Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1967, Side 17
Jóhannsdóttir (heilsuverndarnefnd),
til vara: Sigríður Jakobsdóttir.
Komité för sluten várd: Sigríður
Stephensen (sjúkradeildanefnd), til
vara: E. E. Stefánsson.
Komité för faglige emner: María
Pinnsdóttir, til vara: Hrönn Jóns-
dóttir.
Endurskipulagsnefnd S.S.N.: María
Pétursdóttir, til vara: Ingibjörg Ól-
afsdóttir.
Fulltrúar til I.C.N. eru þeir sömu:
Sigurlín Gunnarsdóttir, Guðfinna
Thorlacius, systir Anna Pauline og
systir Anna Benedikta.
Þá voru á félagsfundi 14. marz
1966 kosnar í kaffisölunefnd þær:
Anna Guðrún Jónsdóttir, formaður,
Erla Óskarsdóttir, Hrefna Björns-
dóttir, Ásthildur Þórðardóttir, Krist-
iana Sigurðardóttir og Aðalheiður
Pafnar, og á fundi 18. apríl voru
kosnir fulltrúar á þing B.S.R.B. þau:
Ingibjörg R. Magnúsdóttir, Anna
Loftsdóttir, Alda Halldórsdóttir, Re-
bekka Jónsdóttir, Geir Friðbergsson,
María Guðmundsdóttir, en til vara:
Sigrún Jónatansdóttir, Sólveig G.
Haildórsdóttir, Guðrún Árnadóttir,
Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir, Elín
Anna Sigurðardóttir, Guðlaug Guð-
niundsdóttir, Regína Stefnisdóttir,
°S á sama fundi var Elín Stefánsson
kjörin aðalfulltrúi til S.S.N. en Alda
Halldórsdóttir til vara.
Síðast en ekki sízt má telja nefnd-
Jna sem vinnur að Hjúkrunarkvenna-
^alinu, áhugasöm og sístarfandi
nefnd, sem enn á mikið verk fram-
nndan, jafnvel þótt sérhver einstaki-
'ngur létti henni störfin með því að
skila sínu tiltölulega litla hlutverki
v>ð starfið strax.
Kjaradómur um laun ríkisstarfs-
•nanna féll 30. nóvember 1965. Hjúkr-
unarkonur, sem voru i 13. launaflokki,
sarlærðar hjúkrunarkonur og deild-
ai'hjúkrunarkonur voru færðar upp
ujn einn flokk, en forstöðukonur
s.iúkrahúsa (með 200 rúm eða fleiri)
Urn 2 flokka. Hins vegar voru að-
stoðarforstöðukonur stærstu sjúkra-
1Usa (með 200 rúm eða fleiri) áfram
í 18. flokki og forstöðukonur á sjúkra-
húsum, sem hafa innan við 200 rúm
áfram í 19. flokki. Sem eðlilegt var
kom fram óánægja frá þessum tveim
starfshópum, sem ekki fengu leið-
réttingu, hliðstætt við aðra stai-fs-
hópa hjúkrunarstéttarinnar, en þar
sem Kjaradómur var úrslitadómur í
þessum málum, var ekki að vænta
leiðréttingar eftir að dómur hafði
fallið, og voru þó gerðar tilraunir til
þess.
Dagana 1. og 3. des. voru haldnir
fundir með samninganefnd Reykja-
víkurborgar og Hjúkrunarfélagi ís-
lands, en fyrir hönd hjúkrunarfélags-
ins gátu aðeins mætt auk formanns,
Sigurlín Gunnarsdóttir og Elín Anna
Sigurðardóttir. Þar sem áður hafði
verið gert samkomulag milli þessara
aðila um að kjör þau er kjaradómur
ákvæði, skyldi einnig gilda fyrir
hjúkrunarkonur starfandi hjá
Reykjavíkurborg, þurfti aðeins að
ganga formlega frá málum, og taka
til athugunar frábrigðileg atriði, og
semja um þau til samræmis við
Kjaradóminn. Eru hjúkrunarkonur
Reykjavíkurborgar í sömu launa-
flokkum og áður getur, en í 16. flokki
eru einnig heilsuverndarhjúkrunar-
konur, (án sérnáms) og borgarhjúkr-
unarkonur en í 18. flokki heilsuvernd-
arhjúkrunarkonur með sérnámi.
