Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Blaðsíða 37
UMFJOLLUN Konur eru veikari er karlar hjá konum og körlum. Nokkrir veigamiklir þætt- ir eru þó ekki sambærilegir hjá kynjunum og verða hér á eftir raktir nokkrir þeirra. Líkamleg einkenni Af líkamlegum einkennum, sem greina má fyrst hjá alkóhólistum, eru þolaukning og frá- hvarfseinkenni. Síðan koma ýmsir afleiddir sjúk- dómar, eins og lifrarbólga, hár blóðþrýstingur, vannæring og úttaugabólga, að ótöldum afleið- ingum slysa. Líkamlega eru konur verr af guði gerðar til að þola áfengisneyslu en karlar. Þær þola áfengi verr, verða fyrr drukknar og áfengismagn í blóði mælist hærra hjá þeim en körlum þrátt fyrir sama skammt áfengis á þyngdareiningu. Skýringa hefur verið leitað í þeirri staðreynd að karlar hafa hlut- fallslega meira vatnsmagn í líkamanum en konur, en talið er að þarna spili einnig inn í að konur hafa ekki eins mikið af hvötum í magavegg og karlar og því eyðist minna af áfengi hjá konunum. Hormónar eiga einnig hlut að máli og margar konur tengja neyslumunstur sitt tíðahringnum. Áfengismagn er t.d. hærra rétt fyrir tíðir og eiga þær því erfiðara með að segja fyrir um áhrif og vara sig á ofurölvun. Fyrirtíðaspenna hefur verið tengd alkóhólisma, þ.e. að konum, sem hafa fundið til fyrirtíðaspennu, sé hættara við alkó- hólisma. Þá nota konur oftar ávanalyf samfara á- fengisneyslu en karlar, samanber rannsóknarnið- urstöðurnar sem getið er hér að ofan. Þetta er ekki góð blanda og verða konur því oft illa drukknar og óútreiknanlegar. Einn líkamlegan þátt má nefna til viðbótar en það er sú staðreynd að fitumagn er meira í líkama kvenna. Líkami þeirra losar sig því hægar við ró- andi ávanalyf sem setjast í fituvefina, sama má segja um fleiri efni, t.d. hass. Efnin safnast því upp í líkama þeirra. Fráhvarfseinkennin koma síðar fram, eru lúmskari og standa lengur yfir. Þar af leiðandi verða þær veikari en karlar. Þá koma fylgikvillar mun fyrr fram hjá konum, t.d. fitulifur, hár blóðþrýstingur og vannæring. Slys eru algeng hjá konum sem misnota áfengi. Félagsleg vandamál „Hver skyldi vera að passa börnin hennar í kvöld?" var spurt í hneykslan fyrir nokkrum árum í tilefni af því að kona sat drukkin á bar í miðri viku. Um jafndrukkinn karl, sem einnig á börn og sat á hin- Tafla 1 Fráhvarfseinkeini (meöaltal einkunna) Karlar Konur 1. dagur 26,1 32,3 2. dagur 19,3 25,3 3. dagur 15,9 21,3 4. dagur 14,3 20,1 5. dagur 12,3 18,9 6. dagur 10,7 18,6 7. dagur 10,0 18,1 Tafla 2 Ástæöa komu, skipt eftir kynjum Karlar Konur Alls Áfengi 45,3 42,7 44,6 Lyf 0,6 1,6 0,9 Fíkniefni 6,3 8,9 7,0 Áfengi og lyf 1,6 5,6 2,7 Áfengi og fíkniefni 44,4 37,9 42,6 Blandaö 1,3 0,8 U Annað 0,8 0,2 Aöstandandi 0,3 1,6 0,7 Alls 100,0 100,0 100,0 Tafla 3 Dagdrykkjumunstur Karlar Konur Alls Dagdrykkja 24,9 31,6 26,7 Túradrykkja 29,8 16,7 26,3 Helgardrykkja 39,0 44,7 40,6 Annaö 6,2 7,0 6,4 Alls 99,9 100,0 100,0 Landspitali-háskólasjúkrahús, geðdeild Ása Guömundsdóttir, sálfræðingur um enda barsins, var aftur á móti sagt með vorkunn: ,Ætli fót- boltaliðið hans hafi ekki verið að tapa enn einu sinni?“ Þetta at- vik segir meira en mörg orð um afstöðu fólk til drukkinna kvenna. Þær hafa átt undir högg að sækja. Það hefur ekki verið talið kvenlegt, jafnvel siðlaust, af konu að drekka of mikið. Körlum fyrirgefst meira og er mismunandi afstaða til kynferð- ismála handhægust til skýringar. Drukknum körlum er talið til tekna að komast yfir sem flestar konur og þeir stæra sig af því. Konur, sem gera slíkt hið sama undir áhrifum áfengis, eru for- dæmdar. Þær fá þann stimpil að vera lauslátar. Löngum hefur það verið svo, að þegar konu er nauðgað og gerandinn er drukkinn er það talið draga úr ábyrgð nauðgarans, en konan er talin ábyrgari ef hún er drukkin. Timarit islenskra hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.