Fréttablaðið - 09.05.2017, Page 18
Undanfarið hafa ítrekað birst í opinberri umræðu rangar fullyrðingar um lífeyrissjóði
landsmanna. Virðist sem tilgangur
inn sé að vekja sem mesta tortryggni
í garð sjóðanna og lífeyriskerfisins.
Fullyrt er að lífeyrissjóðir haldi
uppi vöruverði í landinu með hluta
fjáreign sinni í smásöluverslun. Ekki
hefur fylgt sögunni hvernig þetta
geti gerst, en fullyrðingin látin duga.
Það eina sem rétt er í þessu er að líf
eyrissjóðir eiga vissulega hluti í versl
unarfyrirtækjum. Almennt reyna
lífeyrissjóðir að hafa jákvæð áhrif
á þau félög sem þeir fjárfesta í með
áherslum á góða stjórnarhætti, en
þeir koma ekki að daglegri stjórnun
fyrirtækjanna eða ákvörðunum um
verð á vörum eða þjónustu.
Allt frá stofnun sjóðanna hafa
þeir boðið sjóðfélögum sínum lán
til íbúðakaupa. Þau lán hafa jafnan
verið hagkvæm í samanburði við
aðra lánakosti. Að auki hafa lífeyris
sjóðirnir líka fjármagnað íbúða
kaup landsmanna með því að kaupa
skuldabréf af Íbúðalánasjóði, áður
Húsnæðisstofnun ríkisins, og af
bönkum. Þetta eru umsvif sjóðanna
á íbúðamarkaði. Einhverjir hafa
fundið vott um að lífeyrissjóðir eigi
hluti í leigufélögum sem hafa keypt
allmargar íbúðir undanfarin misseri
til að leigja út. Ekki hefur komið fram
hvaða lífeyrissjóðir það séu né hve
mikið fé þeir hafi lagt í þau verkefni.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna er
ekki þar á meðal.
Bættur hagur sjóðfélaganna
Haustið 2015 bauð Lífeyrissjóður
verzlunarmanna bætt lánskjör á
sjóðfélagalánum. Það varð umsvifa
laust til þess að útlán til sjóðfélaga
jukust mikið. Á árinu 2016 námu
þau um 32 milljörðum króna. Stór
hluti lánanna hefur verið tekinn til
að endurfjármagna eldri og dýrari
lán. Þannig hafa þau stórlega bætt
hag sjóðfélaganna.
Lífeyrissjóðirnir fá enn í dag ákúr
ur fyrir að halda uppi verðtryggingu.
Staðreyndin er að lífeyrissjóðirnir
starfa í því efnahagsumhverfi sem
hér á landi ríkir, hvort sem þar
er verðtrygging eða ekki. Flestir
sjóðirnir bjóða bæði verðtryggð og
óverðtryggð sjóðfélagalán. Ríkis
skuldabréf sem sjóðirnir kaupa eru
ýmist. Í heildina lætur nærri að um
helmingur eigna lífeyrissjóðanna sé
í verðtryggðum bréfum. Hins vegar
eru allar skuldbindingar lífeyrissjóð
anna verðtryggðar: Allur lífeyrir sem
sjóðirnir greiða og eiga eftir að greiða
er bundinn vísitölu neysluverðs. Líf
eyrir sem greiddur er út breytist því
frá mánuði til mánaðar í samræmi
við þróun vísitölunnar.
Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofn
aðir, flestir um og upp úr miðri 20.
öld, var það gert með samningum á
vinnumarkaði milli vinnuveitenda
og launþega. Síðar, upp úr miðjum
sjöunda áratugnum var gert alls
herjarsamkomulag á vinnumark
aðnum um lífeyriskerfi það sem nú
er við lýði. Þeir samningar tóku gildi
árið 1969 og nokkrum árum seinna
samþykkti Alþingi lög um lífeyris
sjóði sem voru byggð á þessum kjara
samningum. Lögin og samningarnir
voru endurskoðuð og aukin 1997 og
á þeim byggist það lífeyriskerfi sem
við höfum nú. Þegar menn kvarta
undan að verkalýðshreyfingin hafi
ekki næg ítök í lífeyriskerfinu mættu
þeir rifja upp að það var í rauninni
verkalýðshreyfingin í samvinnu við
vinnuveitendur sem bjó til lífeyris
kerfið og þá lífeyrissjóði sem nú
tryggja okkur ævilangan lífeyri eftir
að starfsævinni lýkur.
