Fréttablaðið - 09.05.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.05.2017, Blaðsíða 24
Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Við erum skráð sem hópur undir nafninu Bíddu eftir mér enda er hugmyndin að fara af stað saman og koma saman í mark,“ segir Guðrún Eyjólfsdóttir þroskaþjálfi en hún og Einar Hermann Einarsson leiðbeinandi ætla að fylgja hópnum sem samanstendur af fjórum hressum einstaklingum. Það eru þeir Sigfús S. Svanbergsson, Ari Viðar Hró- bjartsson, Atli Már Indriðason og Helgi Guðjónsson. Sigfús er langreyndasti hlaupar- inn af þeim fjórum enda hefur hann tekið þátt í Reykjavíkur- maraþoninu síðan 1989 og síðustu ár hefur hann hlaupið fyrir hönd Áss styrktarfélags. Hann segist enda æfa reglulega, ganga og hlaupa mjög mikið og fara margra sinna ferða gangandi. „Þetta er í fyrsta sinn sem sér- stakur hópur hleypur undir nafni Áss styrktarfélags,“ segir Guðrún og Einar bætir við að í raun megi upphafið að verkefninu rekja til áhuga Sigfúsar. „Hann hefur verið að kalla eftir þessu í nokkurn Koma öll saman í mark Hópur frá Ási styrktarfélagi ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst undir nafninu „Bíddu eftir mér“. Hlauparinn Kári Steinn Karlsson hitti hópinn á dögunum og fór yfir það sem þarf að hafa í huga við þjálfunina. Hann segir reglulega hreyfingu mikilvægasta. Kári Steinn með hópnum sem tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst undir merkjum Áss styrktarfélags. Mynd/GVA tíma. Síðan var ákveðið að taka þetta inn í val í Vinnu og virkni hjá styrktarfélaginu.“ Hópurinn ætlar að fara tíu kíló- metra og því ekki úr vegi að byrja að æfa. „Þetta er í annað sinn sem við hittumst en við munum æfa saman einu sinni í viku sem hópur fram að hlaupi. Strákarnir æfa auk þess hver fyrir sig heima,“ segir Guðrún. Til þess að undirbúning- urinn gengi sem best var ákveðið að fá hlaupasérfræðinginn Kára Stein til að gefa hlaupurunum nokkur góð ráð. „Ég fer yfir grunninn í hlaupa- þjálfun en mitt helsta ráð er regluleg hreyfing. Hún skiptir mestu. Það skiptir ekki endilega mestu hvað maður gerir heldur að gera það oft og reglulega og helst eitthvað á hverjum degi, þó ekki sé nema 20 mínútna ganga,“ segir Kári Steinn. Eins og áður sagði hleypur hópurinn undir merkjum Áss styrktarfélags og því hægt að heita á hlauparana á www.hlaupastyrk- ur.is. En verður ágóðinn notaður í eitthvað sérstakt? „Líklega verður hann notaður til að byggja áfram upp aðstöðu til heilsuræktar í Bjarkarási og Lækjarási í Stjörnu- grófinni en við munum nýta okkur aðstöðuna þar við æfingar. Til dæmis endum við hverja æfingu á ferð í heita pottinn,“ segir Guðrún glaðlega. Ætlunin er að halda hópinn allt hlaupið og ganga og hlaupa eftir því sem þarf. „Þá er fólki auð- vitað frjálst að slást í hópinn með okkur allan tímann eða hluta af leiðinni.“ Ás styrktarfélag Ás styrktarfélag hefur frá upphafi frá stonfun þess 1958, verið braut- ryðjandi í þjónustu við fólk með þroskahömlun. Ás styrktarfélag er sjálfseignarstofnun og hefur í gegnum árin komið á fót umfangs- miklum rekstri. Í dag veitir Ás styrktarfélag hátt á þriðja hundrað manns þjónustu í formi búsetu, dag- þjónustu, vinnu og virkni. Sjá nánar um félagið á heimasíðu þess: www.styrktarfelag.is Mörgum finnst mexíkóskir réttir verða föstudags-matur. Aðrir segja að pitsa sé hinn eini sanni föstudags- matur. Það skiptir hins vegar engu máli hvaða dagur er til að borða eitthvað gott. Orðið Tex-Mex varð fyrst frægt árið 1973 en það voru Mexíkóar sem bjuggu í Texas sem eiga heiðurinn af því. Texas var hluti af