Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 30
ingshöfuðverk. Eftir þriggja mánuða meðferð töldu 81% þeirra að meðferðin hefði hjálpað sér eða að þeir hefðu fengið fulla bót sinna meina. Hjúkrunarfræðingar hafa gert rannsóknir á áhrifum svæða- nudds og fótanudds. Til að skoða hvort svæðanudd hefur áhrif á streitu og verki var gerð rannsókn með 23 sjúklingum með lungna- og brjóstakrabbamein. Tilgangurinn var að athuga hvort svæðanudd hefði áhrif á verki og kvíða. Þýðinu var skipt tilvilj- unarkennt í tvo hópa þar sem allur hópurinn fékk svæðanudd í 30 mínútur og svo enga meðferð í 30 mínútur. Niðurstöður sýndu að kvíði reyndist hafa minnkað marktækt í sjúklingum sem fengu svæðanudd á fætur. Ekki reyndist unnt að fá viðun- andi niðurstöður varðandi verkina þar sem einungis tveir sjúkl- inganna höfðu verki. Samkvæmt þessum niðurstöðum má ætla að svæðanudd geti haft einhver áhrif til að draga úr kvíða hjá þessum sjúklingum (Stephenson, Weinrich og Tavakoli, 2000). Ahrif svæðanudds á fyrirtíðaspennu voru athuguð í rann- sókn Oleson og Flocco (1993). Svæðameðferð var beitt á ein- kenni fyrirtíðaspennu í alls átta vikur á tvo hópa, annar hópur- inn fékk raunverulegt svæðanudd en hinn fékk sýndarsvæða- nudd (gervi- eða platmeðferð). Niðurstöður sýndu marktækan mun á hópunum þar sem meira hafði dregið úr einkennum fyrirtíðaspennu meðan á meðferð stóð, hjá þeim sem fengu raunverulegt svæðanudd. Hodgson (2000) gerði rannsókn þar sem könnuð voru áhrif svæðanudds á líðan og aðstæður krabbameinssjúklinga. Tólf krabbameinssjúklingum var raðað tilviljunarkennt í tvo hópa þar sem annar hópurinn fékk raunverulegt svæðanudd en hinn sýndarsvæðanudd þrisvar sinnum. Þátttakendur fylltu út lista um sjálfsmat á ýmsu sem tengdist líðan og aðstæðum fyrir og eftir meðferð. Niðurstöður sýndu að allir þáttakendur töldu líðan og aðstæður betri eftir bæði svæðanudd og sýndar- meðferð, en þó taldi svæðanuddshópurinn batann mun meiri en hinn hópurinn. I þessari rannsókn virðist svæðanudd bæta líðan og aðstæður krabbameinssjúklinga. Rannsóknir hafa líka verið gerðar á áhrifum einfalds fóta- nudds, (Hayes og Cox, 1999). Fimm mínútna fótanudd var boðið 25 sjúklingum á gjörgæslu, sem þátt tóku í rannsókn- inni, í því skyni að draga úr streitueinkennum hjá þeim. Endurtekið tilraunasnið (quai-experimental repeated mearures design) var notað til að safna upplýsingum fyrir, eftir og á meðan á meðferð stóð. Líffræðilegar breytur, hjartsláttur, meðalþrýstingur í slagæð, öndun og súrefnismettun, voru mældar af skjá við rúm sjúklings fyrir, eftir og á meðan á meðferð stóð. Tölfræðileg vinnsla upplýsinga gaf til kynna að hjartsláttur, blóðþrýstingur og öndun lækkuðu marktækt. Meðferð hafði engin áhrif á mettun súreíhis. Niðurstöður gáfu til kynna að fótanudd er líklegt til að auka slökun hjá sjúkling- um á gjörgæslu þótt meðferðin standi stutt hverju sinni. Þegar sjúklingar hafa verið spurðir um áhrif svæðanudds hafa þeir getið þess hversu róandi það er og auki orkuflæði (Trousdell, 1996; Joyce og Richardsson, 1997) og veiti almenna vellíðan (Launsö, Brendstrup og Arnberg, 1999). 