Fréttablaðið - 05.04.2017, Blaðsíða 6
L-Mesitran
Náttúruleg
sáragræðsla
með hunangi
Vörurnar fást í Lyf og heilsu, Lyfjaveri, Apótekaranum, Hraunbergsapóteki,
Lyfsalanum Glæsibæ,Akureyrarapóteki, Apóteki Mos og Apóteki Ólafsvíkur.
Nánari upplýsingar
fást á www.wh.is.
Skemmtanir
Árshátíðir
Grímuböll
Dimmisjón
ofl. & ofl.
Ykkar skemmtun....
....okkar fókus
- Vanræktu ekki viðhaldið -
Allt til kerrusmíða
www.nordanfiskur.is | 430-1700 | pantanir@nordanfiskur.is
Yfir 300 vörutegundir
fyrir veitingastaði,
mötuneyti og fyrir þig !
Efnahagsmál „Það eru allir mögu-
leikar fyrir hendi til þess að sýna
hverjir endanlegir eigendur eru að
baki þessum kaupum. Hluti af okkar
vinnu er að skoða, rannsaka, kalla á
og fá upplýsingar um það hverjir eru
endanlegir eigendur,“ segir Unnur
Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármála-
eftirlitsins, um kaup erlendra vog-
unarsjóða á samtals 29,2 prósenta
hlut í Arion banka.
Hún telur því öruggt að hægt
verði að komast að því hverjir
endan legir eigendur eru að hlut í
Arion banka, óski vogunarsjóðirnir
eftir að eignast meira en tíu prósent
í bankanum og fara þá með virkan
eignarhlut.
„Það er meira að segja þannig að
sé einhver hindrun í vegi fyrir því,
þá er sérstakt lagaákvæði í lögunum
um fjármálafyrirtæki sem segir að
upplýsist ekki um raunverulegan
eiganda þá skuli líta þannig á að
hann sé ekki hæfur til að vera með
virkan eignarhlut,“ segir Unnur.
Benedikt Jóhannesson fjármála-
ráðherra hefur spurt Fjármála-
eftirlitið um þá aðila sem standa
að kaupunum á Arion. Hann telur
svör Fjármálaeftirlitsins rýr og segir
að það hafi valdið sér vonbrigðum.
„Ég reyndi að spyrja um allt sem ég
taldi skipta máli og það kom fátt
nýtt fram. En mér finnst bragurinn
á bréfinu vera þannig að þau séu
ekki komin lengra í sínu mati og
hugsanlega muni þau meta þetta í
framtíðinni,“ segir Benedikt.
Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi for-
stjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að
það þurfi að skoða hvort sé kominn
virkur eignarhlutur hjá vogunar-
sjóðunum með þessum kaupum og
núverandi aðkomu þeirra að Kaup-
þingi og þeirri fyrirætlun sem virðist
koma fram í kauprétti að eignast
meira í bankanum.
„Ég hef ekki séð nein gögn um
þetta, annað en hefur verið í fjöl-
miðlum, og þetta getur verið svo
margþætt. Það er spurning hvort sé
hægt að tengja þessa aðila saman.
Það er svolítið flóknara, það þarf
að hafa að myndast samstarf að
lögum með þeim. Þó að allir kaupi
á sama tíma þýðir það ekki að þeir
séu tengdir, en auðvitað þarf FME
að meta það.“
Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, er hugsi yfir
svari Fjármálaeftirlitsins við fyrir-
spurn Benedikts. Benedikt spurði
meðal annars hvort þau fyrirtæki
eða sjóðir sem keyptu hlut í bank-
anum hefðu haft með sér formlegt
samstarf við kaupin. Hafi þau gert
það, mætti spyrja hvort ekki væri
ástæða til að skoða þau formlega
sem eiganda virks eignarhluta. „Ég
þarf að sjá greininguna hjá Fjár-
málaeftirlitinu og frekari skýringar
til þess að sjá að þetta séu ekki
virkir eigendur,“ segir Lilja Alfreðs-
dóttir. Efnahags- og viðskiptanefnd
Alþingis hyggst funda um viðskiptin
með hlut Arion banka á fundi sínum
í dag. saeunn@frettabladid.is
FME telur sig geta
upplýst um eigendur
Fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins telur að skoða þurfi hvort kaupendur
að samtals 29 prósenta hlut í Arion eigi virkan eignarhlut í bankanum. Þing-
maður Framsóknar er hugsi yfir svari FME við fyrirspurn fjármálaráðherra.