Mexíkó í meira en 200 ár, frá 1600-1836. Mexíkóar búa víða í Bandaríkjunum og nú eru Kali- fornía, Arizona og Nýja-Mexíkó líka hluti af því sem er kallað Tex- Mex. Margir vinsælir réttir eins og chili con carne, nachos og taco eru oft taldir týpískir Mexíkó-réttir en þeir eru í raun Tex-Mex. Sömu sögu er að segja um burritos og fajitas. Eurovision-dagur er auðvitað kjörinn til að útbúa eitthvað sem allri fjölskyldunni líkar. Best er að gera matinn að mestu frá grunni, þá er hann hollur og góður. nachos Það tekur ekki svo langan tíma að útbúa nachos en flestum finnst þessi réttur mjög góður. Það má nota hvort sem er nautahakk eða kjúklingastrimla í réttinn. Einnig má sleppa kjöti og hafa meira grænmeti í staðinn. Uppskriftin er miðuð við tvo en auðvelt er að stækka hana. 300 g nautahakk ½ laukur ½ chili-pipar, rauður 1 pk. taco-krydd 1 poki tortilla-nasl, 200 g ½ dós niðursoðnar, brúnar baunir 1 krukka salsa ½ blaðlaukur, smátt skorinn 1 dl rifinn ostur Sýrður rjómi Guacamole (lárperumauk) Steikið hakk, smátt skorinn lauk og chili-pipar á heitri pönnu. Bætið við taco-kryddinu og smá vatni eins og getið er um á umbúðum. Síðan eru baunirnar settar út í. Látið sjóða smá stund. Setjið tortilla-naslið í eldfast mót og setjið kjötblönduna yfir. Loks er salsasósa sett yfir, blaðlaukur og rifinn ostur. Setjið í 225°C heitan ofn og bakið þar til osturinn er bráðnaður. Með þessu er gott að hafa auka salsasósu, lárperumauk og sýrðan rjóma. Heimagert guacamole Það er miklu betra að gera guaca- mole frá grunni en að kaupa það tilbúið. Notið vel þroskaðar lár- perur. Þetta mauk passar líka vel með grillréttum eða laxi. 2 lárperur Límónusafi 1½ tómatur 1 hvítlauksrif, pressað ½ rauður chili-pipar, fræhreins- aður og mjög smátt skorinn 2 msk. ferskt kóríander, smátt skorið Salt og pipar Kljúfið lárperuna í tvennt. Takið steininn varlega úr með því að setja hnífinn í hann og snúa smávegis. Þá ætti hann að losna. Maukið lárperuna með gaffli og kreistið límónusafa yfir. Skerið tómatana mjög smátt og fræ- hreinsið þá. Setjið bitana saman við lárperumaukið ásamt pressuð- um hvítlauk og chili. Bragðbætið með salti og pipar. Geymið í ísskáp þar til maturinn er tilbúinn. Heimagert salsa Þetta er mjög gott meðlæti með nachos. 2 tómatar ½ agúrka ½ gul paprika ¼ ferskur ananas 4 msk. ferskt basil Safi úr hálfri límónu 2 msk. ólífuolía Salt og pipar Skerið tómatana smátt og fræ- hreinsið þá. Skrælið agúrkuna, kljúfið hana í tvennt og takið kjarn- ann úr með teskeið. Skerið gúrkuna og paprikuna smátt og sömuleiðis ananasinn. Límónusafa og olíu er blandað saman við og loks basil. Bragðbætið með salti og pipar. Tex-Mex með Eurovision nachos er alltaf vinsæll réttur hjá flestum aldurshópum. MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR Hafðu samband info@husavidgerdir.is Sími 565-7070 Finndu okkur á ALHLIÐA MÚRVERK ÞAKVIÐGERÐIR GLUGGASKIPTI Fyrirtæki & húsfélög sláttur, garðhreinsun, sópun ofl. 554 1989 gardlist.is Tunguhálsi 7, 110 Reykjavík gardlist@gardlist.is Þegar kemur að garðþjónustu erum við hjá Garðlist ávallt til þjónustu reiðubúin hvort sem það er fyrir fyrirtæki, húsfélög, einkaaðila eða sveitarfélög. Sláttur, garðhreinsun, klipping, sópun á plönum, stéttahreinsun ofl. 4 KynnInGARBLAÐ FÓLK 9 . m a Í 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U dAG U R 0 9 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C D 1 -0 2 C 0 1 C D 1 -0 1 8 4 1 C D 1 -0 0 4 8 1 C D 0 -F F 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 8 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.