Fréttablaðið - 05.04.2017, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.04.2017, Blaðsíða 22
„Maður þarf að hafa auga fyrir skotinu og vita hvernig dróninn getur höndlað skotið. Tveir menn stjórna hverjum dróna, annar flýgur honum meðan hinn stjórnar myndavélinni og þetta teymi þarf að vera mjög samhent svo allt gangi upp.“ Bændur nýta dróna Dronefly hefur til sölu dróna af gerðinni DJI sem Arnar segir að sé stærsta merkið á markaðnum í dag. Hægt er að fá dróna af ýmsum stærðum og gerðum á breiðu verð- bili, allt frá 69 þúsund krónum og upp í milljón. „Vinsældir dróna fara vaxandi og ýmsir sjá sér hag í því að nýta þá, bæði einstaklingar og fyrirtæki. Bændur eru til dæmis mjög hrifnir af drónum enda eru þeir mjög vinnusparandi. Þeir geta leitað að kindum og skoðað girðingar. Drone fly hefur einnig hannað flautu fyrir bændur til að nota við smalamennsku. Þá hafa garðyrkju- menn til dæmis notað þá til að taka fyrir- og eftir-myndir,“ lýsir Arnar. DJI-drónarnir eru afar notenda- vænir. „Þeir tengjast allt að 21 gervitungli og stinga þannig ekki af undan vindi. Þeir halda sér á punkt- inum ef fjarstýringu er sleppt og þar af leiðandi mjög stöðugir. Þeir koma sjálfir heim á heimapunkt og geta einnig elt þig. Þeir bjóða upp á marga fleiri eiginleika sem hjálpa þér að ná þínu fullkomna skoti,“ segir Arnar. Hann bætir við að DJI-drónarnir hafi svokallað gáfað batterí. „Dróninn lætur vita ef hann er að verða batteríslaus og passar að láta vita í tíma svo að hann hafi nægt batterí til að snúa við og fljúga heim. Þá byrjar hann að lækka flugið ef hættulega lítil hleðsla er á batteríinu.“ Viðgerðarþjónusta og námskeið Hjá Dronefly er rekin viðgerðar- þjónusta sem er sú eina á landinu sem sérhæfir sig í viðgerðum á drónum. Hátækniverkfræðingur með sérmenntun í ómönnuðum loftförum frá Bretlandi starfar þar við viðgerðir. „Við gerum við allar tegundir flygilda, og eigum flesta varahluti til á lager fyrir DJI- dróna. Við græjum þá á einum eða tveimur dögum ef varahluturinn er til á lager hjá okkur.“ Dronefly mun einnig bjóða upp á námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. „Þar förum við yfir það helsta sem þarf að vita varðandi reglur, umhirðu og viðhald á drónanum og svo auðvitað hvernig á að fljúga í fyrsta skipti og hvernig skal bregðast við og koma í veg fyrir óhöpp.“ Dronefly, Krókhálsi 6, s. 566-6666 Nánari upplýsingar á www.dronefly.is Dronefly flytur á næstunni inn dróna af gerðinni SHOT-OVER U1 sem verður þar með stærsti dróni landsins. „Þessi dróni er einn sá flottasti í brans- anum í dag en framleiðandi hans er sá fremsti í heiminum í að smíða stöðugleikakerfi fyrir mynda- vélar á þyrlur,“ segir Arnar Þór Þórsson hjá Dronefly en dróninn verður notaður í allra stærstu verkefnin hér heima. „Eftirspurnin eftir slíkum dróna er til staðar enda hefur verið mjög vinsælt að skjóta bæði bíómyndir og auglýsingar á Íslandi.“ Hann segir drónann mikið notaðan úti í Hollywood en hann geti flogið með heildarþyngd upp á 30 kíló. Reyndir flugmenn Stór hluti af starfsemi Dronefly er útleiga á drónum sem stjórnað er af starfsmönnum fyrirtækisins en þeir eru með um fimm ára reynslu í að fljúga drónum. „Við erum með dróna sem henta í hvaða verkefni sem er, allt frá litlum auglýsingum upp í þær stærstu. Við erum einnig að leigja út „Ronin Gimbal“ sem er stöðugleikakerfi fyrir myndavélar en það hentar bæði fyrir DSRL vélar upp í nánast fullvaxnar kvikmyndavélar.“ Flugmenn Dronefly fá sér- staka þjálfun í að stýra stóra SHOTOVER U1 drónanum. „Við erum með færustu og reyndustu dróna- flugmenn landsins sem eru sérþjálfaðir á gimbal-búnað sem stýrir myndavélinni.“ Arnar segir þó nokkra list felast í því að stjórna dróna. Dronefly rekur viðgerðaverkstæði sem sérhæfir sig í viðgerðum á drónum. Stóri dróninn er af gerðinni SHOTOVER U1. Hann kemur til landsins innan skamms og verður notaður í stærstu verk- efni við upptökur á auglýsingum og kvikmyndum. MynD/EyþóR Dronefly leigir einnig út Ronin Gimbal stöðugleikakerfi fyrir myndavélar. Eftirspurnin eftir slíkum dróna er til staðar enda hefur verið mjög vinsælt að skjóta bæði bíómyndir og auglýsingar á Íslandi. Arnar þór þórsson Bændur eru til dæmis mjög hrifnir af drónum enda eru þeir mjög vinnusparandi. Þeir geta leitað að kindum og rekið þær, skoðað girðingar og fylgst með landinu sínu. 365.IS1817MARGFALT SKEMMTILEGRI FÖSTUDAGA KL. 19:45 Framhald af forsíðu ➛ Ein ákvörðun getur öllu breytt www.allraheill.is 2 KynnInGARBLAÐ FóLK 5 . a p r í l 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R 0 5 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :5 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 C -7 F 2 C 1 C 9 C -7 D F 0 1 C 9 C -7 C B 4 1 C 9 C -7 B 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.