Fréttablaðið - 09.05.2017, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.05.2017, Blaðsíða 14
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Þorskstofninn hefur aldrei mælst stærri en við síðustu mælingar Hafrannsóknastofnunar. Það verður því að teljast afar líklegt að tillaga um viðbótarkvóta komi fram fyrir næstu fiskveiðiár enda hefur kvótinn nærri tvöfaldast síðustu tíu fiskveiðiár þrátt fyrir lakari mælingar. Ríkisstjórnin, með sjávarútvegsráðherra Viðreisnar í fararbroddi málaflokksins, vill ekki breyta lögum um fiskveiðistjórnun svo hægt sé að bjóða út viðbótarkvót- ann. Þess vegna verður honum að óbreyttu skipt á milli núverandi kvótaeigenda. Alþingi er í fullum rétti til að stöðva þann gjafagjörning. Alþingi ætti að lögleiða rétt- látari meðferð fiskveiðiauðlindarinnar fyrir hönd eigenda hennar. Í það minnsta ætti að stöðva áform ríkisstjórnar- innar um að færa viðbótarkvóta útgerðinni á silfurfati. Með útboði á viðbótarkvóta fengist verðmæt reynsla af útboðsleiðinni sem gæti nýst vel í viðræðum sáttanefndar þeirrar sem sjávarútvegsráðherra hyggst skipa á næstunni um fiskveiðistjórnunarkerfið. Með reglum um útboð væri mögulegt að auðvelda aðkomu útgerða frá viðkvæmari svæðum landsins, stuðla að nýliðun og vinna gegn sam- þjöppun aflaheimilda. Ef tækifærið er ekki nýtt verður það útboð sem fyrir er styrkt enn frekar, þ.e.a.s. útboð á kvóta sem nú er í höndum útgerðarinnar sjálfrar. Á þeim útboðsmarkaði fór kílóið af þorski á 211 kr. í haust en gengur nú um stundir á 180 kr. en 11 kr. renna til ríkissjóðs í formi veiði- gjalds. Skólar og heilbrigðisstofnanir eru á sama tíma í rekstrarvanda vegna fjárskorts og vegirnir að molna undan okkur. Hvers vegna ætli stjórnvöldum finnist mikilvægara að færa útgerðinni viðbótarkvóta á spottprís frekar en að fá fyrir hann markaðsverð og láta tekjurnar renna til vel- ferðarþjónustu fyrir almenning? Hvort sagðist Viðreisn fyrir kosningar ætla að gæta betur að sérhagsmunum eða hag almennings? Þjóðin á þessa auðlind og á rétt á sann- gjörnu gjaldi fyrir afnotaréttinn af henni. Á dögunum átti ég samtal við sjávarútvegsráðherra og þingflokksformann Viðreisnar um þessi mál í þinginu. Báðar lofuðu þær nefndum en engum efndum og líklega er það einmitt forsenda stjórnarsamstarfsins. Fiskur á silfurfati Hvers vegna ætli stjórn- völdum finnist mikilvægara að færa út- gerðinni við- bótarkvóta á spottprís frekar en að fá fyrir hann markaðsverð og láta tekj- urnar renna til velferðar- þjónustu? Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Sam- fylkingarinnar H E I L S U R Ú M (* Mi ða ð v ið 12 má na ða va xta lau sa n r að gr eið slu sa mn ing m eð 3, 5% lá nt ök ug jal di og 40 5 k r. g re iðs lug jal di) A R G H !!! 1 90 41 7 VINSÆLU STILLANLEGU RÚMIN FRÁ ERGOMOTION ERU KOMNIN AFTUR! ERGOMOTION RÚM MEÐ AVIANA ÞRÝSTIJÖFNUNAR-DÝNUM. TVÍSKIPT HJÓNARÚM 160 EÐA 180X200 CM. VERÐ FRÁ AÐEINS 30.583 kr. Á MÁNUÐI* STAÐGREITT 349.899 kr. Óheppileg ummæli Flest bíðum við spennt eftir því að Svala okkar Björgvinsdóttir stígi á svið í Eurovision í kvöld með lagið sitt Paper. Rætt var við þá Gísla Martein Baldursson og Felix Bergsson í Fréttablaðinu í gær, en þeir eru báðir staddir í Kænugarði þar sem keppnin fer fram. „Það er alltaf gamla sagan að stærstu listamennirnir eru ekki með stjörnustæla en þeir sem spáð er litlum frama eru svolítið þurrir og leiðinlegir,“ sagði Gísli Marteinn. Kannski pínulítið óheppileg ummæli hjá sjónvarpsstjörnunni í ljósi þess að okkar konu er ekki spáð neitt sérstöku gengi í keppninni. Jafnlaunavottunin Allt frá því að núverandi ríkis- stjórn var mynduð hefur verið vitað að Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra myndi mæta andbyr við að fá frumvarp um jafnlaunavottun afgreitt á Alþingi, jafnvel þótt um málið sé skrifað í stjórnarsáttmála. Hver þingmaður Sjálfstæðisflokksins á