Fréttablaðið - 05.04.2017, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 05.04.2017, Blaðsíða 34
Markaðurinn @stjornarmadur Stjórnar- maðurinn Miðvikudagur 5. apríl 2017fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskiptiwww.visir.is Ég er einfaldlega að koma inn í öflugan eigendahóp, þetta er ákveðin endurnýjun. Eyþór Arnalds, fjárfestir og nýr hluthafi í útgáfufélagi Morgunblaðsins. 4.4.2017 Krónan gamla er nú með allra sterkasta móti og raunar kannski ekki teikn um annað en hún haldi áfram að styrkjast til skamms tíma. Á Íslandi ríkir meiri hagvöxtur en í flestum ef ekki öllum samanburðarlöndum, skuldsetning ríkissjóðs er lítil og fer minnkandi og ferðamenn halda áfram að streyma til landsins. Seðlabankinn hefur staðið í miklum og fordæmalausum gjaldeyriskaupum til að stemma stigu við styrkingu krónunnar. Ríkisstjórnin hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja: fjármagnshöft hafa verið afnumin og auknar álögur boðaðar á ferðamannaiðnaðinn. Fjármálaráðherra hefur meira að segja látið hafa eftir sér að lífeyrissjóð­ unum verði gert að fjárfesta erlendis í auknum mæli með hreinu valdboði. Allt hefur hins vegar komið fyrir ekki. Á meðan heyrist gamalkunnugt harmakvein frá útgerðinni. HB Grandi hótar að hætta framleiðslu á Akranesi og bæjarstjórinn telur að lausnin sé að Reykvíkingar og aðrir eigendur Faxa­ flóahafna niðurgreiði starfsemina. Framkvæmdastjóri hagsmunasam­ taka útgerðarinnar telur að svo geti farið að útgerðirnar neyðist til að flytja vinnsluna úr landi – þótt svo virðist raunar sem lög girði fyrir slíkar hrók­ eringar. Útgerðin hefur þó sem fyrr ekki yfirsýn til að benda á hið raunverulega vandamál – gjaldmiðilinn. Krónan hefur svo lengi sem elstu menn muna sveiflast ótæpilega og gert það allt að því ómögulegt að gera áætlanir til lengri tíma. Útgerðin hefur alltaf tekið ávinninginn sem fylgir veikri krónu og stungið honum í vasann, þegar krónan styrkist hefur svo verið treyst á að vinveitt stjórnvöld felli gengið. Fjármálaráðherra má hins vegar eiga það, ólíkt frænda sínum í for­ sætisráðuneytinu, að hann lokar ekki augunum fyrir þeim ókostum sem fylgja krónunni. Hann hefur á síðustu dögum mælt fyrir því að Íslendingar taki upp annan gjaldmiðil, t.d. evru eða sterlingspund. Hugmyndir flokks hans, Viðreisnar, um myntráð eru sömuleiðis góðra gjalda verðar. Sterk króna hefur það einfaldlega í för með sér að erfitt verður fyrir íslenska framleiðslu að standast alþjóðlega samkeppni. Til þess verður hún of dýr. Varanlega sterk króna gæti þýtt að eðlilegt skref væri að flytja framleiðslu úr landi. Réttast væri fyrir sjávarútveginn að taka fjármálaráðherra til fyrirmyndar og horfa til varanlegra lausna á gjald­ miðilsklípu okkar Íslendinga, frekar en að hengja sig á gamaldags skamm­ tímalausnir sem að endingu kosta almenning í landinu bæði lífskjör og beinhart skattfé. kunnugleg meðul Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Fjárfestingum í ármálagerningum fylgir ávallt árhagsleg áhæ a, svo sem hæ a á að ekki verðu um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Þá er vakin athygli á að ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts gjaldmiðla. Í útboðslýsingu og lykilupplýsingum hvers sjóðs er að finna nánari upplýsingar um sjóðinn, m.a. um áhæ u og hvort umræddur sjóður telst verðbréfasjóður eða árfestingarsjóður. Arion banki er helsti söluaðili sjóða Stefnis hf. sem er sjálfstæ starfandi ármálafyrirtæki skv. lögum nr.161/2002 um ármálafyrirtæki. Stefnir hf. rekur verðbréfasjóði, árfestingarsjóði og fagárfestasjóði skv. lögum nr.128/2011. Stefnir hf. er dó urfélag Arion banka. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 7 -0 6 2 0 Stefnir hefur stýrt erlendum verðbréfa- sjóðum samfellt í um tvo áratugi. Kynntu þér úrval sjóða Stefnis á www.arionbanki.is/erlendirsjodir Reynsla á erlendum mörkuðum S i g u r ð u r Ó l i Hákonarson, sem hefur starfað í fyrirtækjaráðgjöf Í s l a n d s b a n k a undanfarin ár, hefur sagt upp störfum hjá bankan- um og ráðið sig til sjóða- stýringar- fyrirtækisins Stefnis, dótturfélags Arion banka, samkvæmt upplýs- ingum Markaðarins. Sigurður Óli hefur starfað á fjár- málamarkaði um langt árabil og var meðal annars framkvæmdastjóri Landsvaka, dótturfélags Lands- banka Íslands, á árunum 2004 til 2004. Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Fjárfestingasjóðs Búnaðarbankans. – hae Sigurður Óli til Stefnis 0 5 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :5 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 9 C -7 F 2 C 1 C 9 C -7 D F 0 1 C 9 C -7 C B 4 1 C 9 C -7 B 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.