Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Blaðsíða 28
með hjartabilun. Hún segir að sjúldingum sé í raun skipt í fjóra hópa, svo sem hjartabilunarsjúklinga, sjúklinga sem fá kransæðastíflu, sjúklinga með hjartsláttartruflanir og svo sjúklinga sem eru að fara í rannsóknir. Verið sé að vinna hug- mynd að skipulagi þar sem hjúkrunarfræðingar á deildinni flytjast á milli hópa og kynnast öllum sviðum hjúkrunarinnar en geta orðið sérfræðingar í einhverju tilteknu og geta orðið faglegir leiðtogar þar og það skipti mjög miklu máli þegar horft sé til framtíðar. Unnur segir að þær séu aðeins hyrjaðar á því að skipuleggja starfið á þennan hátt og það gangi mjög vel. „Hér er t.d. hjúkr- unarfræðingur sem sér um sjúklinga sem híða eftir að fara í raflífeðlisfræðilega rannsókn, það er töluverður biðlisti eftir þeirri rannsókn. hessi hjúkrunarlræðingur tók að sér að gera mjög gott fræðsluefni og boðaði alla sem bíða eftir aðgerðinni á fræðslufund. Þetta vakti milda ánægju hjá sjúklingunum, þeir voru vel undirbúnir í staðinn fyrir að bíða heima eftir að- gerð sem er búið að segja þeim óljóst frá.“ Rakel bætir við að legutíminn hafi styst mjög mikið og því þurfi að huga vel að því hvernig fræðslan sé skipulögð og hvort nægur tími sé fyrir sjúklinginn að fá þá vitneskju með heim sem hann þurfi þegar hann útskrifast. Tíminn sé orðinn stutt- ur og fólk gangi í gegnum mikla erfiðleika við innlögn og mót- taki þar af leiðandi ekki fræðsluna, því sé mjög mikilvægt að skipuleggja fræðsluna vel og að það sé stöðugt verið að bjóða hana. Það sé einnig mjög mikilvægt að fólk viti hvert það á að leita þegar það kemur heim. Unnur segir að verið sé að und- irbúa að sjúklingar, sem fá fyrsta hjartaáfall, verði hoðaðir í fræðsluviðtöl og svo verði metið hvort þeir þurfi að koma einu sinni eða oftar. Það verði mjög spennandi að sjá hvernig þetta verkefni þróast. Rakel segir margt að gerast á þessum vettvangi sem sé spenn- andi fyrir hjúkrunarfræðiqga sem séu að útskrifast. „Ef vel tekst til að skipuleggja sjúklingahópana, sem ég ræddi um áðan, færi hjúkrunarfræðingur t.d. fyrst í hóp þeirra sjúklinga sem eru að koma inn í rannsóknir og síðan í annan hóp sem krefst meiri þekkingar og færni og svo framvegis. Eftir það fer hjúkrunarfræðingurinn að átta sig hvar hans áhugasvið liggur og deila þekkingu sinni með öðrum. Það skiptir okkur miklu máli að fá inn í þessa sérhæfingu faglega leiðtoga." Hún segir þjónustuna þó takmarkast af fjármagni, hjartaþræð- ingar séu að mestu í dagvinnu hakvaktir taki við eftir það, en enn séu ekki bakvaktir um helgar og það sé ekki nógu gott. „En við stefnum að því að manna helgarnar líka með haustinu en okkur vantar rekstrarfé. Aðstaðan hefur batnað mjög með tilkomu aukinnar hjartaþræðingarþjónustu og biðlisti eftir hjartaaðgerðum liefur styst til muna,“ segir hún að lokum. Hjúkrun 2004 Ráöstefna um rannsóknir í hjúkrun, Hjúkrun og samfélagið, veröur haldin dagana 29.-30. apríl 2004 aö Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. • Ráðstefnan er haldin í samvinnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hjúkrunarfræðideildar Háskóla íslands og hjúkrunarfræöibrautar heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri samkvæmt samkomulagi sem gert var milli þessara aöila í ágúst 2002. • Gestafyrirlesarar veröa tveir, einn erlendur og einn innlendur. • Frestur til að skila útdráttum er til 31. desember 2003. Auglýst verður eftir útdráttum í 3. tbl. Timarits hjúkrunarfræöinga sem kemur út i júní og á vefsíðu Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga www.hjukrun.is en þar verður sett upp sérstök síða fyrir ráðstefnuna. • Sérstök áhersla veröur lögð á veggspjaldakynningu auk fyrirlestra. • Undirbúningsnefnd skipa Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, SóleyS. Bender, Páll Biering, Hildigunnur Svavarsdótt- ir og Hafdis Skúladóttir. • Samstarfsaðili er Congress Reykjavík - ráðstefnu- þjónusta ehf. Nánari upplýsingar veitir Aöalbjörg J. Finnbogadóttir, hjúkrunarfræðingur, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, simi 540 6400, netfang: adalbjorg@hjukrun.is. Brautskráning í hjúkrunarfræði frá Háskóla íslands 22. febrúar 2003 og lokaverkefni BS-próf í hjúkrunarfræði og lokaverkefni Eygló Hannesdóttir: Zen og hjúkrun. Leiðtogahlutverkið í Ijósi Zen búddisma. Guðrún Jónina Guðjónsdóttir: Upplifun unglinga af dvöl á geödeiid. íris Dröfn Björnsdóttir: Kynlíf aldraðra. Þekking og viö- horf. Katrín Guðjónsdóttir: Að finna lifinu nýjan farveg. Um- önnun á heimilum. Stella Sharon Kiernan: Aö hafa mörg járn í eldinum. Heilsufar kvenna. Forprófun mælitækis. MS- próf í hjúkrunarfræöi og lokaverkefni Ingibjörg Eiriksdóttir: Útkoma úr tviburameðgöngum og fæðingum með tilliti til heilsufars mæðra og barna árin 1991-2000 á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. (Leiðbein- endur: Hildur Harðardóttir og Ólöf Ásta Ólafsdóttir). Margrét I. Hallgrímsson: Útkoma spangar i eðlilegri fæöingu: Áhrif stellingar og meðferðar. (Leiðbeinendur: Þóra Steingrímsdóttir og Ólöf Ásta Ólafsdóttir). Timarit islenskra hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.