Kvennalistinn - 01.04.1983, Blaðsíða 15

Kvennalistinn - 01.04.1983, Blaðsíða 15
Apríl 1983 SÍÐA 15 Við viljum halda sveitum lands- ins í byggð og skila komandi kyn- slóðum betra landi. Við viljum stefna að traustum landbúnaði sem fullnægir innanlandsmarkaði. Við viljum auka fjölbreytni landbúnaðarafurða og fullvinna þær hér. Við leit nýrra markaða erlendis verður að bjóða íslenskar landbúnaðarvörur sem sérstaka gæðavöru. Við viljum að vinnsla landbún- aðarafurða verði sem næst fram- leiðslustað. Með því er tryggt betra hráefni og atvinna skapast í dreifbýli umfram það sem nú er. Við viljum ekki frekari stóriðju hvorki innlenda né erlenda. Stór- iðja hefur kostað okkur hundruð milljóna í rekstrarstyrkjum, er- lendum lánum og fríðindum ýmis konar og hefur ekki skilað okkur arði. Stóriðju fylgir byggðaleg og félagsleg röskun og mengun af ýmsu tagi. Hvort tveggja hefur ó- fyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir land og þjóð. Stóriðja er ekki atvinn- uskapandi miðað við þann fjár- magnskostnað sem henni fylgir. Fram til aldamóta er búist við því að a.m.k. 25 þús. manns komi út á vinnumarkaðinn. Stóriðjuppbygg- ing í samræmi við stórvirkjanaá- ætlanir til sama tíma mundu aðeins veita tæplega 6% af því fólki atvinnu. Við viljum því ekki frekari stór- virkjanir heldur virkjanastefnu sem miðar við okkar eigin þarfir. Við viljum ekki frekari erlendar lántökur til rekstrar óarðbærra fyrirtækja. Við viljum að aukin tækni verði nýtt til þess að stytta vinnutíma án þess að rýra launa- kjör. Við viljum að tryggt verði að tölvunotkun verði ekki til þess að draga úr atvinnumöguleikum kvenna. Við viljum að grundvöllur hvetj- andi launakerfa verði endur- skoðaður og að við þá endur- skoðun verði gæði og nýting hrá- efnis metin til launa í stað hraða og afkasta. Við viljum að verðbætur á laun verði reiknaður í krónutölu en ekki hlutfallslega eins og nú er. Við viljum atvinnustefnu sem miðar að fullri atvinnu fyrir allt vinnufært fólk í landinu og teljum að vænlegasta leiðin til þess sé að efla smáiðnað til innanlandsnota og fullvinna hér útflutningsvörur okkar, fisk og landbúnaðarvörur. Áform um nýtt og betra samfé- lag stoða þó lítt ef haldið verður áfram á þeirri braut rányrkju og umhverfismengnunar sem nú ógn- ar öllu lífi á jörðinni. í stað þess að ganga stöðugt á auðlindir jarðar- innar verðum við að koma á jafn- vægi milli manns og náttúru. Við viljum nýta auðlindir lands og sjáv^ ar á þann veg að ekki verði gengið í berhögg við lögmál náttúrunnar eins og nú er gert með ofnýtingu fiskistofna, ofbeit, fyrirhyggju- lausri mannvirkjagerð og óhóflegri umferð um viðkvæm landssvæði. Við verðum hvert og eitt að vera ábyrg fyrir umhverfisvernd og marka verður ákveðna stefnu með heildstæðri löggjöf um umhverf- ismál og nýtingu auðlinda. FRIÐAR OG UTANRÍKIS' MÁL ísland er hluti af samfélagi þjóð- anna og okkur ber að axla þá ábyrgð sem því fylgir. í því samfé- lagi er gæðum jarðar misskipt og réttlæti fótum troðið. íslendingum ber-að taka afstöðu á alþjóðavet- tvangi gegn misrétti og kúgun í hvaða mynd sem er. Við viljum að íslendingar veiti þá þróunaraðstoð sem þeim ber samkvæmt samþykktum Sam- einuðu þjóðanna og hagi ávallt aðstoð sinni í samræmi við þarfir