Fréttablaðið - 09.05.2017, Qupperneq 2
Féll niður fjóra metra á Suðurlandsbraut
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um klukkan þrjú í gær um vinnuslys í nýbyggingu við Suðurlandsbraut. Maðurinn, sem er
starfsmaður verktakans sem byggir á staðnum, féll niður fjóra metra og var í kjölfarið fluttur á slysadeild. Upplýsingar fást ekki frá Landspítalanum
um líðan mannsins. Fréttablaðið/anton brink
Veður
Vestan gola eða kaldi og skýjað
að mestu, en bjart syðst á landinu
með hita allt að 17 stigum. Sums
staðar dálítil væta um kvöldið.
sjá síðu 24
Netverslun – lyfja.is
Sumarið er tíminn
Heilsutjútt 3.–14. maí
Við bjóðum upp á frábær
tilboð á ýmsum heilsuvörum.
Kíktu við í næstu verslun
Lyfju og vertu hress
fyrir sumarið.
10–30%
AFSLÁT
TUR
af völd
um
heilsuv
örum
Matargerð Jón Kristinsson, arkitekt
og uppfinningamaður, fékk heldur
óvænta afmælisgjöf síðastliðinn
sunnudag, þegar hann fann 81 árs
gamla rifsberjasultu sem móðir hans
hafði lagað sumarið 1936. Jón er frum-
kvöðull í sjálfbærri byggingarhönnun
og hefur meðal annars staðið fyrir
framleiðslu á andandi gluggum og lág-
hitahúshitun.
„Ég held að þetta hljóti að vera úr
berjum af runnunum í garðinum
okkar, annaðhvort af Stýrimanna-
stíg 7 eða Ránargötu 21,“ segir Jón.
Endurnýjun stendur yfir á húsinu við
Ránargötu sem varð til þess að sultu-
krukkan fannst í kjallara hússins. Í
sömu geymslu fannst einnig niður-
soðið kjöt frá 1944 sem Jón lagði sér
þó ekki til munns.
„Sultan var alveg ljómandi,“ segir
Jón. Á sunnudag neytti hann hennar
eintómrar. „Bara með teskeið. Þegar
maður er með svona gersemi þá er
maður ekkert að borða hana með
brauði heldur vill bara finna bragðið
af berjasafa þess tíma.“
Á mánudagsmorgun hrærði Jón
sultuna hins vegar út í skyr, áður en
hann flaug til Hollands þar sem hann
er búsettur. Jón var hvítvoðungur
þegar sultan var löguð, fæddur 7. maí
1936. Móðir hans, Ásta Jónsdóttir, var
húsmóðir með ýmislegt á prjónunum,
þar á meðal bókband og handavinnu.
Þá rak hún heimagistingu fyrir ferða-
menn en fjölskyldan segir hana þar
með hafa verið frumkvöðul í þeim við-
skiptum sem í dag fara fram í gegnum
Airbnb. Hún var 38 ára gömul þegar
sultan var löguð.
Faðir Jóns var Kristinn Björnsson,
yfirlæknir á sjúkrahúsi Hvíta bandsins
við Skólavörðustíg.
Jón segist ekki hafa haft neinar efa-
semdir um að bragða sultuna þrátt
fyrir að hún hafi verið búin til fyrir
rúmum átta áratugum. Hann segir að ef
matvælin geymist í rúmt ár sé nokkuð
ljóst að þau þoli lengri geymslutíma.
„Þegar ég fann ilminn af henni þá vissi
ég að ég þurfti ekki að vera smeykur.
Það var svo mikill sykur í kring að hún
hafði alveg varðveist. Krukkunni var
lokað með pappírsloki og kertavaxi
dreypt yfir til að loftloka henni alveg.
Þannig að sultan var alveg vernduð.“
snaeros@frettabladid.is
Borðaði 81 árs gamla
sultu á afmælisdaginn
Sulta sem Ásta Jónsdóttir lagaði árið 1936 þegar sonur hennar var hvítvoðung-
ur fannst um helgina. Ilmur sultunnar var góður og hún smakkaðist prýðilega. Í
sömu geymslu fannst niðursoðið kjöt frá 1944 sem enginn lagði í að smakka.