fætur öðrum hefur lýst efasemdum um frum- varpið. Hvort umsögn Staðlaráðs, sem hannaði jafnlaunastaðalinn, verði til þess að slá málið algjör- lega út af borðinu skal ósagt látið. En ætli sé ekki ekki hægt að taka undir með Nichole Leigh Mosty, varaformanni allsherjar- og menntamálanefndar, sem segir í Fréttablaðinu í dag að hugsanlega sé rétt að fresta málinu. jonhakon@frettabladid.is Macron er af sama sauða- húsi og Justin Trudeau og Barack Obama. Hann er með réttan kokteil af mælsku og sjarma. IKEA-pólitík Sigur Emmanuels Macron í forsetakosningunum í Frakklandi þýðir að Frexit er nær óhugsandi. Og þótt þjóðernispopúlisminn í Evrópu hafi ekki steytt á skeri hefur dregið úr slagkrafti hans alls staðar í álfunni.Ef til vill eru einfaldar skýringar á sigri Macrons. Árangur hans er staðfesting þess að þrátt fyrir stéttaólgu og ágreining um hugmyndastefnur er alltaf eftir- spurn eftir hæfileikaríkum einstaklingum. Macron er af sama sauðahúsi og Justin Trudeau og Barack Obama. Hann er með réttan kokteil af mælsku og sjarma. Stefnan er nógu mild og óljós þannig að flestir geta sætt sig við hana. Macron hefði ekki unnið slíkan yfirburðasigur ef hann hefði haft einhvern annan frambjóðanda en Marine Le Pen á móti sér enda er hann ákaflega reynslulítill. Macron er fínpússaður og sléttur. Settur á markað til að höfða til sem flestra eins og pólitískt vörumerki. Hann er hvorki til hægri né vinstri. Macron er IKEA stjórnmálanna, boðar lausnir fyrir alla. Þetta gerir hann undir formerkjum miðjusækinnar framfarahyggju eða sanngirnisstefnu, hvað sem það nú þýðir. Stærsti kostur hans er samt sá að hann er ekki Marine Le Pen og þess vegna bar hann sigur úr býtum. Ef Macron ætti sér hliðstæðu í íslenskum stjórnmálum væri viðkomandi í Bjartri framtíð, Viðreisn og kannski Samfylkingu Ingibjargar Sólrúnar eða Árna Páls Árna- sonar á góðum degi. Í Bjarna Benediktssyni býr líka lausnamiðuð taug sem er laus við hugmyndafræði. Fólk eins og Macron er að finna í öllum flokkum í öllum vestrænum ríkjum. Lausnamiðað fólk sem lætur ekki stjórnast af hugmyndafræðilegu ofstæki heldur miklu fremur stefnumálum sem þjóna hagsmunum heildarinn- ar. Pólitík þessa fólks er alls ekki skýr og hún er ógegnsæ á köflum. Loddarar þrífast vel undir merkjum slíkrar stefnu en sé hún rekin heiðarlega er hún af hinu góða því hún grundvallast á hagsmunum heildarinnar. Í fjölmenn- ingarsamfélaginu er góð pólitík jafnvægislist ólíkra efna- hagslegra, félagslegra og menningarlegra hagsmuna. Breski 19. aldar heimspekingurinn Jeremy Bentham sagði að stefna ríkisins, markaðarins og vísindasam- félagsins ætti að grundvallast á því að hámarka hamingju fjöldans. Stjórnmálamenn ættu að semja um frið, kaup- sýslumenn ættu að stuðla að velmegun og fræðimenn að stunda vísindarannsóknir. Ekki fyrir konunginn, ættjörðina eða Guð heldur til að hámarka hamingju almennings. IKEA-pólitíkin sem Macron boðar snýst um praktískar lausnir án öfga. Því hægri- og vinstristefnur geta báðar skaðað samfélagið sé þeim fylgt út fyrir ramma meðalhófsins. Sósíalisminn var 20. aldar tilraun sem misheppnaðist. Og hömlulaus frjálshyggja grefur undan tilvist samfélagsins sjálfs. Kjör Emmanuels Macron er gott fyrir Evrópu og gott fyrir frið og stöðugleika. Kjósendur í Hollandi og Frakk- landi stóðust lýðræðisprófið og jarðvegur haturs er ekki jafn frjór og hann var áður. Útlendingaandúðin sem var svo áberandi í álfunni í nokkur ár eftir alþjóðlegu fjár- málakreppuna er vonandi að koðna niður. Eitt skref í einu. 9 . m a í 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D a G U R14 s k o Ð U n ∙ F R É T T a B L a Ð I Ð SKOÐUN 0 9 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C D 1 -0 7 B 0 1 C D 1 -0 6 7 4 1 C D 1 -0 5 3 8 1 C D 1 -0 3 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 8 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.