Fréttablaðið - 05.04.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.04.2017, Blaðsíða 24
Starri Freyr Jónsson starri@365.is Meðlimir (gisp!) f.v.: Þorri Hrings- son, Halldór Baldursson, Jóhann L. Torfa- son og Bjarni Hinriksson. Opnun sýningar- innar á föstudag er einnig út- gáfuteiti nýjasta heftis þeirra félaga. Listamannahópurinn (gisp!) opnar sýningu í myndasögu-deild Borgarbókasafnsins í Grófinni næsta föstudag en þar mun hann sýna úrval nýjustu myndasagna sinna auk nokkurra gullmola úr fortíðinni. Meðlimir hópsins eru Bjarni Hinriksson, Halldór Baldursson, Jóhann Ludwig Torfason og Þorri Hringsson en opnunin er einnig útgáfuteiti nýjasta heftis þeirra, sem er að sögn Bjarna Hinriks- sonar líklega heilsteyptasta og besta tölublað sem þeir hafa sent frá sér. „Við munum stækka staka ramma og síður úr sögum nýjasta tölublaðsins og komum þeim myndum fyrir innan um mynda- sögur bókasafnsins. Þetta er á engan hátt hefðbundið sýningar- rými og efnið á veggjunum vegur salt á milli áhorfs og lesturs.“ Hann segir þá félaga finna sig betur og betur í þessu ferðalagi um lendur skringilegra og eilítið sjálfhverfra sagnaheima. „Þorri og Halldór vinna áfram með persónur sem þeir kynntu til sögunnar fyrir mörgum árum og stinga reglulega upp kollinum: Teddy Transformer, Bob Mórall, Gaga og Púkó. Jóhann sýnir okkur margar (fram)hliðar á Reykjavík og sjálfur reyni ég að týna mér úti í geimnum.“ Vildu alþjóðlega tengingu (gisp!) varð til árið 1990 en þá var Bjarni nýkominn úr námi við myndasögudeild listaskólans í Angoulême í Frakklandi. Á sama tími vissi hann að Halldór Baldurs- son og fleiri nýútskrifaðir úr Myndlista- og handíðaskólanum Langt ferðalag um lendur skringilegra sagnaheima Næsta föstu- dag opnar lista- mannahópurinn (gisp!) sýningu í myndasögudeild Borgarbóka- safnsins í Grófinni í Reykjavík. höfðu áhuga á myndasögum. „Við fórum að spjalla og fyrr en varði var kominn hópur sem vildi ráðast í útgáfu myndasögublaðs með frumsömdum sögum. Að útgáfu fyrsta blaðsins stóðu, auk okkar Halldórs, Jóhann L. Torfa- son, Þorri Hringsson, Ólafur J. Engilbertsson, Þórarinn B. Leifsson og Bragi Halldórsson. Þrír þeir síðastnefndu heltust smám saman úr lestinni og eftir voru þeir fjórir sem í dag mynda hópinn.“ Bjarni segir að fljótlega eftir útgáfu fyrsta tölublaðsins hafi þeim orðið ljóst að þeir væru líklega of listrænir fyrir myndasöguheim- inn og of mynda- sögulegir fyrir listheiminn. „Við helltum okkur því án nokkurra málamiðl- ana út í myndasöguhafsjó tilraunastarfsemi og per- sónulegrar tjáningar með sterkum skírskotunum í sögu og hefð mynda- sögunnar.“ Hann segir nafn hópsins vera skammstöfun á Guð- dómleg innri spenna og pína. Um leið sé það vísan í þá myndasöguhefð sem við þekktum sem börn. „Í dönsku Andrésblöðunum tekur Andrés iðulega andköf þegar hann stendur frammi fyrir aðstæðum sem koma honum á óvart og valda honum angist og undrun. Á ensku er þessi upphrópun (gasp!), á íslensku er hún oftast (geisp!). Það fannst okkur fremur þung- lamalegt og svæfandi, við vildum alþjóðlega tengingu sem sam- einaði sjálfskapaða pínu lista- mannsins og barnslega gleði hans yfir sakleysi liðinna daga.“ Betri staða en áður Þeir hafa á þessum tíma gefið út tólf tölublöð af myndasögublaðinu (gisp!) í fjölbreyttu broti. „Stund- um hafa þetta verið bækur frekar en tímarit og stundum sýningar- skrár því (gisp!) hefur ekki síður birst almenningi í sýningarrýmum en á pappír. Þar ber hæst Níuna, myndasögumessu sem (gisp!) skipulagði í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur 2005. Við höfum sýnt erlendis og stefnum á fleiri verk- efni af því tagi enda þroskaferli (gisp!) um margt líkt því sem gerst hefur beggja vegna Atlantshafsins síðustu þrjátíu ár.“ Aðspurður um stöðu íslensku myndasögunnar segir hann hana vera betri en áður. „Fjölmargir ungir höfundar hafa stigið fram, breiddin og tæknileg kunnátta er meiri en áður og einnig virðast nýir útgefendur sýna myndasögum aðeins meiri áhuga. Ennþá vantar reglulegri og sýnilegri útgáfu auk sagna sem ná til stærri hóps lesenda en mér virðist grunnurinn vera að styrkjast.“ Sýningin verður opnuð föstu- daginn 7. apríl kl. 16 á 2. hæð Borgarbókasafnsins í Grófinni. Nánari upplýsingar má finna á www.borgarbokasafn.is. Fjölmargir ungir höfundar hafa stigið fram, breiddin og tæknileg kunnátta er meiri en áður. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . a p R í l 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R Gítarinn ehf Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • S: 552-2125 gitarinn@gitarinn.is • www.gitarinn.is Rafmagnsgítar Kassagítar Rafmagnsbassi KassabassiKlassískur gítar HeyrnartólÞráðlaus míkrafónn Míkrafónar í úrvali Ukulele Söngkerfi Rafmagnsfiðla Hljómborð í úrvali Gítarpakki Listaverð: 33.900,- Okkar verð: 25.900,- Gítar, poki, ól, stillitæki, auka strengjasett og kennsluforrit. Kajun tromma Fermingargjafir í úrvali 365.is Sími 1817 333 krá dag* Tryggðu þér áskrift *9.990.- á mánuði. 0 5 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :5 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 C -6 B 6 C 1 C 9 C -6 A 3 0 1 C 9 C -6 8 F 4 1 C 9 C -6 7 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.