Fréttablaðið - 09.05.2017, Síða 6
L-Mesitran
Náttúruleg
sáragræðsla
með hunangi
- Fæst í apótekum -
Hunangsplástur og sárakrem með
hunangi. Hentar á allar tegundir sára.
Plásturinn hentar vel á lítil yfirborðssár.
Nauðsynlegur á sára hæla eftir göngur.
www.wh.is
Skemmtanir
Árshátíðir
Grímuböll
Dimmisjón
ofl. & ofl.
Ykkar skemmtun....
....okkar fókus
www.nordanfiskur.is | 430-1700 | pantanir@nordanfiskur.is
Yfir 300 vörutegundir
fyrir veitingastaði,
mötuneyti og fyrir þig !
Láttu okkur ráða
Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is
Þarftu að ráða?
Iðnaðarmann
Bílstjóra
Bifvélavirkja
Þjónustufólk
Öryggisvörð
Lagerstarfsmann
Matreiðslumann
Stigu þjóðlegan dans á Ingólfstorgi
Í Verzlunarskólanum hafa skapast hefðir sem hefur verið haldið við árum saman. Ein þessara hefða er hinn
árlegi peysufatadagur. Þá koma annars árs nemendur uppáklæddir í peysuföt, kjólföt og íslenska búninga.
Hér sjáum við unga nemendur stíga þjóðlegan dans á Ingólfstorgi við harmóníkuspil.
Fréttablaðið/antonbrink
umhverfismál Hefja þarf uppbygg-
ingu við Jökulsárlón frá grunni, en
deilur undanfarinna ára hafa þýtt
að þar hefur uppbygging setið á
hakanum. Fyrstu skrefin eru að
fjölga bílastæðum og byggja upp
viðunandi salernisaðstöðu. Nauð-
synlegar framkvæmdir strax í byrjun
losa að öllum líkindum milljarðinn.
Eins og kunnugt er liggur fyrir
Alþingi frumvarp um breytingu á
lögum um þjóðgarðinn á Þingvöll-
um og lögum um Vatnajökulsþjóð-
garð. Vatnajökulsþjóðgarði hefur
verið falin umsjá jarðarinnar Fells
(Jökulsárlón). Þess er vænst að jörð-
in verði færð formlega undir þjóð-
garðinn innan tíðar. Þar er fjallað
um gjaldtöku innan þjóðgarðsins,
nokkuð sem Landvernd hefur lagst
gegn eins og kemur fram í umsögn
við frumvarpið.
Þórður H. Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir að
leggja þurfi í miklar framkvæmdir,
lítið sem ekkert hafi verið gert þar
sem engin samstaða var um hvernig
svæðið yrði þróað áfram.
„Þarna þarf að byrja frá grunni.
Við munum byrja á endurskoðun
á deiliskipulaginu sem er í gildi, og
sú vinna er þegar hafin. Svo munum
við leggja fram hugmyndir um upp-
byggingu. Fyrir eru litlir sem engir
innviðir,“ segir Þórður.
Þörfin á uppbyggingu er aðkall-
andi, enda fjöldi ferðamanna við
Jökulsárlón að stefna hraðbyri á
milljónina. Því verður uppbygg-
ingin kostnaðarsöm – Þórður nefnir
milljarð króna sem útgangsstærð en
bílastæði og salerni til bráðabirgða
verða byggð strax á þessu ári. Þá þarf
að reisa við lónið gestastofu sem
ræður við fjöldann.
„Þá eru ótaldir göngustígar og
slíkt. Það er hluti af deiliskipulags-
vinnunni og þeir geta þess vegna
náð alla leið upp að jökli að austan-
verðu. En salernismálin vega þungt,
enda allt of bágborin aðstaða.“
Spurður hvort gjaldtaka sé ekki
nauðsynleg í ljósi þess hversu mikið
verk er fyrir höndum svarar Þórður
því til að hann telji svo vera.
„Þetta mun byggjast upp hraðar
ef gjaldtaka kemur til, í stað þess að
bíða eftir sérstökum framlögum á
fjárlögum á hverju ári. Að mínu mati
þarf þetta að gerast hratt, en engu að
síður að vera vandað – enda er þessi
staður svo sérstakur að þetta upp-
byggingarstarf krefst þess að vandað
sé til verka.“ svavar@frettabladid.is
Byggja þarf upp frá
grunni við Jökulsárlón
Vegna deilna undanfarin ár hefur uppbygging við Jökulsárlón setið á hakanum.
Ríkið á nú landið allt og ljóst að byggja þarf bílastæði, salerni, gestastofu og
göngustíga. Milljarður er nefndur í kostnað – gjaldtaka sögð nauðsynleg.
Ríkið keypti fyrir 1,5
milljarða í janúar
l Kaup ríkisins á Felli í Suður-
sveit gengu í gegn í janúar
þegar ákveðið var að nýta for-
kaupsrétt ríkisins á jörðinni.
Landareignin verður hluti
Vatnajökulsþjóðgarðs.
l Var í því skyni tryggð fjár-
heimild fyrir þeim í fjárauka-
lögum ársins 2016. Kaupverð
eignarinnar er 1.520 milljónir
króna.
l Til þessa hefur flókið eignar-
hald á jörðinni Felli staðið
þróun svæðisins fyrir þrifum
en með kaupum ríkisins á
landareigninni skapast mögu-
leikar á að hefja nauðsynlega
uppbyggingu svæðisins.
l Nýverið samþykkti ríkis-
stjórnin að unnið verði að
tilnefningu Vatnajökulsþjóð-
garðs sem náttúruminja á
heimsminjaskrá UNESCO og
má gera ráð fyrir að það styrki
tilnefninguna til muna að
Jökulsárlón verði hluti þjóð-
garðsins.
9 . m a í 2 0 1 7 Þ r i Ð J u D a G u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð
0
9
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
D
1
-2
5
5
0
1
C
D
1
-2
4
1
4
1
C
D
1
-2
2
D
8
1
C
D
1
-2
1
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
8
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K