Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Side 19

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Side 19
Ársskýrsla Hjúkrunarfélags íslands 1982 Flutt á fulltrúafundi 4. og 5. maí 1983. A stjórnarfundi 27. apríl 1983 var samþykkt að miða allar skýrslur við tímabilið milli fulltrúafunda. Myrndir með skýrslunum eru teknar á fundinum. Uppbygging ársskýrslu félagsins fyrir áriö 1982 verður með þeim hætti að ég mun taka fyrir tölulegar upplýsingar ásamt ýmsum al- mennum upplýsingum — nám — námsferðir og styrki. Erlend samskipti. lífeyrissjóðinn. ráðstefnur, fundi — lög, reglugerðir og mál í brennidepli. Sigríður Guðmundsdóttir 2. varaformaður gerir grein fyrir kjaramálum. en þau settu mestan svip á starfsemi félagsins s. I. ár. María Finnsdóttir, fræðslustjóri gerir grein fyrir fræðslu- og menntunarmálum. Ingibjörg Arnadóttir, ritstjóri gerir grein fyrir útgáfustarfsemi og Ástríður Tynes, for- maður trúnaðarráðs fyrir starfsemi trúnað- armanna HFÍ. Ættu félagar því að fá góða heildarsýn yfir starfsemi liðins árs. Félagar í HFÍ 1. jan. 1982 .......1.845 Nýir félagar á árinu 1982: Frá Hjúkrunarskóla fsl. 101 — Nýja hjúkrunarskólanum 1 — erlendum skóla 1 103 Á árinu létust eftirtaldir hjúkrunar- fræðingar: Katrín Pálsdóttir 11. apríl 1982. Anna J. Bjarnason 15. október 1982. Systir María Flavia 23. desember 1982. Þorbjörg Friðriksdóttir 12. apríl 1983 4 Ursögn vegna búsetu erlendis 4 Félagar í HFÍ 1. janúar 1983 1.941 Aukafélagar, nemar í HSÍ 165 (5 luku námi í janúar 1983) Heiðursfélagar íslenskir: Anna Johnsen. Bjarney Samúelsdóttir, Sig- ríður Eiríksdóttir, Sigríður Bachmann og Þorbjörg Jónsdóttir. Heiðursfélagar erlendir: Margrethe Kruse, Danmörku, Maj-Lis Juslin og Agnes Sinervo, Finnlandi. 1. janúar 1983 voru starfandi í hjúkrunar- störfum á landinu 1269 félagar í HFÍ eða 65.73%. Auk þess voru 12 félagar starfandi sem kennarar, Ijósmæður og meinatæknar. Af þeim 1.269 voru 572 í fullu starfi og 697 í hlutastarfi, meginhluti þeirrí í 60-80% starfi, en 72 í minna en hálfu starfi. Félagar HFÍ yfir 65 ára eru 144 og 31 þeirra var starfandi. í framhaldsnámi innanlands, NHS og HÍ voru 56, af þeim eru 20 taldir með starfandi hjúkrunarfræðingum. Erlendis voru 206 félagar, eða 10.62%, af þeim eru a. m. k. 9 í framhaldsnámi. Þá eru ekki taldir starfandi um áramót 317 félagar, (meðtaldir 12, sem ekki vinna hjúkrunarstörf) eða 16.33% allra félagsmanna. Ef aðeins eru taldir félagar í HFÍ innan- lands. sem eru 1735 að frátöldum: þeim sem komnir eru yfir 65 ára og ekki starfandil 13 þeim sem eru í framhaldsnámi og ekki starf- andi 36 þeim sem starfa sem kennarar. meinatæknar og ljósmæður 12 eru eftir 1574 félagar í HFÍ. Af þeim eru 1269 starfandi eða 80.62% og ekki taldir starfandi 305, eða 19.38%. Á árinu luku 9 hjúkrunarfræðingar fram- haldsnámi frá Nýja hjúkrunarskólanum í hjúrkuna á hand- og lyflækningadeildum. í skólanum eru alls 54 hjúkrunarfræðingar í framhaldsnámi, 9 í hand- og lyflækninga- hjúkrun, þeir Ijúka námi í janúar 1983. 8 í geðhjúkrun, 7 í öldrunarhjúkrun, 12 í heilsuverndarnámi, 18 í svæfinga- skurð- og gjörgæsluhjúkrun. Tveir hjúkrunarfræðingar félagar í HFl eru í BS námi í Háskóla ís- lands. Þá voru hér starfandi um áramót 22 erlendir hjúkrunarfræðingar og 6 sem ekki eru félag- ar í HFÍ. (Samkvæmt skrám frá vinnustöðum voru 43 BS hjúkrunarfræðingar í starfi um áramót). Stjórn HFÍ var þannig skipuð frá fulltrúa- fundi 1982: Sigþrúður Ingimundardóttir, formaður (tók við af fyrrverandi formanni Svanlaugu Árnadóttur 1. september 1982). Sigrún Oskarsdóttir. 1. varaformaður, Sigríður Guðmundsdóttir, 2. varaformaður, Guðrún M. Jónsdóttir, ritari, Sigríður Austmann Jóhannsdóttir, Sigrún Ásta Pétursdóttir og Stefanía Sigurjónsdóttir, meðstjórnendur. Varastjórn: Jóna Valg. Höskuldsdóttir, Kolbrún Ágústs- dóttir, Ásthildur Einarsdóttir, Bergdís H. Kristjánsdóttir, Sveinbjörg Einarsdóttir og Guðný Bjarnadóttir. Stjórnarmennirnir Guðrún M. Jónsdóttir rit- ari og Sigríður Austmann Jóhannsdóttir, létu af störfum. Við ritarastörfum tók Svein- björg Einarsdóttir í september 1982 og Kol- brún Ágústsdóttir tók sæti Sigríðar Aust- mann Jóhannsdóttur í febrúar 1983. Á árinu voru haldnir 23 stjórnarfundir. Stjórnarfund sitja að jafnaði skrifstofustjóri, ritstjóri Hjúkrunar, formaður trúnaðarráðs og formaður, eða fulltrúi HNFÍ. Á stjórnarfundi 7. október 1982 varákveðið að fréttir frá stjórn yrðu fastur liður í mál- gagni okkar, en fundagerðir stjórnarfunda ekki sendar til formanna allra svæðisdeilda. Stjórn félagsins stóð fyrir tveim félagsfund- um á árinu auk tveggja daga fulltrúafundar að venju. Á fjölmennum félagsfundi í maí var kynntur sérkjarasamningur félagsins við fjármálaráð- herra og í september aðalkjarasamningar. Þá stóð félagsstjórn fyrir aðalfundi trúnaðar- manna og tveggja daga námskeiði fyrir trún- aðarmenn eins og undanfarin ár. Auk þess voru haldnir fjölmargir fundir á vinnustöð- um víðs vegar, og þá aðallega í sambandi við verkfallsboðun hjúkrunarfræðinga hjá Reykjavíkurborg á fyrri hluta ársins og vinnustöðvunina í maí. Reykjavíkurdeild HJÚKRUN */•» - 59. árgangur 17

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.