Fréttablaðið - 05.04.2017, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 05.04.2017, Blaðsíða 32
Stórt flugskýli undir nýliðana Lars Christensen alþjóðahagfræðingur Skotsilfur Ísland hefði endað eins og Grikkland ef gengið hefði ekki verið sveigjanlegt. Um 1.600 nýir starfsmenn Japan Airlines sjást hér hneigja sig þegar æðstu stjórnendur fyrirtækisins gengu inn í stórt flugskýli á Haneda-flugvelli í Tókýó á mánudag. Stjórnendurnir voru þangað komnir til að hitta nýliðana á fyrsta degi nýs reikningsárs Japana. Fréttablaðið/EPa Blandaður kór ferðamennskunnar syngur sama lagið í ár eins og und- anfarin ár – ferðamanna-það-er- ekki-verið-að-gera-neitt sónötuna. Sófasérfræðingar ræða ferðamálin á kaffistofunum og þrennt hefur borið hæst í umræðunni: ríkið gerir ekki neitt, ferðamenn eru kjánar sem fara sér að voða og þeir eru allt- of margir. Það má þó ekki gleymast að ferðaþjónustan hefur verið skipulögð frá grunni á afar stuttum tíma og milljörðum verið varið til uppbyggingar. Nýleg staða sem bendir til að virðisaukaskattsþrep ferðaþjónustunnar verði hækkað tekur þó alla orkuna núna. Í hringiðu hinnar neikvæðu umræðu hefur frumkvæði og hug- myndaauðgi okkar Íslendinga blómstrað og upp hafa sprottið fyrirtæki sem skipuleggja ævin- týralandið okkar með ferðum, afþreyingu og öllu því sem getur glatt ferðalanga sem rata hingað á hjara veraldar. Áhrifanna gætir víða. Brothættar byggðir blómstra, leikskólar haldast opnir og vinna er næg fyrir þá sem vilja vinna. Í frétta- flutningi undanfarinna ára er þó ekki að finna margar fréttir um hin jákvæðu áhrif; hestabúgarða, nýja spennandi gististaði, hvalaskoðun með rafbátum, lífrænan mat, fé á fjalli, lax og silung úr vötnum. Um 70% Íslendinga telja ferða- menn of marga en til upprifjunar þá er Ísland um 103.000 km² að stærð, önnur stærsta eyja í Evrópu á eftir Bretlandi. Við erum bara í kringum 350 þúsund – að það sé ekki nóg pláss fyrir okkur öll er svolítið fjar- stæðukennt. Peningar ferðamanna hafa góð áhrif á þjóðarbúið en ef viðhorf og verðlag heldur áfram sem horfir munu ferðamennirnir halda á önnur mið á meðan við rífumst um það hvort þeir eru of fáir eða of margir. Dæmi um græðgi er djúpur sem nú heita lundaegg og kosta 930 krónur á meðan venjulegur djúpur kostar um 300 krónur annars staðar. Í landi tækifæranna þurfum við að halda áfram að koma innra skipulagi í gott horf með sjálf- bærni að leiðarljósi þannig að upplifun gesta verði jákvæð og þeir komi aftur. Gæði og verð- lag þurfa að haldast í hendur því margföldunar áhrif jákvæðra gesta á ímynd Íslands skila sér margfalt til baka. Með hækk- andi sól mæta ferðamennirnir okkur; horfum á jákvæðu áhrifin sem þeir hafa haft á þjóðarbúið – nýtum tækifærin en nýtum þau til góðs en ekki til græðgi. Sófasérfræðingar og gráðugir úlfar Eva Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Podium og FANTOMA, og FKA-félagskona Í viðtali við Financial Times um helgina gaf Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í skyn að það gæti verið góð hugmynd að festa krónuna við evru. Það er ekkert leyndarmál að ég er ekki aðdáandi fastgengis og ég tel sannarlega að það væri misráðið að festa gengi íslensku krónunnar við evruna. Árið 2015 talaði ég á ráðstefnu í Reykjavík um stjórnun peninga- mála á Íslandi eftir afnám gjald- eyris hafta. Í ræðu minni lagði ég fram nokkra kosti fyrir Ísland og ég hef einnig, í nokkrum greinum í þessu blaði, rætt um hugsanlega valkosti aðra en núverandi stjórnun. Eðlislægur óstöðugleiki Hver eru svo réttu viðmiðin til að velja fyrirkomulag peningamál- anna? Í fyrsta lagi tel ég að stjórnun peningamála ætti að vera „hlut- laus“ að því leyti að hún ætti ekki að skekkja nýtingu gæða í hagkerfinu. Í öðru lagi ætti stjórnun peningamála að vera þannig að fjárfestar, neyt- endur og stjórnvöld skilji hana, auk þess að vera fyrirsjáanleg og gegnsæ. Í þriðja lagi ætti hún að byggjast á reglum frekar en að hún sé valkvæð þannig að hún sé laus við afskipti hagsmunahópa og stjórnmála- manna. Fastgengisstefna getur uppfyllt annað og þriðja viðmiðið – alveg eins og núverandi fyrirkomulag gæti