Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1967, Síða 20
iChHtFníx
Félagslíf í Hjúkrunai’skóla Islands virðist standa í miklum blóma,
ef dæma má eftir fundum, skemmtikvöldum, fyrirlestrum o. fl., sem
haldin hafa verið síðastliðið ár og einnig á nýbyrjuðu ári. Margt
hefur verið á dagskrá til skemmtunar og fróðleiks hjúkrunarnemum, og'
standa þeir sjálfir að baki margs þessa, og einnig hafa skemmtilegir og
fræðandi gestir komið við í skólanum.
Gamla árið var kvatt hér í skólanum með „jólagleði“, sem var haldin þ.
28. des. Voru allir einhuga um, að hún færi sem bezt fram. Ágúst-holl ’64
sá um skemmtidagskrá, en nóv.-holl ’65 sá um veitingar. Reyndum við
þá að draga húsmóðurhæfileika okkar fram í dagsljósið.
Auk skólastjóra og kennara H.S.l. komu fleiri góðir gestir, forstöðu-
kona Landspítalans og ýmsar deildarhjúkrunarkonur. Dagskráin hófst
með kynningu á hinum ýmsu atriðum. Sá Guðrún Sverrisdóttir um það
af alkunnum skörungsskap. Síðan voru skjóltjöld dregin frá fallegri sviðs-
mynd og var jólaguðspjallið flutt. Síðan voru sungnir jólasálmar. Árni
Björnsson cand. mag. kynnti fyrir okkur kafla úr bók sinni, ,,Jól á Is-
landi“. Virtist okkur hún allgirnileg til fróðleiks.
Því næst las Hulda Baldursdóttir kímnisögur um tvær kerlingar, sem
brættu um guðfræðileg efni.
Sté þá Guðrún aftur á sviðið og kynnti frábæra gjöf, sem nokkur bóka-
forlög höfðu gefið bókasafni skólans. Flestar voru þetta nýjar bækur og
mikill fengur í þeim fyrir okkur.
Næsta atriði fór fram með ærslum og fótasparki. Var það kapphlaup
milli tveggja kvenna, hvor yrði fyrri til að klæðast samsafni furðulegra
spjara.
Að þessari skemmtun lokinni var sezt að snæðingi við bjarma jólaljósa.
Að því loknu var farið inn í eina af nýju kennslustofunum. Þar stóð upp-
ljómað jólatré á miðju gólfi og var dansað í kringum það og sungið af
miklum móð. Skyndilega, er enginn uggði að sér, heyrðist þungt þramm
og skvaldur og inn skálmuðu tveir jólasveinar, nýkomnir af fjöllum. Höfðu
beir tvo stóra sekki meðferðis. Tóku þeir þátt í dansi við mikla hrifningu
viðstaddra. Síðan opnuðu þeir sekki sína og veittu á báða bóga.
Áfram var dansað og barst nú leikurinn um allt húsið. En skólinn stóð
af sér hryðjuna, þó marsérað væri um alla ganga. Leið nú að lokum þess-
arar jólagleði, og fóru gestir okkar að kveðja.
Er það trú okkar, að allir hafi gengið glaðir til hvílu þetta kvöld.
Ó. A. 0(j N. G.
18 TÍMAKIT HJÚKRUNARFÉI.AGS ÍSLANDS