Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 7
Ritstjóraspjall Jónsmessudraumur Þá er sumarið byrjað og nokkrir góðir sólardagar að baki. Reyndar svo góðir að flestir landsmenn hafa verið fullir tor- tryggni og búast við að eldgos, jarð- skjálftar og alls kyns náttúruhamfarir séu í uppsiglingu. Svona erum við búin að sætta okkur við lítið af hálfu veður- guðanna. Og Jónsmessan líka að baki, dagurinn eða öllu heldur nótttin þegar allt getur gerst. Ég hef verið að velta fyrir mér mikil- vægi þess að hafa slíkan dag í þjóðtrúnni. Það getur verið gott fyrir okkur að hafa slíka daga jafnvel þó þeir séu ekki nema einu sinni á ári. Dagar þegar allt getur gerst. í Sögu daganna eftir Árna Björns- son segir að gott sé t.d. að leita töfra- grasa, finna lyfjagras, hornblöðku við kvefi, maríustakk við graftarkýlum, brennisóley við húðkvillum og fjanda- fælu svo nokkur séu nefnd. Þjóðtrúin segir líka að unnt sé að týna náttúru- steina, svo sem lausnarsteina til hjálpar konum í barnsnauð, lífsteina til að græða sár, óskasteina, varnarsteina móti öllu illu og hulinshjálmsstein. Jónsmessunóttin er ein af fjórum nóttum ársins sem hafa þótt magnaðastar en hinar eru jólanótt, nýársnótt og þrett- ándanótt. Allar tengjast þær sólhvörfum sumar og vetur. Þessa nótt er einnig talið gott að velta sér upp úr dögginni til lækninga og þjóðtrúin segir ennfremur að kýr tali og selir fari úr hömum sínum. Jónsmessa er messa Jóhannesar skírara og leysti af hólmi forna sólhvarfahátið þegar dagur er hvað lengstur. Hún var numin úr dögu helgidaga 1770 og hefur eflaust aðstoðað landann við að komast af á erfiðum tímum. En getum við ef til vill hugað betur að mikilvægi hins venjulega dags? Eru ef til vill allir dagar gædddir einhverjum töfrum? Við ættum að huga betur að þeim dýrmætu dögum sem við erum að lifa og hella yfir þá þeim töfrum sem þeir eiga skilið. Að lifa í nútíðinni, en enska orðið yfir hana er „present“ eða gjöf, sú gjöf sem hver mínúta færir okkur og okkur er ekki ætlað að lifa hvorki í fortíð eða framtíð heldur í þeirri gjöf augnabliksins sem nútíðin er. Töfra fram í henni hið besta mögulega og láta draumana rætast hvort sem þeir eiga rætur í Jónsmessu eða öllum hinum venjulegu dögum ársins. Gleðilegt sumarfrí! Og þó að þú sért álfur Og þekkir eflaust sjálfiw Að til jyrir svona trítil á tilveran staði nóga Og betri til að bú 'í Þá botnar aldrei þú Hvað löndin eru lítil En langt til nœstu skóga. Jónsmessunótt Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 78. árg. 2002 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.