Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 9
Arna Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur á göngudeild barna með svefnvandamál, og Marga Thome, dósent í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands: Ungbörn með svefnvandamál: Breytingar á svefnmynstri ungra barna fyrir og eftir meðferð á sjúkrahúsi* Lykilorð: Svefnvandamál, ungbörn, meðferð, árangur, fjölskylda, hjúkrun, ísland ÚTDRÁTTUR Um langt árnbil hefur jjöldi barna verið lagður inn á sjúkra- hús hérlendis vegna svefnvandamála. Ekki var vitað um skammtíma- eða langtímaárangur af þessum innlögnum, hvorki fyrir barnið né foreldra þess. A barnadeild Landspít- ala-háskólasjúkrahúss í Fossvogi var þjónustan fyrir þennan skjólstœðingahóp endurskoðuð og breytt árið 1996 og ný með- ferð tekin upp og stjórnað af hjúkrunarfrœðingi. Samfara breytingu á þjónustu voru áhrif meðferðarinnar á svefn- mynstur barna könnuð. Tilgangur þessarar greinar var að lýsa meðferð sem börnin fengu og skýra frá árangri hennar. Svefnmynstur barnanna var metið fyrir innlögn og tveim mánuðum eftir útskiift. Öllum börnum upp að tveggja ára aldri, sem lögðust inn á barnadeildina í Fossvogi vegna svefnvandamála á árunum 1996-1998, og foreldrum þeirra var boðin þátttaka. Börnin máttu ekki nota róandi lyf við upphaf meðferðar. Endanlegt úrtak voru 33 börn á aldrinum 5 til 24 mánaða. Svefnmynstri barnanna var lýst af foreldrum í dagbókum og í viðtölum við báða foreldra fyrir innlögn og 2 mánuðum eftir útskrift. Eftirtalin atriði voru metin: 1. Lengd nœtursvefns. 2. Tíðni næturvöknunar. 3. Erfiðleikar við að sofna á kvöldin. 4. Daglúrar (tímasetning, lengd og tíðni). 5. Pirringur barns á daginn. Ahersluatriði í meðferð hjúkrunarfrœðings voru fólg- in í leiðréttingu á daghrynjanda, styrkingu á sjálfshuggunar- hæfni barna og leiðsögn til beggja foreldra um lundarfar, þroska og viðbragðsmynstur barnanna. Meðferðin var fölskyldumiðuð og lögð var áhersla á að feður tœkju virkan þátt í framkvœmd hennar. Niðurstöður sýndu að 2 mánuðum eftir útskrift frá sjúkra- húsi hafði nœtursvefn lengst og nœturvöknunum hjá börnunum fækkað marktækt. Nœtursvefn barnanna hafði lengst um 1,6 klukkustundir að meðaltali á nóttu og nætur- vöknunum hafði fœkkað úr 5,1 í 1,2 skipti á nóttu að meðaltali. Marktækar breytingar höfðu einnig orðið á þeim börnum sem áttu enn i erfiðleikum við að sofna á kvöldin, fá sér lúr á daginn eða voru pirruð á daginn. Því má álykta að svefnmynstur barna hafi batnað allverulega eftir meðferð. Infants with Sleep Problems: Does family oriented intervention in hospi- tals make a difference? ABSTRACT Sleep disturbed infants have been hospitalised traditionally in pediatric wards in lceland without receiving specific interven- tions for sleep problems. Consequently, there was no evidence for hospitalisation bearing positively on client outcomes neither in the short nor long term. Service for this client group was Arna Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur á göngudeild barna með svefnvandamál. Deildin er starfrækt við bamadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Arna hefur unnið við barna- deildina í Fossvogi (áður á Landakoti) í 15 ár, við heilsugæslustöðina á Suður- eyri í 6 ár og á Kleppsspítala í 3 ár. Hún tók hjúkrunarpróf frá Hjúkrunar- skóla Íslands árið 1978, viðbótarnám í hjúkrun barna og heilsugæslu frá Háskóla íslands árið 1995, BS- próf frá HÍ árið 1996 og meistarapróf frá HÍ árið 2001. EMarga Thome, dósent í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands. Hún lauk doktorsprófi frá Queen Margaret College, Edinborg, og Opna háskólanum í Bretlandi og meistara- gráðu frá Háskólanum í Manchester. JjgÍL Hún hefúr kennt við Háskóla Islands síðan 1977 og er forseti hjúkrunar- fræðideildar. * Ritrýnd grein Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 3. tbl. 78. árg. 2002 137
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.