gert. Það er hins vegar mjög ólíklegt að fastgengi – sérstaklega ef krónan er fest við evruna – myndi skapa meiri almennan stöðugleika en núverandi fyrirkomulag. Aðalástæðan fyrir óstöðugleik- anum í íslensku efnahagslífi er sam- spil þriggja þátta. Í fyrsta lagi verður íslenska hagkerfið eðli málsins sam- kvæmt fyrir mörgum hnykkjum – breytingum á fiskverði, orku- og álverði, og breytingum á fjölda ferðamanna. Í öðru lagi veldur hús- næðislánakerfið sjálft óstöðugleika þar sem afborganir eru tengdar verðbólgu. Í þriðja lagi er það sjálf stjórnun peningamálanna. Það er lítið hægt að gera við „nátt- úrulegu hnykkjunum“. Fiskverð er óstöðugt, þannig er það bara. Og það sama á við um orku- og álverð. En við gætum gert eitthvað út af húsnæðislánakerfinu og hér hef ég lengi haldið því fram að það ætti að breyta því þannig að afborganir lána væru tengdar hækkun nafn- launa í stað verðbólgu. Ekki festa við evru Varðandi stjórn peningamála þá held ég að margir Íslendingar rugli oft saman áhrifum „náttúrulegra hnykkja“ og hnykkja vegna gengis- breytinga. Það góða við fljótandi gengi er að gengið dempar hnykk- ina í hagkerfinu og dregur þannig úr áhrifum þeirra á hagkerfið. Ef Ísland hefði verið með fast- gengi 2008 hefði uppsveiflan verið stærri en kreppan hefði orðið mun dýpri. Ísland hefði endað eins og Grikkland ef gengið hefði ekki verið sveigjanlegt. Og að lokum: Gagnstætt því sem Benedikt Jóhannesson heldur fram þá er það þannig að ef festa ætti gengi krónunnar ætti ekki að festa hana við evru heldur við gjaldmiðil – eða myntkörfu – sem verður gjarn- an fyrir sömu útflutningshnykkjum og Ísland. Bestu kostirnir hérna væru aðrir „auðlindagjaldmiðlar“ eins og kanadíski dollarinn, norska krónan eða nýsjálenski dollarinn. Það væri hræðileg hugmynd að festa krónuna við evru Huld Magnúsdóttir var í síðustu viku valin hæfust úr hópi 57 umsækj- enda um starf framkvæmda- stjóra Nýsköpunar- sjóðs atvinnulífsins (NSA). Hún tekur við af Helgu Valfells sem sagði upp í desember í fyrra ásamt tveimur öðrum starfsmönnum NSA og stofnuðu þær þrjár sjóðinn Crowberry Capital. Samkvæmt heimildum Markaðarins er útlit fyrir enn frekari breytingar á starfsmanna- hópi NSA sem taldi ekki nema sex manns áður en starfsmennirnir þrír sögðu upp. Ástæðuna megi rekja til óánægju með þá óvissu sem hafi fylgt mannabreytingunum öllum. Óvissa hjá NSA Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis og varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Margrét Guð- mundsdóttir, stjórnarformaður N1, voru kjörin ný inn í fimm manna stjórn ríkisfyrirtækisins Isavia á aðalfundi þess 23. mars. Helga Sigrún Harðardóttir, fram- kvæmdastjóri þingflokks Bjartrar framtíðar, þáði þá einnig bitling fyrir sín störf fyrir flokkinn þegar hún tók sæti Theódóru Þorsteinsdóttur, þing- manns Bjartrar framtíðar. Þá voru þær Heiða Kristín Helgadóttir, einn af stofnendum Bjartrar framtíðar, sem lýsti yfir stuðningi við Viðreisn fyrir kosningarnar í haust, kjörin í varastjórn ásamt Margréti Kristínu Helgadóttur, frambjóðanda Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi. Ing- veldur Sæmundsdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona Sigurðar Inga í Fram- sókn, var einnig kjörin í varastjórn. Bitlingum útbýtt Athygli hefur vakið hversu lítið hefur sést til Unnar Gunnarsdóttur, forstjóra Fjár- málaeftirlitsins (FME), síðan fregnir bárust af kaupum þriggja vogunarsjóða og Goldman Sachs í Arion banka. Er þar um að ræða eitt umdeildasta málið sem komið hefur inn á borð FME frá hruni. Fulltrúar stofnunar- innar mættu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í síðasta mánuði til að ræða söluna. Unnur var þá fjarri góðu gamni og sendi Jón Þór Sturluson, aðstoðarfor- stjóra FME, í sinn stað á fundinn. Unnur Gunnars segir pass Hin hliðin 5 . a p r í l 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r10 markaðurinn 0 5 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :5 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 9 C -9 2 E C 1 C 9 C -9 1 B 0 1 C 9 C -9 0 7 4 1 C 9 C -8 F 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.