Þegar ég
fann
ilminn af henni þá
vissi ég að ég þurfti
ekki að vera
smeykur.
1936 er löngu liðin tíð
Vissulega hljómar 81 ár sem hár aldur fyrir rifsberjasultu enda um heila
mannsævi að ræða. Til að setja þetta í samhengi er vert að minnast
þess sem var að gerast um það leyti sem sultan var mölluð í eldhúsinu á
Stýrimannastíg eða Ránargötu.
l Adolf Hitler, kanslari Þýskalands, setur elleftu Ólympíuleikana í Berlín.
l Játvarður VIII varð konungur Bretlands og sagði af sér síðar sama ár.
l Tónverkið Pétur og úlfurinn var frumflutt.
l Klassíska bókin Gone with the Wind var gefin út.
Jón kristinsson sést hér
bragða á sultunni góðu
á afmælisdaginn sinn.
Eins og sést er sultan
merkt „ribshlaup 1936“.
Mynd/kris kristinsson
asía Ungir, vestrænir bakpoka-
ferðalangar sjást æ oftar úti á götu
eða á flugvöllum í Suðaustur-Asíu
með betliskilti. Flestir sjást í Taí-
landi, Kambódíu, Laos, Víetnam og
Malasíu. Sumir biðja beinlínis um
peninga til að geta haldið áfram
ferðalagi sínu, aðrir leika á hljóðfæri
eða selja myndir frá ferðum sínum.
Heimamönnum finnst þetta ein-
kennilegt og ögrandi hátterni og
hafa dreift myndum af ferðalöng-
unum á samfélagsmiðlum. Fátækir
biðji um peninga fyrir mat eða
skólagjöldum barna sinna. Menn
betli ekki fyrir einhverju sem litið
er á sem lúxus. – ibs
Betla fyrir
ferðalögunum
Heimamönnum finnst
þetta einkennilegt og ögrandi
hátterni og hafa dreift mynd-
um á samfélagsmiðlum.
Náttúra Allt að sjö stiga jarðskjálfti
gæti orðið austarlega á Suðurlands-
undirlendi á næstu árum og allt að
6,5 stiga á Bláfjallasvæðinu, að mati
Ragnars Stefánssonar jarðskjálfta-
fræðings. Hann segir skjálftann við
Árnes um helgina sýna að mikil
spenna sé til staðar í Suðurlands-
brotabeltinu. Þetta kom fram í
fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.
„Jarðskjálftinn segir okkur að
á þessum stað er tiltölulega mikil
spenna og hann segir okkur líka að
sprungan er lifandi,“ segir Ragnar
um Árnesskjálftann, sem mældist
4,5 stig.
Suðurlandsskjálftinn árið 1896
átti upptök á sömu slóðum og stóri
jarðskjálftinn 1912 er talinn hafa
verið um sjö stig.
„Á austasta hluta brotabeltisins,
frá Landi og austur að Heklu og svo
aftur vestar, vestur undir Bláfjöllum,
þar ættu menn að vera vakandi og
fara virkilega að skoða möguleika á
stórum skjálfta þar og fylgjast með
skorpunni. Þetta er líka svo nálægt
Reykjavík. Þetta gæti orðið á þessu
ári og á næstu fimm til tíu árum,
– hvort sem maður er að tala um
austast á Suðurlandsbrotabeltinu
eða hérna á Bláfjallasvæðinu.“
– sa
Skjálfti
upp á sjö
líklegur
ragnar
stefáns-
son
jarðeðlis-
fræðingur
9 . M a í 2 0 1 7 Þ r I ð j u D a g u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a B L a ð I ð
0
9
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
D
0
-F
D
D
0
1
C
D
0
-F
C
9
4
1
C
D
0
-F
B
5
8
1
C
D
0
-F
A
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
8
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K