Fréttablaðið - 09.05.2017, Blaðsíða 40
Full búð af
nýjum vörum!
Verið velkomin í Verslun Guðsteins, Laugavegi 34
Síðan 1918
ALLIR ÚT AÐ HJÓLA
MEÐ TUDOR
TUDOR TUDOR
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta
Veldu
öruggt
start me
ð
TUDOR
Eitt mesta úrval landsins
af rafgeymum í allar
gerðir farartækja
Kool and the Gang þykir afburðagóð t ó n l e i ka sve i t o g mun 14 manna band halda uppi stuðinu í Eldborgarsal. En þeir
sem vilja meira eftir tónleikana geta
fjárfest í sérstökum partímiðum
sem gilda í eftirpartí þar sem plötu-
snúðurinn Daddi Disco mun þeyta
skífum. Daddi er mikill aðdáandi
Kool and the Gang og er hrikalega
spenntur.
„Þegar maður starfar svona mikið
í tónlist er sjaldan sem maður
verður heltekinn af einhverjum
listamanni eða hljómsveit. En það
eru örfáar sveitir sem hafa heltekið
mig og Kool and the Gang er alveg
klárlega ein af þeim sveitum.“
Spurður út í uppáhaldslög með
sveitinni nefnir hann þrjú lög; Too
Hot, Get Down on It og Stepping
Out.
Ótrúleg upplifun
að sjá sveitina á sviði
„Kool and the Gang hefur allt-
af verið þekkt fyrir gríðarlega
skemmtilega sviðsframkomu og
þetta eru listamenn alveg fram
í fingurgóma. Þeir leggja sig alla
fram við að búa til alveg frábæra
stemningu. Ég hef séð þá spila „live“
og það er ótrúleg upplifun að sjá
hvernig þeir fara höndum um þessa
tónlist. Þeir eru með fjórtán manna
hljómsveit þegar þeir koma hingað
sem þýðir að tónleikarnir verða
settir fram á ótrúlega skemmtilegan
hátt.
Í þeirra risastóra lagabanka eru
lög sem koma fólki alltaf í svaða-
legan gír, þannig að maður sér fyrir
sér að það getur enginn verið kyrr
á tónleikunum. Það er alveg gríðar-
lega skemmtilegt að fá að taka á
móti stórum hóp fólks í eftirpartí
sem er búinn að fá svona upp-
hitun. Ég hætti ekkert fyrr en allar
konurnar eru komnar úr skónum
og allir karlarnir eru komnir með
svitarönd í skyrtuna, bæði að aftan
og framan.”
Að lokum segir Daddi: „Sumar,
þessi tónlist, Harpa. Þetta er blanda
sem bara getur ekki klikkað!“
Sannkölluð
Kool & the Gang var stofnuð árið 1969 og hefur síðan þá slegið í gegn með hverjum slagaranum á fætur öðrum.
NORDICPHOTOS/GETTY
Hér má sjá bassaleikarann Robert Bell, gítarleikarann Amir Bayyan og
söngvarann og saxófónleikarann Ronald Bell á tónleikum í fyrra.
NORDICPHOTOS/GETTY
Ég hætti ekkert
fyrr en allar
konurnar eru komnar úr
Skónum og allir karlarnir
eru komnir með Svitarönd í
Skyrtuna.
diskóveisla
í boði kool
and the gang
Í gær var tilkynnt að hljómsveitin goðsagna-
kennda Kool and the Gang muni halda stór-
tónleika fyrir landsmenn í Eldborgarsal í
Hörpu í sumar. Hljómsveitin á sér ansi langa
sögu og aðdáendur hennar eru orðnir ófáir
enda hafa meðlimir sveitarinnar stundum
verið kallaðir „konungar diskótónlistar“.
Hljómsveitin Kool and the Gang var
stofnuð á 7. áratug seinustu aldar
og hefur starfað óslitið síðan og því
er um sannkallaða reynslubolta að
ræða. Sveitin á aragrúa af þekktum
stuðlögum og þetta eru þau sem
ber helst að nefna:
Celebration
Þetta lag kom út árið 1980 á sam-
nefndri plötu. Boðskapur lagsins
er einfaldlega að njóta og fagna
góðum tímum.
Fresh
Þetta lag kemur út 1985 og byggir
á slangri sem var vinsælt í vinahóp
hjá J.T. Taylor, fyrrverandi aðal-
söngvara sveitarinnar, en þá var
gjarnan talað um að það sem væri
flott væri „fresh“.
Jungle Boogie
Þetta lag var samið á einum
degi, ásamt lögunum Hollywood
Singing og Funky Stuff og kom út
árið 1973. Lagið varð geysivinsælt
á skemmtistöðum enda afar dans-
vænt. Þess má geta að lagið kemur
við sögu í kvikmyndinni Pulp
Fiction frá árinu 1994.
Ladies Night
Lagið var gefið út árið 1979 og
náði hratt og örugglega miklum
vinsældum. Það komst í áttunda
sæti á Billboard Hot 100 listann
árið 1980.
Get Down on It
Kom út árið 1981 á platínum-
plötunni Something Special. Lagið
sló í gegn og komst til að mynda á
vinsældarlista víða, meðal annars
í Bretlandi og hékk þar inni í heilar
tólf vikur.
Cherish
Kom út árið 1985 og skaust upp
á vinsældarlista víða um heim.
Lagið þykir virkilega rómantískt
og hefur hljómað í ansi mörgum
brúðkaupsveislum síðan það leit
dagsins ljós.
Nokkur vinsæl lög Kool and the Gang
Guðný
Hrönn
gudnyhronn@365.is
9 . m a í 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D a G U R32 l í f I Ð ∙ f R É T T a B l a Ð I Ð
Lífið
0
9
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
D
1
-1
1
9
0
1
C
D
1
-1
0
5
4
1
C
D
1
-0
F
1
8
1
C
D
1
-0
D
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
8
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K