Fréttablaðið - 09.05.2017, Qupperneq 8
S k i p u l ag S m ál Framkvæmdir
sem standa nú yfir við Hafnartorgs-
reitinn hafa töluverð raskandi áhrif
á veitingaþjónustu við svæðið. „Við
höfum fundið fyrir minnkandi traffík
út af þessu. Þegar traffíkin minnkar er
minna að gera,“ segir Guðrún Krist-
mundsdóttir, forstjóri Bæjarins beztu.
Guðrún ítrekar þó að þegar fram-
kvæmdum ljúki verði svæðið mun
skemmtilegra. „Þetta hefur náttúru-
lega áhrif en við verðum mjög glöð
þegar þetta verður búið því umhverf-
ið verður miklu fallegra og skemmti-
legra en það var fyrir.“
Framkvæmdirnar hafa staðið yfir
í um ár og útlit er fyrir að þær muni
standa yfir fram til ársloka 2018.
„Þetta á eftir að versna. Þeir eiga eftir
að flytja rafmagnsskúrinn sem er í
horninu á annan stað og það verður
rosa mikið rask sem fylgir því. Þetta er
ekki búið enn, en við verðum bara að
vera þolinmóð,“ segir Guðrún.
Hún segir röskunina helst lýsa sér
í verra aðgengi. „Það er mjög erfitt að
komast þarna að. Það liggur eiginlega
við að bara fuglinn fljúgandi komist
þarna að.“ Borgin hefur ekki boðið
pylsustaðnum bætur vegna fram-
kvæmdanna, og ekki hefur Guðrún
farið fram á það.
Jakob Hörður Magnússon, eigandi
veitingastaðarins Hornsins, segir
framkvæmdirnar leggjast ágætlega í
sig. „Þetta bara tekur svo langan tíma,
þetta verður allt voða flott þegar þetta
er búið, ég get ekki betur séð.
Þetta hefur einhver áhrif, svona
slæmt aðgengi, og mér finnst þetta
ganga hægt. Ég get þó ekki beint sagt
að það sé minni traffík út af þessu,“
segir Jakob.
Hann telur bílastæðaskort í mið-
bænum vera að verða mikið vanda-
mál sem lítið sé talað um. „Ég hugsa
að það geti líka haft áhrif, en ég finn
ekki fyrir þessu enn þá, þetta er allt í
lagi.“
Stóra vandamálið sem Hornið
standi frammi fyrir sé, líkt og hjá
Bæjarins beztu, skert aðgengi. „Það
er skert aðgengi að veitingastaðnum
mínum, en það er líka að verða svo
erfitt fyrir menn að koma með vörur,
ekki bara til mín heldur á öll veit-
ingahúsin sem eru hérna í Kvosinni.
Þetta er orðið svo þröngt allt þar sem
þessar framkvæmdir eru. En ég held
að menn bíti bara á jaxlinn og taki
þessu með æðruleysi.“
saeunn@frettabladid.is
Veitingafólk í
Kvosinni bítur
á jaxlinn
Framkvæmdir við Hafnartorg raska þjónustu á
svæðinu töluvert. Forstjóri Bæjarins beztu segir
minni traffík og minni sölu. Eigandi Hornsins segir
framkvæmdir hafa áhrif á aðgengi og gangi hægt.
Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Búnaðarbanka
Íslands hf. verður haldinn miðvikudaginn 24. maí nk.
kl. 17.15 í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19.
Dagskrá
• Skýrsla stjórnar
• Kynning á ársreikningi
• Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri athugun
• Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins
• Kosning tveggja stjórnarmanna og varamanna þeirra
• Kjör endurskoðanda
• Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum sjóðsins
• Laun stjórnarmanna
• Önnur mál
Tillögur til ályktunar, sem taka á fyrir á ársfundi, þurfa að berast
stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund. Stjórn sjóðsins
hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn.
Fundargögn má nálgast á heimasíðu sjóðsins arionbanki.is/lsbi
Ársfundur Lífeyrissjóðs
starfsmanna
Búnaðarbanka Íslands
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
–
1
7-
13
43
kjaramál Lífeyrissjóður bænda er
ósáttur við að fjármálaráðuneytið skuli
vilja fella brott úr lögum ákvæði um að
makar þeirra bænda sem voru sjóðs-
félagar fyrir árið 1983, þegar einungis
einn aðili á búinu gat greitt iðgjöld í
sjóðinn, eigi rétt á lífeyri úr sjóðnum
að þeim látnum.
Þessi réttur maka bænda er tryggður
í 6. grein laga um lífeyrissjóð bænda.
Fjármálaráðherra hefur lagt fram
lagafrumvarp um brottfall laga um líf-
eyrissjóðinn, en markmiðið er að líf-
eyrissjóðurinn starfi áfram á grundvelli
almennra laga um lífeyrissjóði. Lífeyr-
issjóður bænda telur að ef þessi 6. grein
laganna yrði felld úr gildi væri verið
að skerða réttindi maka bænda, sem
eru í flestum tilfellum konur. Undir
þennan skilning tekur Kvenréttinda-
félag Íslands í umsögn sinni. „Stjórn
Kvenréttindafélags Íslands lýsir yfir
andstöðu sinni við slíkri skerðingu á
réttindum kvenna í bændastétt,“ segir
í umsögn sem Brynhildur Heiðar- og
Ómarsdóttir ritar nafn sitt við. – jhh
Segja réttindi kvenna
í bændastétt skert
Framkvæmdirnar hafa staðið yfir í um ár. Útlit er fyrir að þær muni standa yfir fram til ársloka 2018. Fréttablaðið/Eyþór
Þetta er orðið svo
þröngt allt þar sem
þessar framkvæmdir eru. En
ég held að menn bíti bara á
jaxlinn
Jakob Hörður Magnússon, eigandi
veitingastaðarins Hornið
9 . m a í 2 0 1 7 Þ r i Ð j u D a g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð
0
9
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
D
1
-2
0
6
0
1
C
D
1
-1
F
2
4
1
C
D
1
-1
D
E
8
1
C
D
1
-1
C
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
8
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K