Fréttablaðið - 09.05.2017, Síða 10
Frakkar fögnuðu langt fram á nótt
eftir að ljóst varð á sunnudag að
Emmanuel Macron yrði næsti for-
seti Frakklands. Hann hlaut um 66
prósent gildra atkvæða en Marine
LePen hlaut þriðjung þeirra.
„Það var svakaleg stemning og
þetta er greinilega mikill hátíðis-
dagur fyrir Frakka,“ sagði Þórhildur
Þorkelsdóttir, fréttamaður á Stöð 2,
sem var stödd í París um helgina.
„Þeir taka þessu mjög alvarlega og
eru mjög ástríðufullir,“ segir hún um
stemninguna á meðal Frakka.
Um 300 þúsund Frakkar hópuð-
ust saman í Tuileries-garðinum,
við Louvre, til að fagna nýkjörnum
forseta. „Það var ótrúlegt að fylgjast
með þessu,“ segir Þórhildur og bætir
við að löggæslan hafi verið gríðar-
leg.
Þórhildur segist skynja að Frakkar
uni niðurstöðunni mjög vel en
ákveðinn hópur sé óhress með að
hafa ekki getað kosið með hjart-
anu heldur hafi þeir helst verið að
hugsa um að halda Le Pen frá. „Sér-
staklega vinstri mennirnir. Þeim
finnst þeir ekki hafa átt neinn fram-
bjóðanda sem þeir gátu kosið. Enda
endurspeglast það í því að það var
metfjöldi auðra atkvæða og kosn-
ingaþátttakan var léleg,“ segir Þór-
hildur. Hún segir fána Evrópusam-
bandsins hafa verið áberandi eftir
sigur Macrons og augljóst að þeir
sem voru samankomnir á torginu
litu á niðurstöðuna sem sigur fyrir
þá sem vilja áframhaldandi aðild
að Evrópusambandinu. Enda hafði
Le Pen heitið því að efna til þjóð-
aratkvæðagreiðslu um það hvort
Frakkar ættu að vera áfram í ESB.
Björn Bjarnason, formaður Varð-
bergs – Samtaka um vestræna sam-
vinnu og fyrrverandi ráðherra,
hefur fylgst vel með kosningabar-
áttunni. Hann segir niðurstöðuna
styrkja Evrópusambandið í sessi
en bendir á að Macron hafi ætlað
Ósáttir við að
geta ekki kosið
með hjartanu
„Ég er mjög ánægður með að hún tapaði. Hún hefði
mátt tapa meiru,“ segir Björn Bjarnason um LePen.
Fróðlegt verði að fylgjast með nýkjörnum forseta og
flokki hans. Mikil stemning var í París á sunnudag.
Macron veifaði
til fjöldans. Nú
þarf hann að
undirbúa sig
fyrir þingkosn-
ingar í sumar.
Áætlað er að um 300 þúsund manns hafi komið saman við Louvre á sunnudagskvöld. FréttabLaðið/EPa
brigitte trogneux ætlar að taka virkan þátt í starfi eiginmanns síns, Emmanuels Macron. Hún fagnaði með honum á sunnudagskvöld. FréttabLaðið/EPa
að vinna að breytingum á Evrópu-
sambandinu til að stuðla að breyt-
ingum í átt að meira lýðræði. Þessi
fyrirheit hans séu ekki beinlínis
fagnaðarefni fyrir þá sem fara með
völdin í Evrópusambandinu. Það
verði því spennandi að sjá hvernig
mál þróast. „Þessi óánægja innan
Evrópusambandsins með skort á
lýðræðislegu umboði þeirra sem
fara með æðstu stjórn er ekki bara
bundin við Frakkland,“ segir Björn.
Björn segist ánægður með að
Macron hafði sigur gegn LePen.
„Ég er mjög ánægður með að hún
tapaði. Hún hefði mátt tapa meiru.“
Björn segir að það verði spenn-
andi að fylgjast með Macron í fram-
haldinu. „Það verður spennandi
að sjá hvern hann velur sem for-
sætisráðherraefni og hvernig hann
myndar ríkisstjórn,“ segir hann.
Þá verði spennandi að sjá hvernig
þingið verður samsett eftir þing-
kosningarnar í sumar.
„Ég á ekki von á því að Le Pen fái
mikið í þingkosningunum en það
er ekki vitað hvað hann fær,“ segir
Björn og bendir á að bæði Macron
og flokkur hans séu óskrifað blað.
„En hann skýrði auðvitað sín
sjónarmið í kosningabaráttunni og
var málefnalegur á meðan hún var
eiginlega bara dónaleg, ef svo má
segja.“ jonhakon@frettabladid.is
Hann skýrði auð-
vitað sín sjónarmið
í kosningabaráttunni og var
málefnalegur á meðan hún
var eiginlega bara dónaleg, ef
svo má segja
Björn Bjarna-
son, formaður
Varðbergs
9 . m a í 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D a G U R10 f R é t t I R ∙ f R é t t a B L a Ð I Ð
0
9
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
D
1
-0
C
A
0
1
C
D
1
-0
B
6
4
1
C
D
1
-0
A
2
8
1
C
D
1
-0
8
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
8
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K