Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 48
Fjórir hjúkrunarfræðingar luku meistaraprófi frá hjúkrunar- fræðideild Háskóla íslands í maílok. Anna Olafía Sigurðardóttir hélt fyrirlestur um verkefni sitt: FRÆÐSLU- OG STUÐNINGSMEÐFERÐ FYRIR FOR- ELDRA BARNA OG UNGLINGA MEÐ KRABBAMEIN. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif ffæðslu- og stuðningsmeðferðar á líðan foreldra barna og unglinga með krabbamein. Annar megintilgangur hennar var að hanna fræðsluefni og kanna viðhorf mæðra og feðra til fræðsluefnis heimasíðunnar og gagnsemi hennar. Foreldrum bama og unglinga, sem greindust með krabba- mein á árunum 1997-1999, var boðin þátttaka í: (1) einstakl- ingsmeðferð sem var fólgin í stuðningsviðtölum við hveija íjöl- skyldu, (2) hópfræðslu (fyrirlestri) og (3) fræðslu á veraldar- vefnum. Um var að ræða allt þýðið sem í voru 22 foreldrar, 22 mæður og 18 feður. Flest þessara bama og unglinga vora enn í meðferð vegna krabbameinsins eða höfðu nýlega lokið meðferð þegar rannsóknin fór fram veturinn 2000-2001. Þessi rannsókn er hluti af stærra rannsóknarverkefni þar sem verið var að skoða umönnunarálag, skynjun foreldra á heilbrigðisástandi barnsins og líðan foreldranna sjálfra. Hugmyndaffæðilegur rammi rannsóknarinnar var Calgary-fjölskyldumeðferðarlíkanið. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að almenn líðan mæðra og feðra er ekki góð, foreldrum finnst þeir vera undir miklu álagi og finna fyrir kvíða og hafa áhyggjur. Fram kemur að breyting verður til batnaðar eftir fræðslu- og stuðn- ingsmeðferðina hjá báðum foreldrum. Flestum foreldrunum þótti heimasíðan aðgengileg, skiljanleg, gagnleg og hjálpleg. Sérstaða þessarar rannsóknar er meðal annars fólgin í fræðslumeðferð sem veitt er foreldrum á veraldarvefnum. Hér er verið að fylgja eftir þeirri þróun sem átt liefur sér stað í upplýsingartækni i heiminum undanfarin ár. Sú þekking, sem skapast við þessa meðferðarrannsókn, verður e.t.v. notuð í framtiðinni sem ákveðið meðferðarform meðal þeirra heil- brigðisstarfsmanna sem annast fjölskyldur krabbameinsveikra barna og unglinga. Mikilvægt er fyrir hjúkrunarfræðinga að hafa frumkvæði að því að veita hjúkrunarþjónustu og skipu- leggja á faglegan hátt þá meðferð sem þeir telja besta, í samráði við skjólstæðinga sína. Leiðbeinandi Önnu var Erla Kolbrún Svavarsdóttir, dósent við hjúkrunarfræðideild. 176 Meistarar frá vinstri: Eygló, Anna Ólafía, Ólöf og Elísabet. Prófdómarar voru Gyða Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá íslenskri erfðagreiningu, og Sigurlína Davíðsdóttir, lektor við félagsvisindadeild. Ólöf Kristjánsdóttir hélt fyrirlestur um verkefni sitt: TÓN- LIST TIL AÐ DRAGA ÚR SÁRSAUKA VIÐ 9. BEKKJ- AR BÓLUSETNINGU í VÖÐVA. Tilgangur þessa rannsóknarverkefnis var að meta hvort tónlist sem hugardreifing dragi úr verkjaskynjun 14 ára nemenda við bólusetningu í vöðva, annars vegar við mænuveiki og hins vegar við barnaveiki og stífkrampa. Áhrif tónlistar voru metin meðan á bólusetningunum stóð og 3-6 mínútum síðar. Hug- takarammi verkefnisins byggist á hliðstjórnunarkenningu Melzack og Wall um verki og á líkani McGrath sem tekur til þátta sem geta haft áhrif á verkjaskynjun barna. Tilraunasnið var notað þar sem þátttakendum var skipt með tilviljunarkenndum hætti í þrjá rannsóknarhópa. Þátttak- endur vora 118 nemendur, 38 voru í tilraunahóp sem hlustaði á tónlist með heyrnartólum, 41 var í tilraunahóp sem hlustaði á tónlist án heyrnartóla og 39 nemendur skipuðu saman- burðarhóp sem fékk hefðbundna meðferð skólahjúkrunar- fræðings. Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 3. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.