158 Ekki hafa verið gerðar margar rannsóknir á áhrifum handa- og fótanudds (Snyder og Tseng, 2002). Þrátt fyrir auk- inn áhuga á rannsóknum á áhrifum svæðameðferðar og þær gefi jákvæðar niðurstöður er samt ljóst að erfitt er að fram- kvæma slíkar rannsóknir. Sýndarmeðferð hefur jaíhvel einnig reynst jákvæð þó gagnsemin sé ekki alltaf jafnmikil og af raunverulegu svæðanuddi. Atriði eins og líðan og árangur krabbameinssjúklinga er erfitt að meta. Áreiðanlegar rann- sóknir þarf að gera og mörgum spurningum er ósvarað um áhrif svæðanudds. Er svæðanudd eitthvað betra en einfalt fótanudd? Geta hjúkrunarfræðingar notað svæðanudd til að hjálpa skjólstæðingum sínum að slaka á og líða betur? Hvers ber að gæta? Margt þarf að hafa í huga þegar svæðameðferð er veitt. Skjólstæðingur verður alltaf að gefa leyfi sitt fyrir að vera snertur því þótt flestum þyki nudd gott er ekki alltaf sem fólki finnst það þægilegt. Ástand fóta verður að meta áður en nudd á sér stað með tilliti til bólgu, litar, sára og lyktar. Sérstaklega þarf að skoða neglur og húð og athuga vörtur og sveppasýk- ingar og líkþorn (Kozier, Erb, Blais og Wilkinson, 1998). Líkamlegt ástand skjólstæðings er líka mikilvægt og góðar upplýsingar um heilsufar eru nauðsynlegar. Ef skjólstæðingur hefur einhver vandamál varðandi blóðflæði til fóta vegna sjúk- dóma eins og sykursýki, taugasjúkdóma eða æðakölkunar verður að gæta sérstakrar varúðar og ekki beita miklum þrýst- ingi við nudd eða svæðameðferð þar sem sársaukaskyn getur verið mjög skert. Einnig þarf oft að fræða skjólstæðinga um hvernig þeir eiga að meðhöndla fæturna til að halda þeim í eins góðu ástandi og mögulegt er. Undirbúningur Skjólstæðingur ætti að liggja eða sitja þægilega og helst aðeins hærra en sá sem nuddar. Mörgum finnst gott að hafa kodda undir hnjám og höfði til að slaka betur á. Herbergið ætti að vera hlýtt og rólegt, og oft finnst skjólstæðingi notalegt að láta vefja sig í teppi. Fætur eiga að vera berir og í þægilegri stöðu og gott er að losa um klæðnað sem þrengir að blóðflæði. Notkun slökunartónlistar og ilmolíu getur aukið á áhrif nudds- ins og gert það enn meira slakandi. Nuddarinn þarf að hafa í huga að hann er ekki að greina eða meðhöndla sjúkdóma. Hins vegar getur hann hjálpað við að draga úr einkennum sjúkdóma og hjálpað þannig við að koma líkamanum í betra jafnvægi. Mikilvægt er að útskýra fyrir skjólstæðingi hvað og hvernig meðhöndlun fer fram áður en byijað er. Lengd með- ferðar er mismunandi og getur verið allt frá 30 og upp í 50 mínútur. Sé meðferð of stutt er hætt við að ekki hafi náðst næg örvun og of stutt meðferð getur verið oförvandi en slíkt þola ekki allir. Mælt er með að koma í meðferð einu sinni til tvisvar í viku í samtals 8-10 skipti. Til að geta skilið betur út á hvað svæðanudd gengur er gott að skoða meðfylgjandi mynd (mynd 1) en hún sýnir hvar á fótunum svæðin eru staðsett. Vinstri fótur samsvarar vinstri Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.