Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Side 5

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Side 5
eftir bestu vitund, en er alltaf víst aö þessir einstaklingar upplifi þaö á sama hátt. Nú á tímum stökkbreytinga í tækni og rannsóknum. er full ástæða til að huga alvarlega aö siðferðislegum rétt- indum sjúklinga ekki síður en lagaleg- um. Til að tryggja sem best hagsmuni sjúklinga í þessu sambandi, samþykkti Alþjóðalæknafélagið 1964 yfirlýsingu sem kennd er við Helsinki, og síðan var endurskoðuð 1975. Ákvæðum þessum hefur lítið verið haldið á lofti hér á landi, en með aukinni rannsóknarstarf- semi hér, t. d. í sambandi við notkun nýrra lyfja, er ef til vill ríkari ástæða til að hafa þau í huga. Lagalegur réttur sjúklings Réttarstaða einstaklinga breytist alla jafna ekki þótt hann verði sjúkur. Þó eru þar undantekningar hvað varðar geð sjúka og vangefna, ef nauðsynlegt er að vista þá án samþykkis á sjúkrahúsi eða annarri heilbrigðisstofnun sem við- eigandi er. „Samkvæmt 31. gr. laga um lögræði þarf fyrirskipun eða samþykki dóms- málaráðuneytis til þess að maður, eldri en 16 ára, verði án samþykkis síns vist- aður á sjúkrahúsi. Nú telur einhver að sjálfræðissviptum manni sé haldið að ófyrirsynju í sjúkrahúsi eða á heilsuhæli, og getur hann þá borið málið undir dómstóla.“ „Ekki má hefta frelsi ein- staklinga lengur en tvo sólarhringa án þess að fyrir liggi úrskurður þess efnis. Ekki má dvöl ofangreindra einstaklinga á stofnun haldast lengur en nauðsyn krefur. Skulu lögráðamenn þeirra hafa eftirlit með því."18 A Það eru miklir erfiðleikar og oft lang- varandi sársauki og tortryggni milli sjúklings og aðstandenda í sambandi við slíkar þvingunarinnlagnir, og væri mikil þörf fyrir endurskoðun á lögum þess- um. Þar sem aðeins er um tvo sólar- hringa að ræða án samþykkis viðkom- andi, eru oft litlar líkur á breyttu ástandi á svo skömmum tíma og þarf því oftar en ella að grípa til í það minnsta beiðni um slíka sviptingu. Sjúkraflutningar geðsjúklinga eru einnig oft ekki sem skyldi. Þar verður að kveðja til lögreglu í fullum skrúða ef sjúklingur er ekki sáttur við innlögn, og er það oft viðkvæmnismál. Það er því víst, að fáum finnst réttur sinn eins fótum troðinn eins og hinum geðsjúku, og þarf því að vera vel á verði að gæta réttar þeirra, enda margir lítt færir um að verja hann sjálfir. Til að kanna réttarstöðu sjúklings gagn- vart heilbrigðisstofnunum verður fyrst fyrir að huga að dómum í þeim efnum, og kemur þá greinilega fram að mjög erfitt reynist að sækja mál, t. d. um skaðabætur á hendur læknum, oftast reynist verknaður vera „innan ramma þess sem var réttlœtanlegt lœknisfrœði- lega.“ Þekkingar-forðinn er yfirleitt þess eðlis að erfitt er fyrir leikmenn að dæma hvort þjónusta er fullnægjandi eða ekki. Það er helst ef hlutir hafa verið skildir eftir í skurðsárum, að mönnum hafa verið dæmdar bætur, enda hvílir sönnunarbyrðin þá á við- komandi starfsfólki sjúkrahúsa, að gá- leysi þess hafi ekki ráðið. Sjúklingur á að geta treyst algjörri þagnarskyldu um sín mál, en breyttir starfshættir hafa haft í för með sér að sjúkraskrár og aðrir pappírar eru nú í höndum fleiri aðila en áður, og getur það gert verndun persónulegra upplýs- inga erfiðari en áður var. Nú hefur það gerst æ tíðara að sjúkling- ar með vissar tegundir sjúkdóma myndi nteð sér samtök, til að sameinast í sín- um baráttumálum og til framdráttar hagsmunum sínum í víðtækasta skiln- ingi. Réttur sjúklinga yfir eigin lífi og líkama Grundvallarreglur varðandi rétt manna yfir eigin lífi og líkama ganga út frá því að menn séu frjálsir að því hvernig þeir fara með líkama sinn, heilsu og líf, svo framarlega sem þeir skaði ekki sams- konar hagsmuni annarra með háttsemi sinni. Viðhorf og óskir sjúklinga ættu því að hafa mikil áhrif á athafnir lækna og hjúkrunarfræðinga, og sjúklingar eiga því fullan rétt á að krefjast sem gleggstra upplýsinga í sambandi við sjúkleika sinn og allar aðgerðir þar að lútandi. Forsendan verður þó ætíð, að sjúklingur sé með fullu ráði og rænu og hafi nægjanlegan aldur og þroska, eila færist þessi réttur til nánustu vanda- manna. Um mat í þessum efnum getur þó oft verið ágreiningur, læknar telja sig yfir- leitt dómbærasta og verður þess jafnvel vart „að læknar telji eigin siðareglur æðri landslögum ef reglurnar fá ekki samrýmst." „Ef sjúklingur hafnar lífs- nauðsynlegri aðgerð af hvaða ástæðum sem er, verður almennt að lögum að virða þá ósk.“8 Eftir því sem næst verður komist eru reglur og réttarstaða sjúklinga í heil- brigðiskerfinu mjög háð aðstæðum hverju sinni og illa afmörkuð, og má segja að það haldist allt þar til dauðann ber að, því um meðferð látinna eru mun skýrari ákvæði. Haft er eftir Oscar Wilde: „Nú á dögum lifa menn allt af nema dauðann", og nú er svo komið að jafnvel er hægt að efast um ntörk lífs og dauða, áleitnar spurn- ingar vakna, hvenær telst maður dáinn? Er það við heiladauða, hjartadauða, eða jafnvel við stöðvun annarra líffæra? 1 lögum eru engar skýlausar reglur, sem tryggja mönnum rétt til að deyja, þótt þeir eða þeirra nánustu kjósi það, þar sem viðkomandi er e. t. v. háður vél- rænu viðhaldi lífs, sé ófær um að lifa í venjulegum skilningi þess orðs. Líklegt er að tækniþróunin leiði til frek- ari lagasetningar um þessi efni, bæði til að vernda friðhelgi manna, eftir að hið andlega og félagslega líf er slokknað, og til þess að takmarka ábyrgð lækna við skynsamleg mörk. Nú á tímum líffæraflutninga getur reynt á nýja þætti í þessum efnum. í íslenskri löggjöf virðist þess hvergi freistað að skilgreina hugtakið dauða, eða við hvaða mörk á stöðvunarferli líkams- starfseminnar skuli miða, heldur er læknum látið eftir að ákvarða þetta tak- mark, að viðlagðri ábyrgð að lögum, og er sú regla í samræmi við það sem víðast tíðkast.6 J Þ HJÚKRUN */s3 - 59. árgangur 3

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.