Fréttablaðið - 09.05.2017, Síða 34
Sýningin byggist upp á hlutum úr eigin neyslu sem venjulega er hent, því sem gengur af,“ segir A ð a l st e i n n Þ ó r ss o n , myndlistar maður á Akur-
eyri, um sýninguna Einkasafnið
sem hann opnaði í Ketilhúsinu
síðasta laugardag. Síðan lýsir hann
því stuttlega sem þar ber fyrir augu.
„Mesta áherslan er á klæðnað en
þar eru líka sýnishorn af hinu og
þessu, notaðir kaffipokar, umbúðir
– staflar af umbúðum. Ég reyni að
hafa þetta snyrtilegt og merki hve-
nær verkið er innsiglað.“
Sýningin Einkasafnið er stöðu-
taka í maí 2017 en um langtíma-
verkefni er að ræða sem staðið
hefur yfir frá 2002, að sögn Aðal-
steins. Hann kveðst líka vera með
ljósmyndir af ýmsu sem hann
hefur búið til í sama anda og nefnir
kaffipokafjall úti í náttúrunni. „Ég
safnaði pokum og bjó til það sem
ég kallaði píramída en var náttúr-
lega haugur. Það tengist allt hug-
myndinni um að kíkja á hvað gerist
þegar eitthvað verður afgangs. Þetta
safn stækkar jafnt og þétt en frekar
rólega. En lífræni hlutinn er fyrst
og fremst á ljósmyndum. Ég hef
ekki farið út í að safna matarleifum
í kringum mig hér í Ketilhúsinu.
Þeim gæti fylgt lykt og líf !“
Aðalsteinn er þekktur fyrir fjöl-
breytni í efnisnotkun og vinnu-
brögðum. Hann lærði við Mynd-
listaskólann á Akureyri og síðar í
Hollandi þar sem hann útskrifaðist
með Master of Arts gráðu frá Dutch
Art Institute 1998. Hann hefur starf-
að sem myndlistarmaður í Hollandi
í nítján ár, lengst af í Rotterdam og
þar urðu flest listaverkin til.
En í fyrravor flutti hann heim í
Eyjafjörðinn, hvað kom til? „Það er
bara skemmtilegra á Íslandi en úti.
Stundum er gaman að kunna málið
og hafa sama sans fyrir tilverunni og
aðrir í sama umhverfi,“ svarar hann
glaðlega. Þegar haft er orð á að hann
hafi varðveitt vel norðlenska fram-
burðinn og ætti að geta fallið inn í
bæjarbraginn þess vegna segir hann:
„Já, maður gerir það nú alltaf að ein-
hverju leyti en sem listamaður líka
svolítið á skjön.“
Sýningin Einkasafnið stendur
til sunnudagsins 28. maí og verður
opin þriðjudaga til sunnudaga
frá klukkan 12 til 17. Aðgangur er
ókeypis. gun@frettabladid.is
Það er bara skemmtilegra á Íslandi en úti
Umbúðir, notuð föt og fleira sem fallið hefur til í daglegu lífi listamannsins Aðalsteins Þórssonar um árin
verður honum að yrkisefni eins og sýningin Einkasafnið í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, vitnar um.
Aðalsteinn fluttur aftur í Eyjafjörðinn.
Kaffipokar gegna þýðingarmiklu hlutverki á sýningu Aðalsteins.
Spilda, eitt
verkanna á
sýningunni.
Munir er meðal
verka á Einka-
safni Aðalsteins.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
Ég hEf EKKi fArið út
í Að sAfnA mAtAr-
LEifUm í KringUm mig hÉr í
KEtiLhúsinU. ÞEim gæti
fyLgt LyKt og Líf!
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
71
89
1
Ertu í framkvæmdahug?
Skoðaðu landsins mesta
úrval af hellum og
garðeiningum.
GLEÐILEGT SUMAR
á góðri innkeyrslu og fallegri verönd
bmvalla.is
Tvinnar saman stílhreinar
útlínur og ölbreytta
litamöguleika þar sem hver
hella er tilbrigði við sama stef.
Veranda
9 . m a í 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D a G U R26 m e n n I n G ∙ F R É T T a B L a Ð I Ð
menning
0
9
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
D
1
-1
6
8
0
1
C
D
1
-1
5
4
4
1
C
D
1
-1
4
0
8
1
C
D
1
-1
2
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
8
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K