Þessir frumkvöðlar, á vinnumark
aðnum og á Alþingi, höfðu næga
framsýni til að búa svo um hnútana
að hvorki stjórnmálamenn né aðrir
skyldu eiga greiðan aðgang að þess
um sjóðum almennings, þess vegna er
svo afdráttarlaust í kjarasamningum
og lögum að hlutverk sjóðanna sé það
eitt að taka á móti iðgjöldum, ávaxta
þau og greiða út lífeyri. Þess vegna
eru sjóðirnir öflugir og mynda saman
eitt besta lífeyriskerfi sem þekkist og
viðurkennt er m.a. af Efnahags og
framfarastofnuninni, OECD.
Öflugir og traustir lífeyrissjóðir
Fiskeldi er orðin mikilvæg atvinnugrein og ef áætlanir ganga eftir mun hún vaxa enn
frekar á komandi árum. Að mörgu
er að hyggja og því mikilvægt að
byggja upp málefnalega umræðu
um fiskeldi þar sem ólík sjónarmið
koma fram. Um leið er nauðsynlegt
að skynsemi og fyrirhyggja ráði för í
áætluðum vexti greinarinnar.
Sleppingar laxfiska
Helsta deilumálið vegna fiskeldis eru
sleppingar laxfiska úr sjókvíum. Til
að vernda villta stofna er óheimilt
að ala laxfiska í sjókvíum á Vestur
landi og nánast öllu Norðurlandi.
Af öðrum svæðum er raunhæfur
möguleiki að stunda eldi á Vest
fjörðum og Austfjörðum, þar sem
sjókvíaeldi er í dag, auk Eyjafjarðar.
Til að draga úr líkum á sleppingum
er verið að innleiða auknar kröfur
um búnað og skal hann standast
kröfur staðals sem notast er við í
Noregi og hefur dregið þar úr fjölda
fiska sem sleppa úr kvíum. Þá skal
sýna fram á að búnaðurinn standist
kröfur og þarf rekstraraðili skírteini
frá faggiltri skoðunarstofu, sem stað
festir að búnaðurinn sé öruggur og
standist m.a. strauma og ölduhæð
á eldissvæðinu. Eldri búnaður er
á útleið, en í kvíum sem ekki stan
dast nýjar kröfur er alinn regnboga
silungur. Sleppingar síðustu mánaða
má rekja til slíkra kvía, sem verður
skipt út fyrir vottaðan búnað. Slysa
sleppingar geta þó átt sér stað, en
þær þarf að fyrirbyggja eftir bestu
getu og bregðast við á viðeigandi
hátt ef slys verða.
Staða fisksjúkdóma
Sjúkdómastaða í fiskeldi á Íslandi
er ein sú besta í heiminum og engin
sýklalyf eru notuð í sjókvíaeldi hér,
andstætt fullyrðingum um annað.
Þá er tíðræddur misskilningur um
að í fiskeldi á Íslandi ríki lúsafár,
sem villtum laxastofnum stafi hætta
af. Staðreyndin er sú að laxalús
hefur aldrei valdið vandræðum í
íslensku sjókvíaeldi. Ástæðan er
lágur sjávarhiti yfir vetrartímann,
en laxalús berst með villtum fiski
í kvíar að vori og þar nær hún að
fjölga sér lítillega fram á haust.
Með vetri lækkar sjávarhiti og lúsin
hverfur úr kvíunum. Þegar laxa
seiði ganga til sjávar að vori er því
lítið eða ekkert um lús í eldiskvíum.
Í vetur var sjávarhiti þó heldur
hærri en vanalega, sem er laxalús
hagstætt. Það sýnir mikilvægi þess
að vaka yfir breyttum aðstæðum,
en „lúsafár“ hefur verið óþekkt í
íslensku eldi.
Geldfiskur
Lax sem notaður er í sjókvíaeldi er af
eldisstofni sem kemur frá Noregi og
hefur verið ræktaður hér síðan 1984.
