Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1967, Page 8
Kristín Hallgrimsdóttir.
yfir þrítugt en tvítugt, svo vera
má að flestar hafi verið komn-
ar af líklegasta, eða öllu heldur
hættulegasta giftingaraldri! Þó
mun hættan seint liðin hjá, sem
sjá má af því, að þessi eina dia-
konissa hafði starfað allmörg
ár og því sennilega komin af
léttasta skeiði.
Ennfremur segir í skýrsl-
unni: „Overfor Island have vi
været i Stand til at yde en
Haandsrækning, idet paa vort
Tilbud to islandske Kvinder sid-
en November have lært Syge-
pleje paa vort Hospital for nu
i Efteraaret at overtage Pleje
paa det nye Spedalskhedshospit-
al ved Reykjavik".
Margt fleira er forvitnilegt
í skýrslunni, t. d. þar sem fram
kemur, að nauðsynlegt væri að
auka bóklega námið, í samræmi
við kröfur nútímans, en því
væri oft erfitt að koma við,
vegna þess að hjúkrun sjúkl-
inga yrði oft að ganga fyrir.
Þess vegna sé furðulegt að heyra
fáránlegar fullyrðingar um að
diakonissur „lade de syge ligge“
til þess að vera við lestur og
guðræknisiðkun. Þá er lagt til
að reyna að skipuleggja nokk-
urs konar „hojskolekursus" fyr-
ir diakonissur, þar sem þær geti
stundað nám ótruflaðar eins og
tíðkist þegar í Stokkhólmi og
Kristjaníu.
Meðal heimildarriti fann ég
skírteini hennar, svohljóðandi:
Kristín Hallgrímsdóttir er i 8
Maaneder blevet uddannet her
paa hospitalet i Sygepleje. Til
Trods for denne korte Tid og
Vanskeligheder med Sproget.
har hun dog gjort god frem-
gang. Hun besidder Dygtighed
til sin Gerning og Trofasthed,
hun har været meget afholdt af
Patienterne". Er það undirritað
6/11 ’98 af Paulli, Overlæge.
Heimkomin starfar hún við
Laugarnesspítalann. 1901 eign-
ast hún soninn, Ágúst Jóns-
son, og varð af þeim ástæð-
um að hætta störfum á sjúkra-
húsinu. Hún hafði ekki mögu-
leika á að hafa soninn hjá sér,
og var hann að mestu alinn upp,
skv. ósk hennar, hjá Ragnheiði
Símonardóttur, móður Konráðs
Konráðssonar læknis. Síðar
meir, þegar aldur færðist yfir
hana, naut hún þess að dveljast
á heimili hans.
Mörgum árum síðar, á fimm-
tugsafmælinu, berst henni þetta
bréf:
„Kæra Kristín, fyrrverandi hjúkr-
unarkona okkar.
Við, sem erum búin að vera hér
um aldarfjórðung, höfum margs
að minnast. Þeir eru margir, er
hafa orðið til þess að létta undir
með þeim af okkur, er hafa þurft
einna mest á hjálp og nærgætni
að halda. Og meðal þeirra ert þú.
Við, þessir, er nutum hjúkrunar
þinnar, gleymum þér aldrei. Minn-
inguna um margt, er þú gerðir,
munum við alltaf geyma og von-
um að þú uppskerir ríkulega bless-
un af því, er þú sáðir hér meðal
Kristín við heimilishjúkrun.
6 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS