Hjúkrunarkvennablaðið - 01.10.1950, Qupperneq 11
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ
9
Jónsdóttir, yfirhj.kona, Kleppi, varafull-
trúi Ásta Guðmundsdóttii’, deildar-
hj.kona, Landakotsspítala, Guðbjörg
Árnadóttir, forstöðukona, Kumbaravogi,
Helga Kaaber, heimilishj.kona, Reykjavík.
Jóna Guðmundsdóttir, forst.kona, Kópa-
vogi, Júlíana Guðmundsdóttir, aðstoðar-
hj.kona, Landspítalanum, Katrín Gísla-
dóttir, skurðstofuhj.kona, Ólafía Jónsdótt-
ir, forstöðukona, Kleppjárnsreykjum, Sig-
urlaug Helgadóttir, yfirhjúkrunarkona,
Kristnesi.
Auk þess tóku 2 aðrar ísl. hjúkrunar-
konur, Ki'istín Þorsteinsdóttir og Ásta
Hannesdóttir, þátt i mótinu, en þær starfa
í Sahlgrenska sjúkrahúsinu i Gautaborg.
Við lögðum af stað með flugvélinni
„Geysi“ þ. 26. júni, því nokkrar í hópnum
höfðu hugsað sér að taka þátt í fund-
um, sem haldnir voru á undan mótinu,
en það voru hjúkrunarkonur, læknar og
prestar, sem stofnuðu til þeirra. Fjölluðu
fundir þessir um samvinnu milli þessara
aðilja og sjúklinga, og voru fyrirlestrarn-
ir er þar voru haldnir, á siðfræðilegum
og trúarlegum grundvelli, bæði fróðlegir
og lærdómsríkir. Ég hafði því miður ekki
tækifæri til þess að sitja þá, en við Rósa
Sigfússon dvöldum þá daga úti á eyju
í sænska skerjagarðinum og tókum þátt í
fundahöldum ritara hinna norrænu fé-
laga og Samvinnunnar, í því skyni að
skipuleggja hjúkrunarkvennaskiptin og
ýmis störf, sem á riturunum hvíla. Á
þessari litlu eyju, sem mestmegnis er
hyggð af sjómannafjölskyldum, var unað-
ur að dvelja í nær 3 sólarhringa. Við
bjuggum hjá fjölskyldu, en borðuðum og
héldum fundina á matsöluhúsi eyjarinnar.
Setning þingsins fór svo fram þ. 2. júlí
í Másshallen, en sunnud. 1. júlí var guðs-
þjónusta í dómkirkjunni, og finnst mér
það ætíð mjög hátíðleg stund, þegar
hjúkrunarkonur margra landa fylla stóra
dómkirkju og búa sig í þögn til þátttöku
í sameiginlegri guðsþjónustu. Þingið var
sett að viðstaddri krónprinsessu Svía, sem
var verndari þingsins. Anna Hjelm, for-
maður félagsdeildarinnar í Gautaborg,
bauð gesti velkomna ásamt Karin Elvers-
sen, formanni S.S.N. Því næst talaði for-
maður Foreningin Norden, Axel Gjöres um
l)ýðingu norrænnar samvinnu og benti á,
hve geysimikil aukning hefði orðið á
skiptum starfsflokka hin siðari ár. Þá tók
til máls Dr. Axel Höjer. Hann er gamall
baráttumaður og brautryðjandi í heilsu-
verndarmálum, fylgist vel með nýjum
stefnum og er ótrauður að bera þær fram.
Hann er oft langt á undan sínum tíma og
mætti því skilningsleysi og mótspyrnu í
fyrstu, eins og títt er um slíka menn. Síðan
fylgdu kveðjur frá formanni Internationl
Council of Nurses, Gerda Höjer, og ritara
sama félagsskapar Daisy Bridges, og að
lokum voru kveðjur bornar fram frá
formönnum hinna norrænu félaga.
Mörg og merkileg mál voru rædd á
fundunum næstu daga, og verður vonandi
hægt að lýsa þeim nánar seinna í blaðinu.
Hér skal aðeins drepið á helztu málin.
Störfum var hagað þannig, að fundarkon-
um var skipt í flokka og gafst þeim á
þann hátt kostur á að kynna sér betur á-
hugamál síns eigin verkahrings. Nokkrir
heildarfundir voru líka haldnir, og held
ég, að 2 fundir hafi vakið einna mesta
athygli. Sá fyrri fjallaði um samvinnu fag-
samtaka og hjúkrunai’kvennafélaga, en
þar hafði finnska hjúkrunarkonan og al-
þingismaðurinn Kyllikki Pojaala fram-
sögu, en síðari fundurinn var um starfs-
greiningu innan hjúkrunar- og heilsu-
verndarmálanna og var efnið sett fram
með þeim hætti, að fundarkonur (en sal-
ui’inn var nær fullskipaður )hlustuðu á
viðræður nokkurra hjúkr.kvenna Norð-
urlandanna um heppilega starfsgreiningu
í sjúkrahjúkrun og heilsuvernd. Viðræð-
urnar önnuðust þessar hjúkrunarkonur:
Gerda Höjer og Astrid Staaf frá Svíþjóð,
María Odgaard frá Danmörku, Rachel Ed-