og aðstæður íbúa á hverjum stað. Vinna verður sérstaklega að úrbót- um á aðstæðum kvenna og barna í þriðja heiminum. Það er staðreynd að auðævi jarðarbúa nægja til að útrýma skorti - ef þau eru réttilega notuð. Nú er svo komið að lífi og um- hverfi er ógnað af vígbúnaði sem á engan sinn líka í veraldarsögunni. Gjöreyðingarhættan er raunveru- leg og vofir yfir okkur öllum. Fjár- munum er sóað í vígbúnað meðan hungruð börn hrópa á mat. Konur vernda líf og viðhalda því og þess vegna höfum við næma skynjun á þeirri ógn sem mannlífinu stafar af síaukinni söfnun tortímingar- vopna. Okkur konum ber því frumskylda til þess að sporna við þessari geigvænlegu þróun. 1 áratugi hefur íslendingum ver- ið skipt í tvær andstæðar fylkingar með og á móti aðild að hernaðar- bandalagi, með og á móti veru er- lends hers í landinu og stjórnmála- flokkar hafa notað það blygðunar- laust sér til framdráttar. Á sama tíma hefur vígbúnaður stórveld- anna margfaldast og ógnar nú öllu lífi á jörðinni. Spurningin er ekki eingöngu um þátttöku okkar í hernaðarbandalagi eða dvöl hers hér á landi, spurningin er um líf eða dauða. íslenskar konur verða því að sameinast í baráttu fyrir afnámi allra hernaðarbandalaga, afvopn- un og friði. Við viljum að íslensk stjórnvöld taki afstöðu gegn vígbúnaði bæði heima fyrir og á alþjóða vettvangi, því ógnarjafnvægi leiðir ekki til ör- yggis. Við viljum að stjórnvöld beiti áhrifum sínum hjá alþjóða- samtökum til eflingar friði og al- Þjóðlegri réttarvernd. Við viljum tryggja að kjarnorku- vopn verði aldrei leyfð á íslandi. Við viljum að íslensk efnahagslög- saga verði friðuð fyrir kjarnorku- vopnum og umferð kjarnorkuknú- inna farartækja. Við mótmælum harðlega losun kjarnorkuúrgangs og eiturefna í hafið vegna þeirrar hættu sem öllu lífríki og þar með fiskistofnum er búin með slíku at- hæfi. _ Við viljum draga úr umsvifum erlends hers meðan hann er hér á ÍáNffi’ því aukin hernaðarumsvif hvar sem er í heiminum auka á víg- búnaðarkapphlaupið. Við viljum strangt eftirlit með starfsemi hers- ins. Við viljum að stjórnvöld skýri undanbragðalaust frá framkvæmd- um og herbúnaði Bandaríkjahers hér, Við viljum minnka áhrif hers- ins í íslensku efnahagslífi svo tryggt vérði að afstaða til hans mótist ekki af efnahagshagsmunum. Við viljum að íslenskt atvinnulíf sé óháð veru hersins. Við styðjum hugmyndir um að ákveðin svæði verði lýst kjarnorku- vopnalaus og njóti alþjóðlegrar viðurkenningar, því við teljum það viðleitni til afvopnunar á jörðinni allri. Á þeim grundvelli viljum við að íslensk stjórnvöld stuðli að því að Norðurlöndin í heild verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði. Við styðjum friðar- og mannrétt- indabaráttu hvar sem er í heimin- um. Rödd íslands á að hljóma í þágu friðarins. Pað eitt er í sam- ræmi við sögu þjóðarinnar og þannig teljum við að framtíð barna okkar sé best tryggð. Við viljum vinna með öllum þeim konum og körlum sem telja vitfirrt vígbúnaðarkapphlaup og ábyrgðarlausa umgengni við lífríki og náttúruauðlindir jarðar vera mestu ógnir sem steðja að mann- kyninu í dag. Hvort tveggja er af mannavöldum og hvort tveggja má stöðva. Að_þessu viljum við vinna.

x

Kvennalistinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.