Kjarasamningurinn við Reykjavíkur-
borg var undirritaður á gamlaársdag
1965.
Það sem segja má að hafi verið
ánægjulegt við samningana við
Reykjavíkurborg, var, hversu vel var
tekið málaleitan um ókeypis starfs-
búninga og þvott á þeim, sem varð
til þess að sams konar samningar
fengust við ríkisstofnanirnar.
Á síðasta aðalfundi var samþykkt
ályktun, þar sem mótmælt var kröf-
um eða tillögum, sem ríkisvaldið hafði
þá lagt fyrir Kjaradóm, og var sú
ályktun send dagblöðunum.
Á sama fundi var samþykkt laga-
breyting um sérgreinafélög, og að
samþykki fengnu, var Félag Röntgen-
hjúkrunarkvenna viðurkennt sem
deild innan Hjúkrunarfélags Islands.
Einnig var samþykkt að hækka
félagsgjöldin.
Ingibjörg Ólafsdóttir, ritari félags-
stjórnar, var ráðin til eins árs frá
1. febrúar, á skrifstofu félagsins,
hálfan dag, og hefur komið í ljós, að
það var orðin full þörf fyrir fastan
starfsmann.
Guðrún Erlendsdóttir var ráðin
lögfræðilegur ráðunautur félagsins,
í stað Benedikts Sigurjónssonar, sem
hætti störfum fyrir félagið, þar sem
hann var skipaður dómari í Hæsta-
rétti.
Stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrunar-
kvenna hefur haldið 4 fundi á árinu,
og 24 félagskonur fengið lán til bygg-
inga eða íbúðakaupa. Samþykkt var
á fundi þar í janúar, að gera þá
breytingu, að hjúkrunarkonur, sem
starfað hafa 10 ár, eigi rétt á láni
úr sjóðnum, þótt þær séu ekki starf-
andi þegar lánið er veitt, en starf-
andi hjúkrunarkonur þurfa aðeins að
hafa unnið 5 ár til að hafa rétt til
lána. Þá hækkuðu hámarkslána-
greiðslur úr 188 þús. í 225 þús. (750
kr. á m2).
Ellilífeyrir frá sjóðnum er greidd-
ur 32 hjúkrunarkonum.
Þórunni Pálsdóttur voru veittar
sænskar kr. 1000,00 af S.S.N.-styrkn-
um til framhaldsnáms í geðhjúkrun
við Statens Speciale Skole i Psykia-
trisk Sykepleie, Oslo, og Elinborgu
Ingólfsdóttur sömuleiðis til að stunda
nám við Karolinska Sjukhuset, Stokk-
hólmi, undirbúningsnám vegna vænt-
anlegs starfs hennar á vegum Hjarta-
og æðaverndarfélagsins.
Fræðsluerindi voru flutt 6 kvöld í
marzmánuði, allt 12 erindi. Töluðu
þar 2 hjúkrunarkonur, María Finns-
dóttir og Alda Halldórsdóttir, 9 lækn-
ar og Sigurður Ingimundarson um
verkstjórn í nútíma atvinnurekstri.
Fundarsókn var fádæma góð og upp-
örfandi fyrir þá sem að námskeiðinu
stóðu. Sýndi skoðanakönnun, að flest-
ir þátttakendur vildu að félagið beitti
sér fyrir frekari fræðslu árlega eða
annaðhvort ár.
TÍMAKIT HJÚKKUNARFÉI.AGS ÍSLANDS 15