Hjúkrunarkvennablaðið - 01.08.1940, Side 5
H J Ú KR UNARK VEN N ABLAÐIF)
3
kvæind í sumum lönduni, verður varla
lil ])ess að breytingar á þjóðunum sé að
vænta fyrst um sinn. Hins vegar má
undir eins byrja að bæta likamlega uni-
liverfið, þegar almenningur befir verið
vakinn til meðvitundar uin nauðsvn
þess til banda öllum stéltum þjóðfélags-
ins jafnt. Vilji menningarþjóðirnar þykj-
ast liinum fremri, mundi það einkum
verða á valdinu yfir likamiega umhverf-
inu. Hvað sem kann að liafa verið um
liðnar aldir, þá virðist nii á dögum mega
segja með jafnmiklum sanni, að menn-
irnir skajii liið líkamlega umhverfi sitt,
eins og að það skapi þá. Auk þess að
fækka dánartölu mæðra vegna barns-
fara og sjúkdómum á þeim tíma, þá á
mæðraverndin lika að hjálpa lil þess að
fækka andvana fæddum börnum og
börnum, sem deyja rétt eftir fæðinguna.
Skal nú vikið að því í stultu máli,
bvernig mæðraverndin er framkvæmd.
Æskilegast væri að konan kæmi tii
skoðunar undir eins og bún er þess vis
orðin, að hún sé vanfær. Sé hún hraust,
er raunverulega litið liægt að gera bvað
hinni svokölluðu fæðingarhjálp viðvík-
ur, en það er gott að brúka þetta fvrsta
tækifæri til þess að framkvæma almenna
læknisskoðun. Það er ráðlagt að fvlgja
ákveðnum reglum, sem gera oft auðveld-
ara að komast eftir því, bvernig ástand-
ið muni verða. Konurnar eru færðar á
spjaldskrá, sem á er færð stutt sjúkra-
saga bverrar fyrir sig og hvernig fyrri
fæðingar og sængurlegur iiafa verið, ef
um slikt er að ræða. A þann iiátt fást
mikilsvarðandi upplýsingar um það,
hvort um þrönga gjrind geti verið að
ræða, eins um sjúkdóma eins og nýrna-
bólgu og svfilis. Því næst kemur bin al-
menna skoðun og ber þá sérslaklega að
athuga lungun, hjartað og hvort nokk-
ur einkenni sé að finna eftir beinkröm
eða Iivort um nokkurn vanska])nað sé
að ræða; eins ber að athuga hæð, vöxt
og þyngd hverrar konu. Albuga ber og
hvort nokkur bjúgur sé á útlimum eða
i andliti og ákveða blóðmagn. Vanfær-
um konum er sérstaklega bætl við að
verða blóðlitlar, sem kallað er, og fer
þess að gæta þegar á þriðja mánuði með-
gönguthnans. Sé nokkur vafi í þeim efn-
um, verður að ákveða blóðmagnið. Blóð-
þrýsting á altaf að mæla frá fyrstu og
síðan við allar seinlni skoðanir, bvort
lieldur konan gengur með fyrsta sinni
eða ekki, og eins þó bún kenni sér einsk-
is meins og virðist í alla slaði hraust.
Oft er svo, að það finst smávegis liækk-
aður blóðþrýstingur nokkrum vikum áð-
ur en eggjahvitu verður vart í þvaginu.
Wasserinanns prófun á alltaf að gera,
ef minsti grunur getur verið um syfilis,
og er það víða föst regla, að gera þá
rannsókn á öllum vanfærum konum. Þótt
ekki finnist nema ein kona positiv af
fleiri þúsundum, hefir ómakið borgað
sig, því ef byrjað er timanlega að með-
böndla svfilis, þá fær barnið ekki sjúk-
dóminn. Eins ber að meðliöndla allar
konur, sem baffa áður baft syfilis og
fengið bann læknaðan, því ómögulegt er
til fullnustu að vita, hvort hún sé full-
komlega læknuð. Þetta befir reynslan
sýnt seinustu 20 árin, og það, sem ekki
ósjaldan sást á fæðingardeildum áður
fyr, sést nú varla meir, en það voru hin
illa útleiknu syfilisbörn, sem oft voru
andvana fædd, en sem líka oft lifðu og
voru dæmd til þess að verða aumingjar
alla æfi, til mæðu og erfiðleika fyrir for-
eldri og þjóðfélag. Um leið og rannsökuð
eru lungun, á að veita eftirtekt brjóst-
um og brjóstvörtum. Þvagið er auðvitað
athugað við hverja skoðun og gáð að,
bvorl i því sé eggjahvíta, gröftur eða
svkur. Sé eggjalivítu að finna í þvagi,
sem konan kastar sjálf, þá er ráðlegl að
athuga þvag, sem tekið er með kateter
til þess að útiloka bvort um blöndun
frá útferð geti verið að ræða.