Fréttablaðið - 05.04.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.04.2017, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Bjarni Benedikts- son verður að óska eftir fundi með Theresu May, forsætisráð- herra Bret- lands, hið fyrsta til að tryggja hagsmuni Íslendinga við útgöngu Breta úr ESB. Við þurfum að hafa minni áhyggjur af siðferðisþreki smáfiskanna og passa okkur frekar á hákörl- unum. Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafði verið forsætisráðherra í tvo mánuði hafði hann átt einkafundi með framkvæmdastjórum Sam- einuðu þjóðanna og NATO, æðstu ráðamönnum ESB, forsætisráðherrum Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands, formanni landsstjórnarinnar á Grænlandi og lögmanni Færeyja. Hann hafði fundað með for- seta Finnlands og forsætisráðherra Rússlands. Bjarni Benediktsson hefur nú verið mánuði lengur forsætis- ráðherra en hefur ekki enn átt fund með neinum þjóðarleiðtoga. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með forsætisráðuneytið í hátt í tvo áratugi yfir síðustu alda- mót, gættu forsætisráðherrar hans þess að þeir hefðu tökin á efnahagsmálunum og þjóðaröryggismálunum. Nú stýrir Benedikt Jóhannesson efnahagsmálunum og Guðlaugur Þór Þórðarson fer með varnar- og öryggis- mál. Það eru frávik frá íslenskri hefð að forsætisráðherra leiki svo smátt hlutverk í alþjóðasamskiptum þjóðar- innar. Hann gerði vissulega góða ferð til New York og Washington til að vekja athygli á alþjóðlegri jafnréttis- baráttu en á hvorugum staðnum hitti hann æðstu ráða- menn. Fram undan eru risastórar áskoranir þar sem for- sætisráðherra verður að gera sig gildandi. Samskipti við stærstu útflutningsmarkaði eru að taka miklum breytingum. Það verður að tryggja aðgengi sjávarafurða að breskum markaði, markaðsstöðu íslenskra fyrirtækja í Bretlandi verður að festa, réttindi íslenskra náms- manna í Bretlandi eru í hættu. Bjarni Benediktsson verður að óska eftir fundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hið fyrsta til að tryggja hagsmuni Íslendinga við útgöngu Breta úr ESB. Í slíkri ferð á hann að hafa með sér sérstaka sendi- nefnd úr viðskiptalífinu, háskólasamfélaginu og vísinda- geiranum og hitta í leiðinni alla helstu ráðamenn og hagsmunaaðila. Þá skipuleggi hann fundi með Donald Tusk og Jean-Claude Juncker hjá Evrópusambandinu til að passa upp á að rödd Íslendinga heyrist þegar EES- samstarfið breytist við útgöngu Breta. Það er ekki eftir neinu að bíða, en Bjarni þarf að fara af stað. Hvað gerir Bjarni? Kristján Guy Burgess alþjóðastjórn- málafræðingur Nánari upplýsingar og skráning á si.is Aðgangur er ókeypis. Hvaða aðferðum er hægt að beita til að auka þekkingu og færni starfsfólks innan matvælagreina? Opin ráðstefna á vegum Matvælalandsins Íslands. M AT VÆLALANDIÐ ÍSLAND FJÁRSJÓÐUR FRAMTÍÐAR ÞEKKING OG FÆRNI Í MATVÆLAGREINUM HÓTEL SÖGU, 2. HÆÐ FIMMTUDAGINN 6. APRÍL KL. 11.30-16.00 D jöfullinn danskur höfum við haft á orði allt frá dögum einokunar danskra kaupmanna og höfum enn um sitthvað sem okkur þykir of slæmt til þess að það geti verið á okkar ábyrgð. Þannig er það t.d. með þá aðför sem gerð var að örorkulífeyrisþegum af hálfu hins opinbera í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í febrúar 2013. Þegar betur var að gáð, árum og lagasetningu síðar, reyndist skýrslan meira en lítið vafasöm, byggð á umdeildri danskri skýrslu og niðurstöður yfirfærðar á íslenskt samfélag án nánari athugana. Auk þess voru niðurstöður Ríkisendur- skoðunar byggðar á þýðingarvillu. Auðvitað bar því ekki sála ábyrgð í þessu máli heldur mátti rekja allt saman til þýðingarvillunnar. Því fylgir kannski léttir fyrir embættismenn sem þrýstu á lagabreytingar sem fólu í sér