Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1967, Síða 14

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1967, Síða 14
Fyrirspurnir til sjúklinga: Hvað álítið þér mikilvægast til að yður geti liðið vel á spítala? Hversu stórar álítið þér að stofurnar eigi að vera, sem þér viljið dvelja á? Hafið þér verið kynntar fyrir meðsjúklingum yðar? Vitið þér nöfnin á læknum og hjúkrunarkonum, sem stunda yður? Hafa hjúkrunarkonurnar tíma til að tala við yður? Fáið þér tækifæri til að tala við lækninn eins oft og þér óskið? Hvers óskið þér af læknum og hjúkrunarkonum? sjúkrahúsið. Yfir 50% svöruðu neitandi. Þótt reikna megi með, að einhverjir hafi verið of sjúk- ir fyrir slíka kynningu, er þetta of há tala. Kynnir starfslið og læknarnir sig? Svörin voru mismunandi, eft- ir því frá hvoru sjúkrahúsinu þau bárust. H j úkrunarkonur kynntu sig oftar, en læknarnir, sjúkraliðar oftar en hjúkrunar- konur. Þegar spurt var um sam- band lækna og sjúklinga, töldu 60%, að þeir fengju að ræða við lækninn eins oft og þeir óskuðu. Á báðum sjúkra- húsunum töldu sjúklingar á lyfjadeild, að þeir fengju fleiri tækifæri til þess að tala við lækna en sjúklingar á hand- læknisdeild. Þjóðfélagsstaða sjúklinganna og álit þeirra á starfi læknisins og tíma h?.ns til að umgangast þá, leiddi ýmis- legt fróðlegt í ljós. Hefur hjúkrunarkonan tíma til þess að tala við sjúklingana? Hæsta prósentuhlutfallið fékkst úr svörum sjúklinga úr annarri stétt, sjúklingar af þriðju stétt segjast eiga auðveldast með að kynnast sjúkraliðum. Dr. Israel segir, að svipuð þjóðfélagsað- staða sjúklinga og stai'fsliðs hafi áhrif á kynningu þeirra. I rannsókninni voru einnig lagðar fram spurningar, sem skyldu gefa upplýsingar um, hvers sjúklingurinn væntir sér af læknunum og hjúkrunarkon- unum, því að það er ekki vitað hvernig sjúklingurinn hugsar sér að læknar og hjúkrunarkon- ur eigi að vera. Hægt er að hugsa sér svarið viðkomandi læknum, þeir eiga að vera færir í sínu starfi, hafa þekkingu og leikni. En niðurstaðan varð mjög óvænt. Helmingur sjúklinganna ætlaðist beinlínis til að læknir- inn sýndi þeim ástúðlegt viðmót að fyrra bragði. Þeir álitu að hann ætti að vera vingjarnleg- ur, vorkunnlátur, hughreysta þá með ýmsu móti. Ennfremur gefa þeim upplýsingar um sjúkdóm- inn og þróun hans. Aðeins 9% komu með þær hugmyndir að læknirinn ætti að vera hæfur í starfi. Docent Israel skýrir þetta þó á þann veg, að mönnum finnst það augljóst, að iæknirinn sé hæfur, þannig að ástæðulaust sé að taka þetta fram. Ennþá ákveðnari voru óskir um elskulegt viðmót hjúkrunar- kvenna. En hins vegar koma fram óskir um, að þær eigi að vera ákveðnar, að þær eigi að gæta þess að regla sé á deild- inni, óskir um myndugleika o. s. frv. Að vísu er það aðeins 10% af svörunum, sem beinast í þessa átt, en það er samt sem áður mikið. Þetta eru aðeins fá atriði úr skýrslu þar sem margt athyglisvert kemur fram. Þeir sem vita vilja meira um þessi efni, má benda á bókina: Hur patienten upplever sjukhuset, eftir Joachim Israel, útgefin af Almqvist og Wiksell, Uppsala 1962. Þýtt og endursagt úr danska hjúkrunarblaðinu. G. Bl. * Ur hjúkrunarlögunum Af gefnu tilefni, vil ég vekja athygli á eftirfarandi greinum Hjúkrunarlaga, sem samþykkt voru á Alþingi 1965. 1. gr. Rétt til að kalla sig hjúkr- unarkonur hafa þær konur ein- ar hér á landi, sem stundað hafa nám tilskilinn tíma í Hjúkrunarskóla íslands í Reykjavík eða öðrum viður- kenndum hjúkrunarskóla hér á landi og að loknu prófi eru taldar hæfar til hjúkrunar- starfa. Ráðherra getur og veitt öðr- um hjúkrunarkonum leyfi til hjúkrunarstarfa, ef þær hafa lokið jafngildu námi og eru að öðru leyti hæfar til starfs- ins að dómi skólastjóra Hjúkr- unarskóla íslands og land- læknis. 2. gr. Ekki má ráða aðrar konur en þær, sem eru fullgildar hjúkr- unarkonur samkvæmt 1. gr., til sjálfstæðra hjúkrunarstarfa við sjúkrahús, sjúkraskýli, elli- heimili, barnaheimili, að heilsu- verndarstörfum og við hjúkrun í heimahúsum, né til starfa að öðrum tilsvarandi almennum hjúkrunarstörf um. Ráðherra getur veitt undan- þágur frá ákvæðum þessum, þegar sérstakar ástæður eru fyrir hendi. 10. gr. Brot gegn lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim varða sektum, nema þyngri refsing liggi við sam- kvæmt öðrum lögum. M. P. LEIÐRÉTTING: í jólahugleiðingu Gunnars Kristjánssonar í síðasta tbl., bls. 88, er prentvilla í 14. línu frá byrjun. Stendur þar „við erum miðpunktur tilverunnar", en á að vera „við erum ekki miðpunktur tilverunnar". 12 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.