Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Side 3
FORSÍÐA:
Sjúklingur grípur plássiö sem losnar, fer á
,,færiband“ sem skilar honum eftir efnum og
ástæöum, betri eða verri út aftur. Allir hafa
auövitaö gert ,,sitt besta" kerfiö býöur ekki
upp á frekara dekur.
2. tölublaö-Júní 1983
59. árgangur
ÚTGEFIÐ AF HJÚKRUNARFÉLAGI ÍSLANDS
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
INGIBJÓRG ÁRNADÓTTIR, SÍMI 15316 OG 41622.
RITSTJÓRN:
ÁSLAUG SIGURBJÖRNSDÓTTIR, SÍMI 27417.
JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR, SÍMI 22458.
SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR, SÍMI 44609.
AUGLÝSINGAR OG BLAÐDREIFING:
INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, SÍMI 15316 OG 41622.
SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, SÍMI 15316 OG 21177.
BLAÐIÐ KEMUR ÚT ÁRSFJÓRÐUNGSLEGA.
ENDURPRENTUN BÖNNUÐ ÁN LEYFIS RITSTJÓRA.
PRENTUN: PRENTSMIÐJAN HÓLAR HF.
EFNISYFIRLIT
Réttursjúklinga-mannréttindi 2
Breytt áreiti vegna sjúkdóma og sjúkrahúsvistar 7
Um heilbrigöisfræöslu 10
Læknisskoðanir og rannsóknir á ættleiddum
börnum erlendis frá 11
Hvaö er framundan í kjarabaráttunni 12
Sjónarmið 13
Minning 14
Fréttir og tilkynningar 15
Ársskýrsla HFÍ1982 17
Ritstjórnarspjall
Sjúkdómar hafa hrjáö mannkynið frá upphafi. Bar-
áttan gegn þeim hefur veriö hörö og því mótaö
ýmis atferli manna, sem bæöi fróðlegt og gagnlegt
er aö kynnast. Á manninum hafa jafnframt veriö
gerðar margbreytilegar rannsóknir til aö kanna
hina ýmsu þætti sálar og líkama, þ. á. m. áhrif
sjúkrahúsvistar á einstaklinginn. Þaö hefur því
lengi verið Ijóst aö menn geta tekið og taka marga
hugræna sjúkdóma í sjúkrahúsum og hafa þeir
verið nefndir ,,spítalasálsýki“. Á þetta sér margar
orsakir, en aðalástæöan oft verið talin „færiband-
ið“, fólk verður ofurselt sjúkrahúskerfinu, sem
hefur svo margar andlegar og líkamlegar breyting-
ar í för með sér.
Margir telja t. d. að sjúklingar samlagist ekki lífinu í
sjúkrahúsunum. Þeir gefist bara upp fyrir ofureflinu
og leggist í vægt þunglyndi. Þeir virðist taka öllu
með jafnaðargeði, en raunin sé önnur. Þeir taki
meðferðinni aðeins þegjandi, bælitilfinningarsínar
og reyni að þóknast starfsliðinu.
Á síðari árum hefur skilningur á fyrirbyggjandi að-
gerðum gegn þessum neikvæðu áhrifum sjúkra-
húsvistarinnar ásamt því hver hinn siðferðilegi
réttur sjúklinga raunverulega er, aukist mjög.
í þessu blaði fjallar Nanna Jónasdóttir hjúkrunar-
fræðingur nánar um rétt sjúklinga - mannréttindi
og hvað helst sé til úrbóta, því líf margra rennur í
gegn um heilbrigðisstofnanir. í grein Nönnu segir
m. a. að það séu ekki allir í þörf fyrir að leggjast í
rúm, sem er hægt að stilla á ótal vegu, fá matinn
upp að höku, vera nánast fyrrtir öllum hreyfimögu-
leikum og settir í algjörlega ótímabært sjúklings-
hlutverk. Sumir koma jafnvel beint úr vinnu, til
dæmis til rannsókna og er því mest um vert að fá
aðgang að sérfræðiþjónustu og meðferðarmögu-
leikum þjónustudeildanna.
Ennfremur skrifar Margrét Halldórsdóttir hjúkrun-
arfræðingur um breytt áreiti vegna sjúkdóma og
sjúkrahúsvistar. Hún hvetur hjúkrunarfræðinga til
að vera vakandi fyrir þáttum sem auka þessar líkur,
og þeim einkennum sem sjúklingar oft sýna. Þeir
þurfa að nýta sér menntun sína á manninum, sem
líffræðilegri og sálarlegri heild og vera vakandi fyrir
öllum frávikum.
HJÚKRUN */« - 59. árgangur 1