hertar eftirlitsheimildir til handa Tryggingastofnun. Jafnvel léttir fyrir þing- mennina sem samþykktu lögin og höfðu jafnvel uppi gífuryrði um örorkulífeyrisþega sem ýttu undir for- dóma í samfélaginu. En það er engin bót í því fyrir þá sem urðu fyrir óréttlæti af völdum þessara vinnubragða að djöfullinn hafi eiginlega alltaf verið danskur eða að minnsta kosti þýðingarvilla í skýrslu Ríkisendurskoð- unar og því alls engum um að kenna. Það er vandséð að einhver annar þjóðfélagshópur hefði mátt þola viðlíka vinnubrögð, afleiðingar þeirra og svo yfirklór en einmitt örorkulífeyrisþegar. Lögin leiddu í fyrsta lagi til þess að Tryggingastofnun beitti auknum heimildum til aðgerða á hendur viðskipta- vinum sínum er varða persónuréttindi þeirra og hags- muni. Og í öðru lagi, en þetta er ekki síður alvarlegt, þá áttu þessi vinnubrögð Ríkisendurskoðunar stóran þátt í því að réttlæta frestun á löngu tímabærum kjarabótum þessa hóps. Ríkisendurskoðun hefur reyndar ekki, að minnsta kosti þegar þetta er skrifað, getað fundið það hjá sér að biðja örorkulífeyrisþega afsökunar á þessu enda er djöfullinn danskur eins og allir Íslendingar vita. Reyndar er erfitt að verjast þeirri hugsun að þetta mál kristalli viðhorf stofnana á borð við Ríkisendurskoðun og Tryggingastofnun auk hins háa Alþingis til örorkulíf- eyrisþega. Viðhorfið virðist gegnsýrt af efasemdum og á stundum er eins og stjórnendur greiði örorkulífeyri úr eigin vasa en ekki sameiginlegum sjóðum þjóðarinnar sem hluta af sáttmála sem á meðal hennar ríkir. Þetta þekkja flestir örorkulífeyrisþegar og kannski er frekar ástæða til þess að leggjast í skýrslugerð um stofnan- irnar, innviði þeirra og starfshætti fremur en viðskipta- vinina. Stjórnendur stofnana og stjórnmálamenn sem oft hafa á orði mikilvægi þess að við lærum af hinum og þessum mistökum þeirra ættu kannski að tileinka sér þann lærdóm reynslunnar. Við þurfum að hafa minni áhyggjur af siðferðisþreki smáfiskanna og passa okkur frekar á hákörlunum. Djöfullinn danskur Ef einhvern tíma var tilefni Í bréfi Steingríms Ara Arasonar til Davíðs Oddssonar frá árinu 2002, þar sem hann segir sig úr nefnd um einkavæðingu bankanna, segir að ástæða úrsagnarinnar séu vinnu- brögð sem leiddu til þess að áhuga- samir kaupendur voru sniðgengnir þrátt fyrir hagstæðari tilboð í Landsbankann. Í bréfinu kallar Steingrímur eftir rannsókn óhlut- drægs aðila á einkavæðingunni. Það er áfellisdómur yfir íslenskum stjórnmálum að engin rannsókn fari af stað þegar nefndarmaður af þessu kaliberi kallar eftir því. Þess í stað er það verkefni stjórn- málanna, fimmtán árum síðar, að samþykkja rannsókn einkavæð- ingarinnar. Ætlar forsætisráðherra að feta í fótspor forvera síns og humma þá kröfu fram af sér? Minnisleysið Það eru margir úr viðskiptalífinu og stjórnmálunum sem muna sitt- hvað merkilegt frá einkavæðingar- ferlinu. Fáir hafa hins vegar stigið fram. Í blaðinu í dag er greint frá því að Valgerði Sverrisdóttur hafi verið greint frá rökstuddum grun- semdum um að Société Générale hafi aldrei raunverulega ætlað að koma að kaupunum á Búnaðar- bankanum. Í síðustu viku sagðist hún aftur á móti bæði hissa og sàr yfir þeim blekkingum sem beitt var við kaupin. Kannski er hún búin að gleyma fundinum fyrir fjórtán árum – eða kannski kemur minnisleysið fram á óvenju heppi- legum tímapunkti. snaeros@frettabladid.is 5 . a p r í l 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r12 s K o Ð U n ∙ F r É T T a B l a Ð I Ð SKOÐUN 0 5 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :5 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 C -6 1 8 C 1 C 9 C -6 0 5 0 1 C 9 C -5 F 1 4 1 C 9 C -5 D D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.