Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1967, Qupperneq 6

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1967, Qupperneq 6
fjölmarga fyrirlestra um sjúkdóma og sjúkrakennslu. — Hvað getur þú sagt mér um starfið sjálft, um sjúkrakennsl- una sjálfa? Á flestum sjúkrahúsum í Danmörku f er sj úkrakennsla frarfi, bæði á deildunum og sér- stökum vinnustofum. Álitið er að kennsla á vinnustofunni sé betri, að öðru leyti en því, að þá fer sjúkrakennarinn á mis við þá snertingu við starfslið deildanna, sem er bráðnauðsyn- leg, eigi að skapast góð sam- vinna. í vinnustofunum eru meiri möguleikar á starfsgrein- um og betra og léttara fyrir okkur sjúkrakennara að vinna, þar sem við höfum öll okkar verkfæri. 1 stórum dráttum er hægt að skipta sjúkrakennslu í tvennt, kennslu eða þjálfun fyr- ir þá, sem haldnir eru líkamleg- um sjúkdómum og þá, sem eru haldnir andlegum sjúkdómum. Æfingarnar má svo flokka í: Liðamótaæfingar, æfingar til að byggja upp vöðvastyrkleika og meðhöndlun á skjálfta, á jafn- vægisskyni, vöðvaspennu, svima og fleiru, sem of langt væri upp að telja. Efni og áhöld eru val- in með tilliti til hvað æfa þarf og er það allt frá grófu, þykku og þungu efni í létt og fíngert. Ýmiss konar áhöld og breyt- ingar á fatnaði má kenna sjúkl- ingum að nota. Má þar nefna höld á skeiðar og gaffla, löng sköft á greiður, þvottahanzka með vasa fyrir sápu, nagla í brauðbretti, króka og lykkjur á föt og margt annað er auðveldar starf þeirra. Meðhöndlun á andiega sjúk- um er afar breytileg. Þá er lagt kapp á að ná eftirtekt sjúklings og byggja upp andlegan þrótt, lífsáhuga og sjálfstraust. Reynt er að halda sjúklingum í sam- bandi við umheiminn og raun- veruleikann og endurvekja starfs- og atvinnugetu. Á sum- um sjúkrahúsum hefur verið kornið upp eldhúsum, sauma- stofum, skrifstofum o. fl. slíku. öll kennsla okkar miðar að því að hjálpa sjúklingi til að hjálpa sér sjálfur. — Finnst þér ekki sárt, Krist- ín, að hafa ekki betri starfsskil- yrði, en þú hefur hér hjá okkur? Jú, ekki er hægt að neita því. Sérstaklega þegar ég fæ sjúkl- ing, sem ég sé, að ég gæti hjálp- að eitthvað, ef ég hefði stærra húsnæði og fleiri hjálpargögn. En þetta er auðvitað allt á byrj- unarstigi og t. d. hér áður fyrr varð sjúkrakennari í Danmörku oftast að láta sér nægja litlar kytrur, jafnt í kjöllurum sem háaloftum, en nú á seinni árum er gert ráð fyrir sjúkrakennur- um við nýjar stofnanir og byggðar sérstakar, sólríkar og góðar stofur fyrir starfsemi þeirra. Þá er líka að athuga, að þar sem ég get ekki starfað meira að þessu en 3 morgna í viku, get ég ekki vænzt þess, að fá allt sem mig vanhagar um fyrsta árið. 1 von um, að sjúkrahúsið bæti starfsskilyrði sín og megi njóta starfskrafta Kristínar sem lengst, þakka ég henni fyrir spjallið. Ingibjörg R. Magnúsdóttir. SPAKMÆLÍ Sjálfsvorkunnsemin er orsök allrar sorgar í lífinu. Inayat Khan. „Málarinn einn getur dregið upp myndir. Skáldið stendur og að þessu leyti betur að vígi en tónskáldið og svið þess er ekki eins takmarkað, en hins vegar nær mitt svið lengra í all- ar áttir, og það er ekki auðvelt að fá inngöngu í ríki mitt“. Ludwig van Beethoven. „Tónlistin er hærri opinberun en öll vizka og heimspeki .. . Sá, sem öðlast sklining á tónlist minni, leys- ist frá allri þeirri eymd, sem þjáir aðra menn“. Ludwig van Beethoven. Franska sýningarstúlkan Praline, sagði einu sinni: — Ég hef alltaf á ævinni fyrirhitt fleiri hjartagóða menn en andríka, það er ef til vill vegna þess að það er miklu auðveldara að sýna vinsemd en skýla andleysi. 4 TÍMARIT IÍJÚKRUNAKFÉLAGS ÍSLANDS J

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.