Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1967, Qupperneq 15
MINNING
Steinunn Guðmundsdóttir
hjúkrunarkona
F. 15. júlí 1928 — d. 15. jan. 1967.
Það var á fallegum haustdegi
í byrjun septemberber árið
1955, að við hittumst í fyrsta
sinn í Hjúkrunarskóla Islands,
14 ungar stúlkur alls staðar að
af landinu. Allar horfðum við
björtum augum á framtíðina, og
allar áttum við sameiginlega
eina heita ósk, að verða góðar
og dugandi hjúkrunarkonur.
Fæstar höfðu nokkurn tíma
sézt áður, en áður en margar
vikur liðu var þessi hópur orðin
ein órjúfanleg heild, sem aldrei
hefur rofnað, þó að leiðir hafi
skilizt um tíma. Fyrst eftir
námið dvöldu sumar erlend-
is um tíma, og síðan hafa
flestar stofnað heimili og eign-
ast önnur áhugamál utan hj úkr-
unarstarfsins, samt erum við
alltaf eins og ein fjölskylda. Ut-
an að komandi fólk skilur ekki
alltaf orðið „hollsystir", sem
svo oft er á vörum okkar, en
þetta orð þýðir svo sannarlega
að við erum eins og stór systra-
hópur og böndin okkar á milli
eru áreiðanlega eins sterk og
hin svokölluðu blóðbönd. Nú er
fyrsta stóra skarðið höggvið í
systrahópinn. Hún Steina er
ekki lengur á meðal okkar. Við
vitum að veikindi hennar og
Þjáningar á síðustu árum voru
fthklu meiri en við gerðum okk-
Ur í hugarlund, sífelldar vonir
bata urðu aftur og aftur að
eugu. Nú síðustu vikurnar veik
von um bata með uppskurði, og
Þó að reynsla okkar í svona til-
^llum hefði átt að leiða okkur
1 allan sannleika, þá héldum við
samt dauðahaldi í þessa veiku
v°n, og stöndum nú hljóðar og
hryggar og trúum ekki að hún
sé horfin. Við huggum okkur
aðeins við, að hún er laus við all-
ar þjáningar og er gengin í ríki
Drottins síns, þar sem engar
sorgir og sjúkdómar fyrirfinn-
ast, og þar fær hún eflaust stórt
hlutverk að vinna.
Hún var elzt af okkur og hafði
líka öðlast meiri reynslu í lífinu
en allar hinar.
Hún var aðeins rúmlega
fermd, þegar hún missti móður
sína og tók þá við heimili föður
síns, annaðist það og sá um upp-
eldi 4 yngri systkina sinna,
yngsta systirin var aðeins smá-
barn og þekkti því varla aðra
móður. Það má nærri geta hve
mikið er lagt á unglingstelpu, að
taka að sér þetta hlutverk og
það sýnir þó mest hve mikið er
í slíka stúlku spunnið, sem veld-
ur slíku hlutverki jafn vel og
raun varð á.
Hún var komin undir þrítugt,
þegar hún gat farið að hugsa
svolítið um sjálfa sig, en þá var
barnahópurinn kominn vel ti!
manns. Þá hóf hún starf við
sjúkrahúsið á Akureyri sem
gangastúlka. Henni varð strax
ljóst að hjúkrun vildi hún gera
að ævistarfi sínu. Hún hafði
auðvitað ekki haft tíma til mik-
illar skaólgöngu, og hafði því
ekki gagnfræðapróf, sem til þarf
að setjast í Hjúkrunarskólann,
en hún settist í Iðnskólann á
Akureyri og tók próf þaðan í
þeim námsgreinum, sem til-
skildar voru, og hóf hjúkrunar-
nám eins og áður segir í sept-
ember 1955.
Síðan tóku við námsárin þrjú,
en þau eru án efa beztu ár æv-
innar í augum okkar allra.
Vinnan var þroskandi og
skemmtileg á hinum ýmsu deild-
um Landspítalans og á sjúkra-
húsum út á landi. Frístundir
áttum við margar og ógleym-
anlegar, við vorum kátar og lífs-
glaðar og lífið lék við okkur.
Við sungum og ortum vísur um
allt milli himins og jarðar, m. a.
um allar hollsysturnar. Steina
var síðust í stafrófinu og henn-
ar vísa byrjaði svona:
Hér hefur farið fagurt fé,
fremst þó teljum eina
Þetta er ef til vill ekki mikill
skáldskapur og framhald vís-
unnar skiptir ekki máli, en hún
sýnir bara örlítið brot af þeim
hug og virðingu, sem við bár-
um fyrir Steinu. Hún var okk-
ar fremst á svo margan hátt.
Hún var mjög dul og hlédræg
daglega, en í okkar hóp var hún
kát og glöð og gat hlegið dátt
með okkur. Hún var mjög trúuð
og sótti fundi í K.F.U.K. og
Kristilegu félagi hjúkrunar-
kvenna.
Hún var elskuð af sjúkling-
um sínum, enda var hún fram-
úrskarandi vandvirk og skyldu-
rækin við öll sín störf. Eftir að
námi lauk tvístraðist hópurinn
og Steina fór til Akureyrar, þar
sem hún tók að sér mjög erfiða
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉI.AGS ÍSLANDS 13