Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1967, Page 4

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1967, Page 4
Spjall um sjúkrakennslu Við Fjórðungss]úkrahúsið á Akureyri starfar nú sjúkra- kennari — ung húsmóðir — sem flutti til bæjarins fyrir 2 árum síðan. Hún heitir Kristín Tómasdóttir, er fædd og uppalin í Reykjavík, dóttir Tómasar heitins Jónssonar, borgarlög- manns og Sigríðar Thoroddsen. Kristín byrjaði með sjúkra- kennslu eða vinnulækningar á s.l. ári og á hér miklum og sí- auknum vinsældum að fagna. Hún hefur sætt sig við þröng húsakynni, lítil sem engin hjálp- argögn og því erfið starfsskil- yrði, í von um, að framtíðin gefi meiri möguleika. Á s.l. ári flutti hún fróðlegt erindi á félags- fundi hjúkrunarkvenna um nám og starf sjúkrakennara. I trausti þess, að fleiri hafi gaman af frá- sögn hennar, bað ég hana að svara nokkrum spurningum fyr- ir blaðið. — Hvað er sjúkrakennsla? Því vil ég helzt svara með skilgreiningu dr. Helga Tómas- sonar: „Við vinnulækningar ber að skilja þá lækningaaðferð, sem beitir andlegri eða líkamlegri starfsemi til þess að létta fyrir sjúklingum um stundarsakir, stuðla að eða flýta fyrir bata á sjúkdómi eða afleiðingum af slysi. Starfsemi þessi er valin handa sjúklingum á vísindaleg- an hátt af lækni eða undir lækn- ishendi“. Sjúkrakennsla hefur verið þekkt og viðurkennd lækn- ingaaðferð í möi’gum löndum um árabil. Þessi lækningaaðferð er notuð á almennum sjúkrahúsum með handlækninga- og lyflækn- ingadeildum, barnasjúkrahús- um, orthopediskum sjúkrahús- um, geðsjúkrahúsum, fávita- hælum, elliheimilum og auk þess fangelsum og fleiri slíkum stofn- unum. — Þú varst í Danmörku, Kristín, var það í Kaupmanna- höfn eða Árósum? Ég stundaði nám í Kaup- mannahöfn á árunum 1960— 1963. Skólinn var stofnsettur árið 1935 og ber nafnið Skolen for beskæftigelsesterapeuter. — Hver voru inntökuskilyrði í skólann? Þegar ég fékk inngöngu í skólann var nóg að hafa gagn- fræðapróf, en sökum umsækj- endafjölda, sem eykst með ári hverju, og meiri hluti þeirra eru stúdentar, ganga þeir fyrir. Um- sækjandi verður að vera orðinn 20 ára og ekki eldri en 32 ára, hafa helzt lokið námskeiði í vél- ritun og hjálp í viðlögum og hafa starfað eitthvað með löm- uðum, vangefnum eða á ein- hvern hátt sjúku fólki. Skólinn þarf að fá upplýsingar um heilsufar, þroska og hæfileika umsækjenda til að umgangast annað fólk. — Viltu segja mér ofurlítið um námið? Árið 1953 var menntun sjúkrakennara löggilt af danska læknafélaginu og í Danmörku eru 2 skólar starfræktir. Skóla- gjald var um 900 íslenzkar krónur á mánuði í 22 mánuði, þar í innifalin greiðsla á bók- um, kennslu og lítið eitt af Margvísleg handavinna er unnin með aðstoð Kristínar Tómasdóttur. 2 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.