Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1957, Qupperneq 6
4
H JÚKRUNARKVÉNN ABLAÐIÐ
Frá l)prklfivarn:id(áld. Röntgenmyndataka.
förum. Þær leiðbeina ungum mæðrum
með að baða og meðhöndla börnin og
reyna að vera þeim stoð og stytta á ýmsa
lund. Þegar börnin eru orðin 2—3 mán-
aða gömul og hjúkrunarkonan hefur
fylgst með framförum þeirra heima, seg-
ir hún mæðrunum að koma með þau inn
á Heilsuverndarstöðina, til læknisskoðun-
ar og bólusetningar. Hefur hver hjúkr-
unarkona sinn ákveðna tíma inni á stöð-
inni og tekur á móti sínum börnum. Er
það mikið öryggi bæði fyrir hjúkrunar-
konuna og móðurina, að sérfræðingur at-
hugi barnið og segi sitt álit um þrif þess
og framfarir, að athugi hvort nokkrir
meðfæddir gallar eru á því, sem unnt er
að laga. Um leið fær barnið sína fyrstu
bólusetningu, við barnaveiki, kíghósta og
ginklofa, í einni sprautu undir húð. Síðan
rekur hver bólusetningin. aðra, gegn
mænusótt, bólu og stundum berklum, ef
berklaveiki er í umhverfi barnsins. Kúa-
bólusetning er lagaskylda, og er hún end-
urtekin á öllum börnum fyrir fermingu.
Barnadeildin hefur stóra ljósastofu, og
hafa öll börn í Reykjavík innan skóla-
aldurs aðgang að henni. Vísa læknar
barnadeildarinnar börn-
um í ljós eftir því sem
þeir sjá ástæðu til.
Barnadeildin hefur úti-
bú inni í Langholtsskóla
fyrir börn úr því hverfi.
Er það til hagræðis fýrir
fólkið að þurfa ekki að
fara með börn sín niður
í bæ til læknisskoðana,
bólusetninga eða ljósbaða.
Mjög nærri ligg'ir að
hvert barn, sem fæðist í
Reykjavík, sé undir eftir-
liti barnadeildarinnar. —
Síðastliðið ár voru aðeins
4 börn sem tilkynnt höfðu
verið og náðist til, sem mæðurnar
óskuðu ekki eftir eftirliti með. Voru tvær
þeirra giftar barnalæknum, sem vildu
líta eftir sínum börnum sjálfir, sem
vonlegt var.
III. Mæöradeild,eða eftirlit með barns-
hafandi konum.
Það mun hafa verið árið 1928 sem
Líkn kom á fót stöð fyrir barnshafandi
konur í húsakynnum Ungbarnaverndar-
innar. Flutti hún í Fæðingardeild Lands-
spítalans og bjó þar við mikil þrengsli í
nokkur ár, en flutti í Heilsuverndarstöð-
ina í des. 1954. Er öllum barnshafandi
konum í Reykjavík heimilt að leita þang-
að. Er gerð mjög nákvæm læknisrann-
sókn á hverri konu, bæði almennu heilsu-
fari og því sem við kemur meðgöngutím-
anum. Flestar konur eru sem betur fer
sæmilega frískar um meðgöngutímann,
en við blóðrannsóknir kemur í ljós að
meira en helmingur þeirra hefur of lágt
hæmoglobin. Orsakar það oft þreytu og
vanlíðan sem er óþörf. Þær hressast oft
furðufljótt við að fá blóðaukandi lyf.
Sama máli gegnir með hægðatregðu, sem