Kvennalistinn - 01.04.1983, Blaðsíða 19
Aprfl 1983
SÍÐA 19
HVERS VEGNA
K VENN ALISTI ?
I fyrra fylgdist ég af áhuga með kvennaframboðs-
málum í Reykjavík og á Akureyri og var ég ekki laus við
öfund. Það þurfti því ekki mikið til að vekja áhuga
minn, þegar boðað var tilfundar á Húsavíkfyrir nokkr-
um vikum. Þar voru nokkrar konur frá Kvennafram-
boðinu á Akureyri. Þœr fluttu stutt framsöguerindi og
að þeim loknum voru hópumrœður, sem urðu mjög
fjörugar.
Þá gerðu hóparnir grein fyrir
niðurstöðum sínum og fundinum
lauk eftir nokkrar umræður á því
að samþykkt var tillaga um það að
fundarmenn lýstu yfir áhuga sínum
á kvennalista í kjördæminu. Jafn-
framt skrifuðu allir sem áhuga
höfðu á að leggja málinu frekara
lið, nöfn sín á lista og skipuð var
nefnd til að stuðla að frekara sam-
starfi.
Síðan þessi fundur var haldinn á
Húsavík hafa málin gengið hratt
fyrir sig og allt í einu hafði ég sagt já
við því að taka fjórða sæti á Kvenn-
alista til alþingiskosninga 23. apríl
næstkomandi. Margir hafa látið
álit sitt í ljósi við mig á þessum
málum síðan þetta var gert opin-
bert og mér til óblandinnar gleði er
auðfundið að margir eru okkur
sammála og vil ég þakka þeim
fjölmörgu, sem hafa sýnt velvild og
hvatt okkur til dáða.
Ýmsar raddir heyrast gegn
kvennalista og oftast eru það kon-
ur, sem láta til sín heyra a.m.k. í
blöðum. Ein lét sig hafa það að
spyrja, hvort við kvennalistakonur
gerðum okkur grein fyrir því, hvað
gerðist ef gift kona færi á þing? Eig-
inmaðurinn yrði þá jafnvel að yfir-
gefa ævistarf sitt og flytja með
henni til Reykjavíkur og e.t.v. ger-
ast húsmóðir. Hvað væri svona
voðalegt við það? Er ekki alla daga
verið að segja okkur að húsmóður-
starfið sé göfugt starf? Er það
kannske bara göfugt ef það er unn-
ið af kvenmannshöndum. Auk
þess er ekkert gefið, að karlmaður
sem á konu á þingi elti hana til
Reykjavíkur - víða um land sitja
konur á búum sínum eða í bæjum
og eiga eiginmennina á þingi. Hver
er munurinn?
Það virðist augljóst, að við kon-
ur höfum aðra sýn á málin en karl-
ar. Hvað er eðlilegra en að viðhorf
kvenna séu jafnrétthá viðhorfum
karla í sambandi við þjóðmálin?
Hvað er það sem karlmenn hafa til
brunns að bera sem gerir þá hæf-
ari?? Spyr sá sem ekki veit. Ég er
sannfærð um að Alþingi verður
manneskjulegra þegar konum
fjölgar þar. Ég man mjög vel eftir
því er rætt var við þingkonur að
þær sögðust finna fyrir því að þær
væru utan hópsins, jafnvel þó þær
hafi unnið sig upp innan flokkanna
á sömu forsendum og karlarnir.
Þrátt fyrir þessa reynslu sína geta
þessar konur sent okkur tóninn.
Við erum sannfærðar um það að
það er fleira sem sameinar okkur
konur en sundrar og bjóðum þess-
um konum, sem finnst þær af-
skiptar á Alþingi í okkar hóp.
Við erum öll manneskjur, konur
karlar og börn og nauðsynlegt fyrir
okkur að varðveita hinn mennska
þátt.. Stundum finnst manni að
stjórnmálamennirnir hafi glatað
mennsku sinni og gengið í hamar-
inn. Að þessu þurfum við konur að
gæta og missa aldrei sjónar á mann-
eskjunni. Því hvað gagnar það
manninn að eignast allan heiminn,
ef hann glatar sálu sinni?
Hilda Torfadóttir.
íGNBOGK
Konurnar eru
komnar
ábíó
Karlmennirnir
hljóta að fylgja í
kjölfarið.
QSími 19000
Bændur
Sparið tíma - sparið peninga
Hafið búvélarnar klárar þegar þið
þurfið á þeim að halda.
Rafeymasala
Rafgeymaþjónusta
Sönnak rafgeymar
ísetning á staðnum
önnumst allar
almennarbíla-
og
búvélaviðgerðir.
Látið okkur yfir-
fara tækin og
bílinn
Véladeild KEA, Búválaverkstæðið,
Óseyri 2, sími 23084.
Úrval afrúmum
Hjá okkur er úrval af rúmum og svefnbekkjum til
fermingargjafa. Rúrnid á myndinni er til í þremur
stœrðum og í þremur litum, beyki, hvítmálad og
bœ8adri eik. írúminu er útvarp með vekjaraklukku,
lesljós og rúmfatageymsla.
Verö á rúmunum er frá kr. 8.500,-
i
*>•
s
•' d'r<-
peidpiö
■?Srrjfn,)rjrx^) ío
kí)fxjrx)j)i
ccccccccccccccccc*
Smiijuvegi 10
Kópavogi.
Sími 77440.