Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1938, Qupperneq 3
C'tgefandi: F. í. H. Form. F. f. H.: Frú Sigríður Eiríksdóttir.
Hitstj.: lilisabet Guðjohnsen, Jakobína Magnúsd. Adr.: Ásvallagötu 79, Reykjavík.
Auglýsingastjórn: Guðmundina Guttormsdóttir, Sími 1960.
María Maack. Gjaldk.: Frk. Bjarney Samúelsdóttir,
Afgreiðsluk.: Elin Ágústsdóttir. Adr.: Pósthússtrœti 17, Reykjavik.
Hjúkrunarkona sem
heimilisráðunautur.
Eftir Símon Jóh. Ágústsson dr. phil.
Hjúkrunarstarf kvenna er ævagamalt,
og oft er þess getið í fornsögum vorum,
að einhver kona liafi verið læknir góð-
ur. Á seinustu árum hafa menn vaknað
til skilnings á því, að lijúkrun er nauð-
svnlegur liður í mentun liúsmóðurinnar,
enda hefir námskeiðum í hjúkrun og í
meðferð ungharna verið komið á fót við
marga kvenna- og húsmæðraskóla í öðr-
um löndum, og sumstaðar er meiri og
minni lijúkrunarmentunar krafist af svo
að segja öllu skólagengnu kvenfólki, t.
d. í Þýskalandi. Sumir kunna að hugsa,
að þetta sé einn liður í vígbúnaði stór-
þjóðanna, og getur verið, að svo sé. En
hinu má þó ekki glevma, að sumar þær
dvgðir eða kunnátta og dugnaður, sem
afla einliverri þjóð sigursælda í ófriði,
stuðla jafnframt mest að uppgangi henn-
ar og velmegun á friðartimum. Og þann-
ig er því ábyggilega farið með almenna
mentun kvenna í hjúkrun.
Hjúkrunarstarf kvenna nær langt út
fyrir sjúkrahús og sjúkrastofur. Starf
þeirra er ekki hvað minst i því fólgið,
að útbreiða lireinlæti og holla lifnaðar-
háttu á meðal almennings. Þessi félags-
lega hlið á hjúkrunarstarfinu er mjög
mikilvæg, og er nauðsynlegt, að henni
sé sýnd mikil rækt.
Hér skal aðeins minst á eitt dæmi a"
mörgum um þau verkefni, sem híða is-
lenskra hjúkrunarkvenna, eða um starf,
sem hjúkrunarkona, sökum sérmentun-
ar sinnar, er best fallin til þess að inna
af hendi.
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hef-
ir lengi barist fvrir því, að og sýnt fram
á nauðsyn þess, að hafa „heimilisráðu-
naut“ i þjónustu sinni, þ.e.a.s. konu, helst
hjúkrunarkonu, sem hefði eftirlit með
og veitti ýmiskonar aðstoð þeim heimil-
um, sem nefndin hefir afskiti af. Heim-
ili þessi eru fyrir löngu orðin svo mörg,
að nefndarmönnum er ómögulegt að
sinna þessu éftirliti nægilega, hvað þá
heldur að veita þeim nokkra aðstoð, sem
að gagni kemur. Hinsvegar er ekki að-
staða til að leysa öll þessi heimili upp,
enda ekki altaf ástæða til þess, a.m.k.
ekki þegar aðalástæða til vandræðanna
er fátækt og heilsuleysi.