Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 52
fínum reiðhesti einnar frúarinnar í sveitinni. Einn daginn opn- aði ég dyrnar á biðstofunni og sagði: „Næsti, gerið svo vel“! „Meeeh,“ var svarið. Nýfætt lamb hafði fótbrotnað og hægasta leiðin var að leita uppi hjúkkuna. Dýralæknir var í tveggja klukkustunda akstursijarlægð. Já, skyldustörfin voru margvisleg. Ónæmisaðgerðir fyrir vissa hópa ef von var á inflúensu. Venjubundið ferðalag augn- læknisins. Móttaka krabbameinsleitarteymis. Umsjón með lyfjabúri allan sólarhringinn. Kynfræðslan fyrir unglingana í skólanum, sem var eina námsefnið sem ég var beðin um að kenna, fastakennarar sáu um annað. Eitt sinn dró ég dreng undan dráttarvél, dauðhrædd um hryggbrot eða eitthvað því um líkt; sem betur fer hafði bakið á honum sveigst niður á milli tveggja þúfna. Ég fór í sjúkravitjanir, oft töluverðar vegalengdir. Ók fólki á flugvöll ef flytja þurfti sjúkling til Akureyrar. Ég saumaði fjölmargar smáskeinur; fjarlægöi marðar neglur og þrýsti dentíni í tennur. Ég gæti haldið áfram til eilífðarnóns. Ekki gleyma því að læknarnir frá Húsavík komu alla þriðjudaga. Þá reyndi ég eins og ég gat að gera grein fyrir því sem þeirra beið af læknisverkum. Launin voru lág en einhverra hluta vegna gleymdi ég gildi peninga á þessum stað. Nýr fiskur var oft við útidyrnar á morgnana þegar ég opnaði þær. Einhver hafði þá farið á sjóinn og munað eftir mér. Stór poki með skógarsveppum var þarna einn morguninn. Margt i þessa áttina gæti ég tíundað. Einhver var að borga fyrir einhvern lítinn greiða. Þetta var dásamlegt. Lítill atburður stendur mér ljósar fyrir hugskotssjónum en sumt annað. Einn undurfagran sumardag, seinna sumarið sem ég var þarna, hringdi síminn. Mér var tjáð að tveggja mánaða gamalt folald hefði lent í gaddavírsgirðingu og slasast illa. Þetta folald átti að lofa góðu fyrir bóndann á bænum. Ég hringdi í dýralækninn á Húsavík sem sagðist gríðarlega upptekinn svo ég fékk leyfi hans til að fást við þetta tilfelli ef mér fyndist ég ráða við það. Hann sagði um leið að líkast til þyrfti að aflífa folaldið. Ég safnaði saman öllu sem ég bjóst við að ég gæti þurft að nota og ók á staðinn. Þegar þangað kom var þarna stóð af hestum sem hafði verið safnað saman í horngirðingu. Þarna voru einnig þrír menn af býlinu og reyndu þeir að bægja hrossunum burtu. Litla dýrið lá skjálfandi af hræðslu í blóði sinu innan um stóðið. Ég leit á áverkann og sá að hér var um 10-15 sentímetra djúpan skurð að ræða á hægra framfæti innanverðum upp við búkinn. Ég reyndi að gæla við folaldið smástund ef ég gæti hugsanlega byggt upp pínulitið trúnaðartraust milli okkar. Ég talaði við það, reyndi að fá það til að leggjast þægilega og lykta af mér eins og það vildi. Ég sprautaði deyfilyfi í sárið, beið aðeins og byijaði að sauma. Það var eins og það styggðist ef einhver annar ætlaði að halda því kyrru. Litla dýrið lá grafkyrrt. Ég einbeitti mér að saumaskapnum og tók ekki effir neinu öðru. Mér leið ekkert vel; svona atburðir voru ekki daglegt brauð fyrir mér. Allt í einu leið mér svo undarlega og varð rólegri, það var eins og utanað- komandi kraftur kæmi yfir mig. Ég leit upp og mætti augum hryssunnar, móður folaldsins. Við horfðumst í augu nokkur sekúndubrot. Hún stóð þarna með hverja einustu taug þanda og 180 " fylgdist með hreyfingum mínum, tilbúin að verja afkvæmið ef með þyrfti. Aldrei fyrr á hjúkrunarferli mínum, sem þá var um 25 ár, hafði ég upplifað neitt þessu líkt. Það var eins og við töluðumst við án orða. Hún sagði: „Ég veit nákvæmlega hvað þú ert að gera.“ Mér fannst ég segja: „Ég reyni eins og ég mögulega get.“ Mér fannst hún gefa mér styrk. Hún stóð þama stolt og stíf þar til verkinu var lokið. Þá kom hún nær og nudd- aði snoppunni í folaldið og þau röltu rólega í burtu. Bóndinn ljarlægði sjálfur saumana; hann kvað það óþarfa að koma aftur; allt hafði gengið að óskum. Mínum afskiptum var lokið. Fólk, sem er nánum samvistum við dýr, þekkir ábyggilega þessar tilfinningar. Fyrir mér var þetta framandi og einstök reynsla. Þegar þú lest þessa litlu frásögn hugsarðu með þér að ég hafi lítið gert annað en hlynna að dýrum þann tíma sem ég var þarna. Öðru nær. Ég reyndi bara að gera það sem til var ætlast og taldi skyldu mína. Allt var eitt, maður og skepnur, land og haf. Það voru mín forréttindi að fá að vera þátttakandi og ég naut hverrar mínútu. Almættið var mér hliðhollt, enginn dó á meðan ég var þama. Þegar þessi tvö dásamlegu ár voru liðin bjóst ég til brott- ferðar með blendnum huga. Þegar ég var að fara sagði ein- hver: „Af hveiju ferðu ekki bara til Þórshafnar, það er þó læknir þar.“ Ég svaraði stutt í spuna: „Nei, þökk fyrir samt, ég veit hver fer í veiðitúrana og hver sér um sjoppuna.“ Tekið úr bókinni: On Nursing - A Literary Celebration - An Anthology Útgefendur og höfundar: Margretta Maiden Styles og Patricia Moccia National League for Nursing - New York Útgáfunúmer 14-2512 Eftirmáli bókarhöfunda: Segja má að á margan hátt sé hjúkrunarstarfið í sjálfú sér skáldskapur í verki. Hjúkrun eins og skáldskapurinn býr yfir eigin takti, eigin fegurð og eigin minningabrotum. Hjúkrunarfræðingar tjá sig gjarnan í skrifúðum ljóðum og valin dæmi eru í þessari bók. Námskeið: ✓ Askov'm- Kw^ljÓMUR í BláQöllum 12.-15. september 2002. Hver ert þú? Markmiðið er hugljómun, bein upplifún af sannleikanum. Hefúr hjálpað þúsundum manna í yfir 30 ár til aukinnar meðvitundar, betri samskipta og meiri lifshamingju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 562 0037 og 869 9293 til 9. september. Leiðbeinandi er Guðfinna Steinunn Svavarsdóttir. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.