Hann er ekki erfðabreyttur en hefur
verið kynbættur eins og raunin er
með eldisdýr. Rætt hefur verið um
geldfisk og hvort hann sé raun
hæfur kostur í eldi. Fisk má gelda
með breytingum á erfðamengi eða
með því að setja hrogn undir mikinn
þrýsting. Fiskur úr þeim hrognum
verður ófrjór og getur ekki blandast
við villta laxastofna. Gallinn við
geldan lax er að hann þarf sérhæft
og dýrt fóður til að bein þroskist
eðlilega, afföll aukast og vansköp
unartíðni getur verið há. Auk þess
er hætt við að viðbrögð markaða
við vörunni verði neikvæð. Ræktun
á geldfiski gaf þó nýlega góða raun í
köldum sjó í Noregi, sem gaf tilefni
til tilraunar með geldfisk við strend
ur Íslands. Verður hún framkvæmd
af Stofnfiski, Háskólanum á Hólum,
Landssambandi fiskeldisstöðva,
Hafrannsóknastofnun og Arctic Sea
Farm. Tíminn leiðir því í ljós hvort
þetta sé raunhæfur möguleiki í fisk
eldi hér.
Leyfisveitingar
Ferlið við leyfisveitingar er umfangs
mikið og getur tekið nokkur ár. Til
kynna þarf fyrirhugaða eldisstarf
semi til Skipulagsstofnunar sem
leggur mat á hvort framkvæmdin
þurfi í umhverfismat. Burðarþols
mat þarf jafnframt að liggja fyrir, en
það er mat á staðbundnum áhrifum
eldis og hversu mikið magn er óhætt
að ala á viðkomandi svæði. Síðan
þarf starfsleyfi frá Umhverfisstofnun
og rekstrarleyfi Matvælastofnunar.
Starfleyfi snýr að mengandi þáttum
en rekstrarleyfi að kröfum um
búnað og verklag.
Leiðrétta verður fullyrðingar um
að Matvælastofnun hafi gefið út
fjölda rekstrarleyfa á skömmum
tíma. Málaflokkurinn var færður frá
Fiskistofu til Matvælastofnunar árið
2015, en frá þeim tíma hefur stofn
unin aðeins gefið út eitt rekstrarleyfi
til sjókvíaeldis. Það var til stækk
unar á eldi í Arnarfirði, sem þegar
var hafið. Einnig hafa komið fram
kröfur um að hægt verði á leyfis
veitingum, en löggjöf setur skilyrði
um afgreiðslutíma umsókna. Að
gefnu tilefni skal einnig áréttað að
dýralæknir fisksjúkdóma hjá Mat
vælastofnun kemur ekki að veitingu
rekstrarleyfa, þar sem störf hans
einskorðast við fisksjúkdóma.
Umræða um fiskeldi
Íhaldið er samt við sig. Einkavæðingunni skal nuddað áfram þrátt fyrir almenna andstöðu
við slíkt brölt í ljósi biturrar reynslu
Íslendinga.
Einkavæðing er í senn trúarbrögð,
lím og tilgangur hægri manna í póli
tík. Brautin er gjarnan rudd með því
að tala af vægast sagt takmarkaðri
virðingu um það sem er leyst og
rekið á félagslegum forsendum.
Án þess að þurfa að færa fyrir því
nokkur rök er talað eins og allt hjá
hinu opinbera sé óhagkvæmara,
verr rekið og meiru sóað þar en í
starfsemi einkaaðila.
Næsta verkefni þeirra sem ganga
erinda einkagróðans í stjórnmálum
er að þrengja að opinberum rekstri.
Rekstrarerfiðleikar eru búnir til, til
dæmis í heilbrigðisstofnunum og
skólum og þegar þessar stofnanir
lenda langsveltar í erfiðleikum með
að veita þá þjónustu sem þeim ber
er stungið upp á einkavæðingu. Þá
losnar um kranana. Þá er ekkert
vandamál þótt stóraukið almannafé
renni um pípurnar út í einkafram
kvæmd, einkarekstur og hreina
einkavæðingu.
Dæmin um þetta eru ótalmörg
og einkenna pólitíska vegferð Sjálf
stæðisflokksins síðustu áratugi,
frá því að nýfrjálshyggjan náði þar
völdum og rændi flesta forustu
menn flokksins síðustu leifunum af
almennri skynsemi.
