Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 21
Fræðslugrein: Elín Margrét Hallgrímsdóttir K_0kk.uk. á Ák'áfum MeK.K.'tuK.Ar^'tAðAv Á bÚS£'fculMl kjÚkvUK.AV'fYÆðÍK^M Þær niðurstöður, sem kynntar eru hér, eru hluti af rannsókn sem framkvæmd var meðal útskrifaðra hjúkrunarfræðinga og viðskipta-/rekstrarfræðinga frá Háskóla íslands og Háskólan- um á Akureyri haustið 2000. Tilgangur könnunarinnar var að kanna áhrif háskólamenntunar á byggðaþróun og búsetuskil- yrði hér á landi frá stofnun Háskólans á Akureyri 1987 til 1999. Helstu rannsóknarspurningar voru: 1) Er marktækur munur á búsetu nemenda HÍ og HA að námi loknu? 2) Ræðst val á búsetustað að háskólanámi loknu fyrst og fremst af annars vegar tekjumöguleikum og hins vegar faglegum tæki- færum? 3) Hefúr framboð á háskólamenntuðu fólki aukist á Akureyri við tilkomu Háskólans á Akureyri? Rannsóknarhóp skipuðu Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor við HA, sem var verkefnisstjóri, Elín Margrét Hallgrímsdóttir, símenntunarstjóri við RHA, fngólfur Asgeir Jóhannesson, dósent við HA og Grétar Þór Eyþórsson, framkvæmdastjóri við RHA. Rannsóknin var styrkt af Rannsóknarsjóði RANNÍS og Héraðsnefnd Eyjafjarðar. AÐFERÐ Spurn i ngalistakönn un Könnunin var framkvæmd á tímabilinu september til desem- ber árið 2000 meðal brautskráðra hjúkrunarfræðinga á tíma- bilinu 1987-1999. Einstaklingar voru valdir með tilviljunarúr- taki sem var 37% af öllum brautskráðum nemendum í hjúkrunarfræði frá Háskóla íslands á umræddu tímabili en öllum brautskráðum nemendum Háskólans á Akureyri í hjúkr- unarfræði var sendur listi (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 1999; Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri, 2000; Nem- endaskrá Háskóla íslands, 2000). Skiptingu þýðis og úrtaks milli HÍ/HA má sjá í töflu 1. brautskráðra frá HA. Svarhlutfallið var því samanlagt 74,2% sem teljast má hátt miðað við svörun póstsendra kannana almennt (sjá töflu 2). Tafla 2. Yfirlit yfir úrtak og svarhlutfall milli HÍ og HA Úrtak Svör Hlutfall (%) Hjúkrunarfræðingar HÍ 284 217 76,4 Hjúkrunarfræðingar HA 147 103 70,1 Alls 431 320 74,2 BAKGRUNNUR ÞÁTTTAKENDA Kyn og aldur Kyn þátttakenda skiptist þannig að karlar voru 8 (2,5%) og konur 310 (97,5%), tveir svöruðu ekki spurningunni. Aldur þátttakenda sést á mynd 1. 70 60 50 0) tf) '2 “■ 30 20 10 0 20-29 30-39 40-49 50-59 Mynd 1. Aldur Tafla 1. Skipting þýðis og úrtaks milli HÍ og HA Þýði Úrtak Hlutfall (%) Hjúkrunarfræðingar HÍ 767 284 37 Hjúkrunarfræðingar HA 147 147 100 Alls 914 431 47 Svörun Sendir voru spurningalistar til 431 hjúkrunarfræðings og bárust svör við 320 listum. Þátttaka var 76,4% meðal braut- skráðra frá HÍ, sem er 28,3% þýðisins, og 70,1% meðal Flestir þátttakenda, eða um 65 af hundraði, voru á aldurs- bilinu 30-39 ára sem skýrist af því tímabili sem könnunin náði til. Næst ijölmennasti hópurinn var á aldrinum 20-29 ára (sjá mynd 1). Elín Margrét Hallgrímsdóttir lauk meistara- prófi í hjúkrunarfræði með áherslu á stjórnun frá Glasgow háskóla árið 1998. Hún er símenntunarstjóri við Háskólann á Akureyri. Netfang: emh@unak.is Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 3. tbl. 78. árg. 2002 149
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.