauninni viljj eða ekki. Ég gæti þetta yfir- leitt ekki nema með samvinnu við manninn minn og aðstoð móður minnar og annarra ættingja. En það er einmitt eitt af meginmark- miðum kvennabaráttu að gera konum kleift að sinna því sem hugur hverrar og einnar stendur til án þess að þjást af stöðugu og nagandi samviskubiti, að stuðla að því að við höfum raunverulegt val um það hvernig við verjum starfsævi okkar og að þar sé jafn- framt pláss fyrir börnin okkar. öðrum samfélögum og því hafi sú mynd sem þeir drógu upp af kon- um um víða veröld ef til vill brenglast eitthvað í meðförum. Eða þá að þeim hafi á sömu for- sendum ekki hugkvæmst að leita eftir upplýsingum hjá konum og um konur og að ef að þeim hug- kvæmdist það þá hafi þeir fengið fremur torskilin svör. Bresk fræðikona, Shirley Ardener, hef- ur t.d. sett fram þá hugmynd að konur eigi ákaflega erfitt með að koma félagslegri reynslu sinni til skila vegna þess að tungumál sér- hvers samfélags sé mótað af ríkj- andi gildum hverju sinni, þ.e. karlagildunum, og því dugi kon- um einfaldlega ekki tungumálið til að tjá það hvernig þær skynja og skilja tilvist sína og annarra. Hún vill meina að konur séu því oft eins og málhaltar þegar þær eiga að tala um eitthvað sem kall- að er „opinber mál“ og því hafi þær ef til vill sjaldan verið spurðar um það sem þeim finnist um eitt eða annað sem viðkemur samfélaginu almennt. Hvernig koma svona hugmynd- ir að gagni í kvennabaráttu? Svo dæmi sé tekið út frá því sem ég var að segja áðan þá höf- um við einmitt rekið okkur á það bæði í Kvennaframboði og nú í Kvennalista að þetta íslenska stofnanamál sem pólitík í landinu er rekin á dugar okkur ekki. Okkur vantar oft orð, beinlínis ný orð til að koma því til skila sem við erum að meina. Við gerum okkur því ljóslega grein fyrir því að barátta okkar er tvöföld, ann- ars vegar að gera okkur skiljan- MÁMMA ÍE(*IR Ab HENto St t>M T 0U SEMMIq 1 Ú.LPU- KOWR PVo UPP OU ÞVÓ 0& LftCrH Tíl OU KfíUfLR FfiPfi í SÍL öu 5FPÆ f'ú ÖU vEAbA pp(yrrrp * vx 5CX40<. V X X X XX V XX x X XX XX XX XX X X >X X X x Xx x XX XX X X XXXA X X XX *XXX XXK.X. X ÁXX XX XX XX X XX x ** x^^xx x < XX XX xx ^ « H X K V, XX X 51 *XXX X X X X v X X Xx xx xx x X xx XXXX X X X XX X X___ XX XX X xX x< X XX X X xxx xx X X XX xx *■ X X«. V* XX X X i X XX x X xx vs xx x x x ► X X X XX XXX x„5 x x s X X ‘ X X X X XX XX X xx x xx x x X XX & X * í" X XX X 5“. V“

x

Kvennalistinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.