Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Blaðsíða 53
FRÉTTAMOLAR... Inn á sjúkrahúsið kemur mikið af háttsettu fólki og fólki úr furstafjölskyldunni. Þetta fólk fær al- veg sér meðferð og fer eingöngu á VIP/Royal deildina sem er sérhæð á sjúkrahúsinu og gulli skreytt. Þegar slíkir sjúklingar eru lagðir inn á sjúkrahúsið koma þeir allir með þjónustufólk með sér og því gerum við alltaf ráð fyrir auka- rúmum á stofunum. Flestar stofurnar eru eins manns. Sumir sjúklinganna liggja inni marga daga eftir að þeir hafa verið útskrifaðir þar sem þeim finnst þjónustan góð og eru bara ekki til- búnir að fara heim. Og þeir komast upp með þetta háttalag. Fjölskyldan ber inn mat til þeirra í tonnavís og fólk kemur í heimsókn í tugatali á hvaða tíma sólarhrings sem er. Þetta getur stundum verið svolítið svekkjandi þegar öll rúm eru full á sjúkrahúsinu og fólk bíður fárveikt á slysadeild eftir innlögn. Oft reynum við að tala fólk til með því að spyrja hvort ekki sé tími til að fara bara heim, en ónei, þeir hringja bara í ein- hvern sjeikinn og búa til sögu og næst hringja þeir í okkur og segja að sjúklingur á stofu 2 eða 4 þurfi að vera í nokkra daga í viðbót því hann sé bara allt of þreyttur! Sameinuðu arabísku furstadæmin eru meðal auðugustu landa heims því olían vellur um allt. Hér er olían ódýrari en vatn. Allir eru vellauðug- ir og hafa sína einkabílstjóra og þjónustufólk. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru sjö talsins og þar búa um 2,5 milljónir manna en af þeim eru eingöngu um 800.000 innfæddir. 1,7 millj- ónir eru því aðflutt vinnuafl. Abu Dhabi, borgin sem ég starfa og bý í, er mjög vestræn og nýtískuleg. Hér geta konur keyrt bíl en það geta þær ekki í Saudi-Arabíu. Hér er allt miklu frjálslegra og opnara og eru ferðamögu- leikarnir gífurlegir. Eg verð að játa að tími minn hér í Miðausturlöndum hefur verið mjög áhuga- verður og sömuleiðis allt það góða fólk sem ég hef hitt og kynnst. Launin eru einnig eftirsókn- arverð og hér er enginn skattmann! Ég skora á Sigríði Hafberg, skólasystur mína, að skrifa næsta pistil um störf sín hjá Atlanta. Jafnréttisáætlun Landspítala-háskólasjúkrahúss í maí 2001 var skipuð jafnréttisnefnd á Landspítala-háskólasjúkrahúsi (LSH). Þetta er fyrsta jafnréttisnefndin sem skipuð hefur verið við stofnunina. Nefndina skipa Bryndís Gestsdóttir hjúkrunardeildarstjóri, Erlendur Guðbjörnsson iðnaðarmaður, Gunnlaugur Sigfússon sviðs- stjóri, Sigriöur Magnúsdóttir talmeinafræðingur og Guölaug Rakel Guðjónsdóttir sviðsstjóri, formaður nefndarinnar. Nefndin er skipuð til fjögurra ára í senn. Nefndinni var falið að gera tillögu til stjórn- arnefndar um jafnréttisáætlun sjúkrahúss- ins og hafa eftirlit með Famkvæmd hennar. Nefndinni ber einnig að afla upplýsinga um stöðu jafnréttismála og birta á tveggja ára fresti skýrslu um stöðuna. Auk þessa á nefndin að eiga frumkvæöi að umræðu og fræðslu um jafnréttismál og veita ráðgjöf og umsögn i jafnréttismálum innan LSH. Nefndin lagði fram jafnréttisáætlun sem samþykkt var í stjórnarnefnd LSH 28. nóvember 2002. Jafnréttisáætlun LSH byggist á lögum nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og fram- kvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum sem samþykkt var á Alþingi 28. maí 1998. Einnig leggur nefndin áherslu á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, 65.gr., um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda. Með samþykktinni lýsir stjórnarnefnd yfir vilja sín- um til aö vinna aö jafnræði og jafnrétti meðal starfsmanna og skjól- stæöinga LSH. Áætlunin tekur til nokkurra þátta en er þó ekki tæmandi. Aðalatriðið er aö jafnrétti endurspeglist í lífi og starfi innan LSH. Helstu þættirjafn- réttisáætlunar eru: starfsmannaráðningar og starfsaðstaða, kjör starfs- manna, stjórn og skipulag og þjónusta við skjólstæðinga LSH. í hverjum þætti eru sett markmiö og aðgeröir til aö ná settum markmiöum. Jafn- réttisáætlunin er unnin meö hliðsjón af starfsemi sjúkrahússins í þeim tilgangi að LSH geti nýtt sér á sem bestan hátt færni og hæfileika starfsmanna sinna, stofnuninni, starfsmönnum og skjólstæðingum til hagsbóta. Mikilvægt er í framhaldi af samþykkt áætlunarinnar að greina töluleg- ar upplýsingar eftir kyni. Má þar nefna hlutfall kynjaskiptingar innan starfsstétta, möguleika á hlutastörfum og tilfærslum í starfi, veikinda- fjarvistir, námsdaga, dagvinnulaun, yfirvinnulaun og kynjaskiptingu í ráðum og nefndum sjúkrahússins. LSH er stór, fjölmennur og fjölbreyttur vinnustaður og því getur veriö nauðsynlegt að horfa á sérstöðu hvers sviðs fýrir sig. Jafnréttísáætlunin er aðeins verkfæri, en eigi hún að ná fram að ganga er mikilvægt að starfsmenn séu tilbúnir til að takast á hendur ný verk- efni og viðfangsefni. Jafnframt er Ijóst að stjórnendur LSH skipta ekki síöur máli um að vel takist til. Yfirmenn deilda og sviða bera ábyrgð á því aö einstökum ákvæðum jafnréttisáætlunarinnar sé framfylgt en endanleg ábyrgð á jafnréttisstarfi innan sjúkrahússins hvílir á fram- kvæmdarstjórn og stjórnarnefnd LSH. Tímarit íslenskra hjúkrunarfræðirga 2. tbl. 79. árg. 2003 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.