Gegn um smurðar íhaldspípur
Tökum dæmi; Háskólinn á Akur
eyri og stofnanir sem hann var í
samstarfi við höfðu lengi sótt á um
að byggt yrði yfir margþætta opin
bera starfsemi á vegum háskólans
og aðila sem voru í samstarfi og
hagkvæmu nábýli við hann. Hvorki
gekk né rak. Engir peningar voru
í boði. En, þegar hugmyndir um
einkaframkvæmd komu upp á
borðið opnuðust kranarnir. Þá var
ekkert vandamál að fallast á bygg
ingu Borga, enda myndu menn
greiða einkaaðilunum leigu sem
tryggðu þeim ríkulega ávöxtun
sinna fjármuna. Hitt var aukaatriði
þó himinhá leiga myndi íþyngja
rekstri viðkomandi um ókomin
ár, sem hún hefur svo sannarlega
gert. Það er í lagi að fleyta skatt
tekjum ríkisins, almannafé, gegn
um smurðar íhaldspípurnar ef það
endar í höndum réttra aðila að
þeirra mati.
Þannig eru landamærin smátt og
smátt færð innar, nær kjarna vel
ferðarkerfisins, sem byggt var upp
á Norðurlöndunum á síðustu öld
á félagslegum grunni. Fjármagnið
brýtur undir sig fleiri og fleiri geira
í þjóðfélaginu og vill nú um stundir
helst af öllu komast á beit þar sem
hið opinbera er skuldbundið, laga
lega og siðferðilega, til að borga
reikninginn. Og, pilsfaldakapítal
isminn er ær og kýr hins hugmynda
snauða, íslenska íhalds. Hvergi er
notalegra að vinna að trúboðinu um
hinn vonda ríkisrekstur, yfirburði
einkaframtaksins og kosti einka
væðingar, eins stórkostlega og sumt
af því hefur nú reynst okkur Íslend
ingum – eða hitt þó heldur – en í
öruggu skjóli sem opinber starfs
maður, t.d. inntroðsluprófessor í
Háskóla Íslands eða kjörinn fulltrúi
í meintri almannaþjónustu.
Það er aðeins eitt smávægilegt
vandamál sem þvælist fyrir fót
gönguliðum einkagróðasjónarmið
anna á Íslandi um þessar mundir.
Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af
hátterni þeirra, hefur lært af reynsl
unni og sér ekkert grand í áfram
haldandi einkavæðingu. En, þá eru
samt til ráð. Bara að þegja algerlega
um slíkt fyrir kosningar, jafnvel tala
fjálglega um nauðsyn þess að fjár
festa í innviðum samfélagsins og
aukinni velferð fyrir kosningar, en
sæta svo lagi í skjóli valdanna eftir
kosningar. Jafnvel þó taka verði
ákvarðanirnar að næturlagi og bak
luktum dyrum, er alltaf hægt að vera
í útlöndum þegar þar um fréttist.
Einkavæðing
að næturþeli
Guðrún
Hafsteinsdóttir
stjórnarformað-
ur Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna Lífeyrissjóðirnir fá enn í dag
ákúrur fyrir að halda uppi
verðtryggingu. Staðreyndin
er að lífeyrissjóðirnir starfa
í því efnahagsumhverfi sem
hér á landi ríkir, hvort sem
þar er verðtrygging eða ekki.
Soffía Karen
Magnúsdóttir
fagsviðsstjóri
fiskeldis hjá
Matvælastofnun Málaflokkurinn var færður
frá Fiskistofu til Matvæla-
stofnunar árið 2015, en frá
þeim tíma hefur stofnunin
aðeins gefið út eitt rekstrar-
leyfi til sjókvíaeldis.
Steingrímur J.
Sigfússon
þingmaður VG
Þjóðin er búin að fá sig full-
sadda af hátterni þeirra,
hefur lært af reynslunni og
sér ekkert grand í áfram-
haldandi einkavæðingu.
En, þá eru samt til ráð. Bara
að þegja algerlega um slíkt
fyrir kosningar, jafnvel tala
fjálglega um nauðsyn þess
að fjárfesta í innviðum sam-
félagsins og aukinni velferð
fyrir kosningar, en sæta svo
lagi í skjóli valdanna eftir
kosningar.
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR SKODA
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði
sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina
má flest allt um ástand bílsins og gæði.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -
Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is
9 . m a í 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D a G U R18 s k o Ð U n ∙ F R É T T a B L a Ð I Ð
0
9
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
D
1
-2
F
3
0
1
C
D
1
-2
D
F
4
1
C
D
1
-2
C
B
8
1
C
D
1
-2
B
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
8
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K