Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 55
Heilbrígðisstofnun Suðurnesja Skólauegí 6,230 Reykjanesbæ sími 422-0500. fax 421-2400 HJÚKRUNARFRÆÐINGAR - LJÓSMÆDUR Við auglýsum eftir áhugasömum hjúkrunarfræðingum og ljósmóður til starfa á sjúkrahússviði Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. • Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga á sjúkradeild og á nýrri hjúkrunar- og öldrunarlækningadeild. • Laus er staða ljósmóður á fæðingardeild. A sjúkrahússviði er 22ja rúma sjúkradeild, 8 rúma fæðingardeild og vel búnar stoðdeildir. Megináhersla hefur verið Iögð á bráðaþjónustu, fæðingarhjálp, skurðlæknisþjónustu og öldrunarhjúkrun. Unnið er með NANDA- hjúkrunarskráningu og NlC-hjúkrunarmeðferð. Á næstunni verður opnuð ný 22ja rúma hjúkrunar- og öldrunarlækningadeild og 4ra rúma dagdeild fyrir aldraða í nýrri álmu. Deildin mun starfa í nánum tengslum við iðju- og sjúkraþjálfun sem komin er í glæsilega aðstöðu. Þeim, sem hafa áhuga, er velkomið að koma og skoða aðstæður eða hringja og fá frekari upplýsingar hjá Ernu Bjömsdóttur, í síma 4220625, netfang ema@hss.is, eða Sigrúnu Ólafsdóttur, í síma 4220570, netfang sigrun@hss.is. Sunnuhlíð Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa í heilar stöður og hlutastörf. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga á 50% næturvaktir (grunnröðun B8) og til sumarafleysinga í lengri eða skemmri tíma á allar vaktir. Upplýsingar veitir Aslaug Björnsdóttir, hjúkrunarforstjóri í síma 560-4163, netfang: aslaug@sunnuhiid.is Dualarheímilið Höfði Dvalarheimilið Höfði, Akranesi, óskar eftir hjúkrunarfræðingum í fastar stöður. Upplýsingar veitir Sólveig Kristinsdóttir, hj úkrunarforstjóri í síma 4312500 Æj FRANCISKUSSPlTAU p |1STYKKISHÐ1MI HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Á sjúkradeild St. Franciskusspítala, Stykkishólmi, óskast hjúkrunarfræðingar til starfa frá haustinu 2002. Um er að ræða morgun- og kvöldvaktir. Auk þess eru í boði bakvaktir sem skiptast með hjúkrunarfræðingum. Starfshlutfall er samkomulagsatriði. Unnin er önnur hver helgi. Við bíðum áhugasamar eftir því að taka á móti þeim sem vilja koma í heimsókn og skoða, kynna þeim verkefni sjúkrahússins og hvað Stykkishólmur hefur upp á að bjóða. Margrét Thorlacius, hjúkrunarforstjóri (netfang margret@sfs.is), Ástríður Karlsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri (netfang asta@sfs.is), og Hrafnhildur Jónsdóttir hjúkrunardeildarstjóri (netfang hrafnhildur@sfs.is) í síma 433-2000. Heilsugæslustöðin á Akureyri Við Heilsugæslustöðina á Akureyri eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun nú þegar. Starfið byggist á vitjunum í heimahús og erum við að leita að einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt og eru liprir í mannlegum samskiptum. Eingöngu er unnið á dagvöktum og viðkomandi þarf að hafa bifreið til umráða. Starfshlutfall er samkomu- lagsatriði og laun samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Akureyrarbæjar. Nánari upplýsingar gefa: Rut Petersen deildarstjóri 4604659 rut@hak.ak.is Margrét Guðjónsdóttir hjúkrunarforstjóri 4604612 mg@hak.ak.is Hj úkrunarfræðingar Hrafnista í Reykjvík og Hafnarfirði óskar eftir starfskröftum ykkar. Við bjóðum upp á sveigjanlegan vinnutíma. Einnig er boðið er upp á skapandi vinnuumhverfi sem stuðlar að því að hæfileikar hvers starfsmanns fái notið sín. Starfsfólk er hvatt til góðra verka, það nýtur góðs af virkri þátttöku og fær tækifæri til að vaxa og þroskast í starfi. Markmið Hrafnistu eru að: • Vera leiðandi aðili í umönnun og þjónustu fyrir aldraða. • Stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan heimilisfólks. • Efla faglega þekkingu starfsfólks. • Auka starfsánægju og bæta starfsumhverfi starfsfólks. Nánari upplýsingar um Hrafnistu cru á heimasíðu okkar: www.hrafnista.is eða hringið í Ragnhciði Stephensen í Reykjavík, 585-9400, og Ölmu Birgisdóttur í Hafnarfirði, 585-3101. Heilbrígðisstofnun Þingeyinga Húsavík Hellbrígðisstofnun Þingeyinga óskar eftir hjúkrunarfræðingi til starfa við heilsugæslustöðina á Þórshöfn Heilbrigðisstofnun Þingeyinga samanstendur af heilsugæslustöðvunum á Húsavík, Reykjahlíð, Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn ásamt sjúkrahúsinu á Húsavík. Heilsugæslan á Þórshöfn er H1 stöð sem er í rúmgóðu húsnæði og því vinnuaðstaða með besta móti. Boðið er upp á starfsaðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum í heilsugæslu og einnig á slysamóttöku og skurðdeild á sjúkrahúsinu á Húsavík. Starfsemi heilsugæslunnar er mjög fjölbreytt og möguleiki að taka þátt í spennandi verkefnum sem fram undan eru. Gott samstarf er milli heilsugæslustöðvanna á svæðinu. Góð laun eru í boði, húsnæði og flutningsstyrkur. Þeini hjúkrunarfræðingum sem hafa áhuga, er velkomið að koma og skoða eða hringja og fá frekari upplýsingar hjá Hjördísi Gunnarsdóttur, hjúkrunarstjóra, í síma 468-1215, netfang: hjordis@heilhus.is, eða Dagbjörtu Þyri Þorvarðardóttir, hjúkrunarforstjóra, í síma 464-0542, netfang: thyri@heilhus.is. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 78. árg. 2002 183
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.