Upplýsist ekki um
raunverulegan
eiganda þá skuli líta þannig á
að hann sé ekki hæfur til að
vera með virkan eignarhlut.
Unnur
Gunnarsdóttir,
forstjóri
Fjármála
eftirlitsins
10%
hlutur flokkast sem virkur
eignarhlutur í bankanum
83
tonn af matvælum fara á ári
hverju í lífrænan úrgang.
öryggismál Lögð er til grundvallar-
breyting á strandveiðikerfinu í laga-
frumvarpi sex þingmanna Vinstri
grænna. Þar er lögð til breyting sem
felur í sér að auka öryggi sjómanna á
strandveiðibátum með því að binda
veiðarnar við tólf veiðidaga innan
hvers mánaðar og svæðis.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þing-
maður Vinstri grænna, er fyrsti
flutningsmaður málsins, en þar
segir í greinargerð að sá „ágalli
hefur verið á gildandi fyrirkomu-
lagi að veiðarnar hafa verið það
sem kallað er „ólympískar“ sem
birtist í því að sjómenn hafa keppst
um að ná þeim afla sem heimilað er
á sem skemmstum tíma og áður en
aflaheimildin yrði upp urin. Þetta
hefur leitt til þess að stundum hafa
menn róið á minni bátum þótt ekki
viðraði til þess og fylgir því að sjálf-
sögðu aukin slysahætta. Með þeirri
breytingu sem hér er lögð til ætti
að vera dregið mjög úr hvata til
„ólympískrar“ sóknar og þar með
slysahættu.“
Í stað þessa fyrirkomulags verði
heimilt að stunda veiðar í tólf daga
í hverjum mánuði.
Strandveiðar hafa verið stund-
aðar frá því í júní 2009. Frá árinu
2010 hafa að meðaltali 682 bátar
stundað strandveiðar ár hvert. Frá
árinu 2011 hafa strandveiðar skilað
rúmum frá 7.000 tonnum til 8.555
tonna árið 2016. Segir í frumvarp-
inu að frá árinu 2011 hafi þorsk-
afli í strandveiðum því ekki fylgt
aukningu heildarafla. Alls 7.968
tonn á tímabilinu vantar þar upp
á því árið 2011 var heildarþorskafli
169.600 tonn en rúm 250.000 tonn
í fyrra. – shá
Vilja auka öryggi á strandveiðum
Að meðaltali eru strandveiðar stundaðar á 683 bátum árlega. FréttAblAðið/SteFán
UmhvErfismál Matvöruverslanir
landsins hafa í auknum mæli reynt
að fyrirbyggja matarsóun. Þó er enn
langt í land, en matvöruverslanirnar
fleygja hundruðum kílóa á viku.
Þetta kemur fram í grein í Neyt-
endablaðinu.
Samkvæmt svörum frá Krón-
unni nemur lífrænn úrgangur hjá
keðjunni 1,5 tonnum á viku, eða 83
tonnum á ári, en fer ört minnkandi
vegna átaksins „Minnkum mat-
arsóun“ sem Krónan réðst í. Vöru-
skil hjá Krónunni til ferskvörubirgja
munu vera undir einu prósenti af
vörukaupum og af því er meira en
helmingur kjúklingur.
Hjá Samkaupum hefur átak gegn
sóun skilað góðum árangri. Lífrænn
úrgangur er um 70 tonn á ári og fer
hann til moltugerðar. Matvæli sem
eru að renna út á tíma eru seld með
afslætti.
Í verslunum 10-11 eru um 260
kíló af lífrænum úrgangi send til
moltugerðar í hverri viku. En vörur
sem eru að renna út á tíma eru lækk-
aðar í verði en einnig gefnar til góð-
gerðarmála ef því verður við komið.
Hagkaup býður afslátt á vörum
sem eru að falla á tíma og í bígerð er
að gera þessi afsláttarkjör sýnilegri
með áberandi merkingum. Lífrænn
úrgangur sem fer í moltugerð er um
140 tonn á ári. – sg
Verslanir fleygja enn hundruðum kílóa
5 . a p r í l 2 0 1 7 m i Ð v i K U D a g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð
0
5
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:5
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
9
C
-8
D
F
C
1
C
9
C
-8
C
C
0
1
C
9
C
-8
B
8
4
1
C
9
C
-8
A
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
4
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K