Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Qupperneq 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Qupperneq 44
Guörún Árný Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á HÞ LOFT 2002 t Ráöstefna um tóbaksvarnir á Islandi Meöferöarúrræöi innan heilbrigöisþjónustunnar Síðastliðið haust, 27.-28. september, var haldin opin ráð- stefna um tóbaksvarnir á Islandi. Megininntak ráðstefn- unnar var að rýna í meðferöarúrræði innan heilbrigðisþjón- ustunnar. Sérstök áhersla var lögð á gildi þess að nýta sam- talstækni til að stuðla að breytingum á lífsstíl. Samtals- tæknin gæti í raun nýst á öllum sviðum heilbrigðisþjónust- unnar. Þarna voru samankomnir sérfræðingar og áhugafólk um tóbaksvarnir víða að úr heiminum, miðluðu þekkingu sinni og ræddu framtíðina. Hvaða meöferðarform og að- ferðir hafa nýst best til að fá fólk til að breyta um lífsstíl? Hvar verða áherslur tóbaksvarna innan heilbrigðisþjónust- unnar á næstu árum? Getum við í sameiningu stuðlað að því að markmiö íslensku heilbrigöisáætlunarinnar varöandi tóbaksnotkun til 2010 náist? Ráðstefnan var haldin á Skútustöðum í Mývatnssveit og nefndist „Loft 2002“. Um var að ræða samstarfsverkefni Tó- baksvarnanefndar, Landlæknisembættisins, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, Lækna gegn tóbaki, Samtaka hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki, Heilbrigðis- stofnunar Þingeyinga og Ráðgjafar í reykbindindi - grænt númer 8006030. Ymis fyrirtæki og stofnanir styrktu Loft 2002 en aðalstyrktaraðili var fyrirtækið GlaxoSmithKline. Jóhanna S. Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur í Mývatnssveit og ráðgjafi í reykbindindi, var framkvæmdastjóri Lofts 2002 fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Fundarstjórar voru Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir, hjúkrunarforstjóri HÞ, og Sigurður Halldórsson, heilsugæslulæknir á Kópaskeri. 42 Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 79. árg. 2003 I greininni hér á eftir verður byrjað á að gera j grein fyrir inntaki fyrirlestranna á Lofti 2002, niðurstöður pallborðsumræðna síðan kynntar lít- ] illega og að lokum verður framtíðarsýn þátttak- enda á Lofti 2002 skoðuð. Heilbrigðisáætlun íslands til 2010 Haukur Valdimarsson, aðstoðarlandlæknir, setti ráðstefnuna. Hann fór m.a. yfir heilbrigðis- áætlun Islendinga til 2010 þar sem eitt af sjö forgangsverkefnum fjallar um að stefnt skuli að því að ná hlutfalli reykingamanna niður fyrir 15% og hlutfalli barna og unglinga sem reykja niður fyrir 5%. Hann fór síðan yfir leiðir, sem bent er á í heilbrigðisáætluninni, til að ná þess- um markmiðum: 1. Fræðsla og forvarnir sem beinast að börnum, ungmennum og lullorðnum. 2. Eftirfylgni við banni á tóbaksauglýsingum, niðurgreiðslu nikótínlyfja og verðstýring. 3. Betra aðgengi að meðferðarúrræðum fyrir reykingasjúklinga. 4. Reyklaust umhverfi sem víðast. 5. Aukið eftirlit með sölu á tóbaki til unglinga. 6. Skipuleg söfnun og úrvinnsla á staðtölum um tóbaksneyslu þjóðarinnar í heild og einstakra þjóðfélagshópa. Hann gat þess að reykingar væru helsta orsök margra sjúkdóma og eitt stærsta heilbrigðis-

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.