Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 10
revised on one pediatric ward in the University Hospital of Iceland in 1996 and a nurse-led family oriented intervention was introduced. The purpose of this study was to describe the intervention for infants ’ sleep problems and to evaluate out- comes by a quasi-experimental design with regard to infants’ sleep patterns before the intervention and two months after hospital discharge. All infants up to the age of two who were hospitalized for sleep problems over a two-year period (1996- 98), and their parents, were eligible for study. Use of sedative medication at the time of hospitalisation was the only exclusive criteria. The final sample consisted of 33 infants, 33 mothers and 30 fathers. Sleep patterns were studied by a weekly diary and by interviews with both parents. The followingfive domains were assessed: 1. Length of night sleep, 2. Night waking, 3. Settlingfor night sleep, 4. Day naps, 5. Irritability of infant over daytime. The intervention was oriented on the following principles: Correction of day-sleep rhythm; Supporting self- comforting capabilities of the infant; Developmental guidance of parents in regard to temperamental characteristics, develop- mental status and infant response pattern. Parents took responsibility for executing a negotiated care plan and fathers were actively involved in its operationalisation. Significant changes occurred in the increase of length of daily sleep and decrease in frequency of night wakings. Changes were also significant for settling for night sleep problems, problems with day naps and infants’ irritability over daytime. It is concluded that the sleep problems of infants changed markedly afier the family oriented intervention. Key words: Sleep problems, infants, intervention, family, nursing, Iceland. Svefnvandamál eru talin eitt algengasta umkvörtunarefni for- eldra ungra barna hjá barnalæknum og á heilsugæslustöðvum. Samkvæmt könnun, sem gerð var hér á landi, stækkar sá hópur, sem á við svefnvandamál að stríða, úr 15% við þriggja mánaða aldur í 20% við eins árs aldur (Eygló Ingadóttir, Hilma Sveinsdóttir, Hólmífíður Þórðardóttir, Hulda Gísladótt- ir og Lilja H. Hannesdóttir, 1992). Rannsóknir frá Bretlandi og Bandaríkjunum styðja niðurstöður íslenskra rannsókna þar sem tíðni svefnvandamála ungbarna reyndist vera á milli 10 og 30% (Leeson, Barbour, Romaniuk og Warr, 1994; Messer og Parker, 1998; Minde o.fl., 1993; Sadeh, 1994; Scott og Richard, 1990). Faraldursfræðileg rannsókn frá Svíþjóð með úrtaki 2518 barna á aldrinum 6-18 mánaða sýndi að 59% barnanna höfðu einhver vandamál tengd því að fara að sofa og 38% barnanna höfðu einhver vandamál tengd því að vakna upp á næturnar (Thunström, 1999). Talið er að svefnvandamál bama geti haft veruleg áhrif á líðan foreldra og starfshæfni fjölskyldunnar (Daws, 1989; Wolke, Gray og Meyer, 1994). Séu þau alvarleg að mati for- eldra og ekkert verði að gert, geta þau haft alvarleg langvar- andi áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barnanna (Stores og Wiggs, 1998). 138 Einungis fannst ein rannsókn sem lýsti árangri meðferðar sem fól í sér innlögn barns á sjúkrahús. Rannsóknin, sem er frá Ástralíu, lýsir árangrinum á eftirfarandi hátt: 86% bamanna sváfu vel 3 mánuðum eftir meðferð, það er að segja að þau vöknuðu sjaldnar en 3svar á nóttu og vöktu stutt í hvert skipti. Hinum börnunum sem batnaði ekki (14%), vöknuðu 3svar eða oftar upp á nóttu og þau áttu einnig í erfiðleikum með að fara að sofa. Áströlsku börnin vora 8-12 mánaða gömul. Atferlis- meðferð, sem þau fengu, er nefnd „controlled crying“ (Leeson o.fl., 1994). Þessi tegund atferlismeðferðar var mest áberandi í rannsóknum um 1990 og byggist á aðferðum Ferber (1985). Þessi meðferð hefur einnig verið kölluð „checking“. Meðferðin er útfærð á eftirfarandi hátt: Eftir að barnið hefur verið lagt í rúmið sitt til að sofúa fara foreldrar fram en koma inn aftur eftir 5 mínútur. Þeir stoppa í 2-3 mínútur og fara síðan aftur fram og eru frá í 10 mínútur. Þá er farið inn aftur í stuttan tíma og þetta er endurtekið. Tíminn, sem foreldrar bíða frammi, er sífellt lengdur, þó ekki meira en upp í 15 mín. fyrsta daginn. Daginn eftir er byrjað á að koma inn fyrst eftir 10 mín. og það lengt upp í 20 mín. og þriðja daginn er byrjað eftir 15 mín. Síðan em þessi tímabil lengd koll af kolli (Ferber, 1985). Leeson o.fl. (1994) velta fyrir sér réttmæti þessarar meðferðar gagnvart baminu þótt þeir beiti henni í sinni rannsókn. Minde, Faucon og Falkner (1994) lýsa annarri atferlismeð- ferð sem hefur notið aukinna vinsælda og er kölluð „shaping technique“. Meðferðin felst í því að foreldrið situr á stól inni hjá barninu þegar það er að sofna en gerir sem minnst fyrir bamið á meðan. Foreldrið færir sig síðan ijær barninu stutta vegalengd á hverjum degi. Þannig dregur foreldrið sig í hlé þangað til það er komið út úr herberginu. Sálgreinandinn Daws (1989) hefúr töluvert aðrar áherslur í meðferð barna með svefnvandamál en atferlisfræðingar. Vandamál er að hennar mati til staðar þegar foreldrar skilja ekki hegðun barnsins. Hún reynir fyrst og fremst að hjálpa foreldum að skilja hvers vegna bamið sefur illa, það grætur þegar það vaknar og kallar eftir aðstoð þeirra. Hún fæst einnig við meðhöndlun aðskilnaðarkvíða foreldra, það er þegar foreldar eiga erfitt með að skilja við sofandi barn. í íslenskri rannsókn með úrtaki 194 ungbarna með svefn- truflanir kom fram að algengasta meðferð, sem börnin höfðu fengið, var lyfjameðferð og atferlismeðferð með „controlled crying“ (Arna Skúladóttir, 2001). Um helmingur barnanna (48%), sem leituðu til göngudeildar Landspítalans í Fossvogi árið 1999 vegna svefnvandamála, hafði fengið lyijameðferð með róandi lyfjum fyrir komu á spítalann. Messer og Parker (1998) hafa bent á að lyfjameðferð leysi ekki svefnvandamál til lengdar. Niðurstöður rannsóknar Richman (1985) sýndu að nokkur skammtímaárangur var af notkun róandi lyfja en til lengri tíma var árangur nær enginn. Þrátt fyrir að notkun róandi lyfja virðist vera algengt úrræði hér á landi við svefú- vandamálum ungra barna hafa engar rannsóknir verið gerðar á árangri þeirra. Tilgangur þeirrar rannsóknar, sem hér er lýst, var að kanna Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 3. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.